29.03.2024 00:12

Flutningaskip tók niðri í Fáskrúðsfirði

                                        Flutninga skipið Key Bora mynd .þorgeir Baldursson 

                                                              7866 björgunnarskipið Hafdis mynd þorgeir Baldursson 

Flutn­inga­skipið Key Bora, sem sigl­ir und­ir fána Gíbralt­ar, tók niðri í Fá­skrúðsfirði í dag og varð bil­un í stýris­búnaði. Skipið losnaði af sjálfs­dáðum og er nú fylgt upp í höfn.

Þetta seg­ir Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, í sam­tali við mbl.is.

Útkallið barst björg­un­ar­sveit­inni klukk­an 14.15 en bil­un varð í stýr­inu og tók skipið vink­il­beygju neðan við bæ­inn Kapp­eyri.

Skipið losnaði af sjálf­dáðum kort­eri fyr­ir klukk­an þrjú. Björg­un­ar­skipið Haf­dís var sent á vett­vang frá Nes­kaupstað og aðeins 10 mín­út­um eft­ir að út­kallið barst var Haf­dís mætt að Key Bora. Eng­ar skemmd­ir eru sjá­an­leg­ar á skip­inu að sögn Jóns.

Haf­dís fylg­ir nú skip­inu í höfn á Fá­skrúðsfirði.

28.03.2024 08:49

Grindvikingar halda sjómannadaginn i Reykjavik

Sjóarinn síkáti verður haldinn á Granda

Aríel og Eggert handsöluðu samkomulagið um hátíðarhöldin um borð í .

Aríel og Eggert handsöluðu samkomulagið um hátíðarhöldin um borð í Fjölni. mbl.is/Árni Sæberg

 

 

Sjó­mannadags­hátíðin Sjó­ar­inn síkáti, sem hald­in hef­ur verið í Grinda­vík í rúm­an ald­ar­fjórðung, verður hald­in við Reykja­vík­ur­höfn í ár í ljósi aðstæðna í Grinda­vík­ur­bæ. Sam­komu­lag þess efn­is var hand­salað um borð í Fjölni GK 157, sem ligg­ur við höfn­ina á Granda, í gær.

Mik­il spenna er fyr­ir hátíðinni sem hef­ur verið í und­ir­bún­ingi frá því snemma árs, eða allt frá því að Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs, hafði sam­band við Eggert Sól­berg Jóns­son, sviðsstjóra frí­stunda- og menn­ing­ar­sviðs Grinda­vík­ur, og bauð Grind­vík­ing­um að taka þátt í hátíðinni. Eggert seg­ir Grinda­vík­ur­bæ ekki hafa þurft lang­an um­hugs­un­ar­frest enda rík hefð fyr­ir hátíðahöld­um af til­efni sjó­mannadags­ins í Grinda­vík.

Þar með voru Grind­vík­ing­ar gerðir að heiðurs­gest­um sjó­mannadags­ins í Reykja­vík þetta árið og seg­ir Arí­el að öllu verði tjaldað til til að taka vel á móti heiðurs­gest­un­um sem fá nú heima­skjól fyr­ir Sjó­ar­ann síkáta við höfn­ina á Granda.

28.03.2024 08:47

25.03.2024 00:43

Hvalshræ i Eyjafirði

það var ekki skemmtilegt að rekast á þetta hvalshræ i bakgarðinum hjá okkur Akureyringum i dag 

sennilega er þetta hvalurinn sem að strandaði við Hrisey og hefur svo rekið hérna inneftir i brælunni um daginn 

mynd þorgeir Baldursson 

                                                        Hvalshræ i Euyjafirði i dag Mynd þorgeir Baldursson 

23.03.2024 09:06

54 hol í seinni hluta rallsins

                                  1661 Gullver Ns 12 við bryggju á Seyðisfirði mynd Ómar Bogasson 

Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun að aflokinni þátttöku í togararalli.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Hjálmar Ólaf Bjarnason skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið.

„Ég var einungis með skipið seinni hluta rallsins en Steinþór Hálfdanarson var með það í fyrri hlutanum.

Í þessum seinni hluta tókum við 54 hol af 151 sem Gullver tók í heildina á norðaustursvæðinu. Þessi seinni hluti tók rúma fimm daga.

Við byrjuðum á að fara út á Þórsbanka og í Rósagarðinn og síðan var farið upp á Breiðdalsgrunn, á Gula teppið og loks á Tangaflak, Gerpisflak og Glettinganesgrunn.

Þetta gekk bara vel og veðrið slapp til. Við gátum verið að allan tímann. Afli var hins vegar ekki mikill eins og yfirleitt er í ralli á þessu svæði.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég er með skip í ralli og samstarfið við starfsmenn Hafrannsóknastofnunar var eins og best verður á kosið.

Nú verða rallveiðarfærin frá Hafrannsóknastofnun tekin í land og við tökum okkar eigin um borð.

Það er skítaspá framundan og ég á varla von á því að haldið verði til veiða fyrr en seinni part föstudags,” segir Hjálmar Ólafur.

Heimild Svn.is 

21.03.2024 21:21

Bjarni Ólafsson AK til sölu

 
 

 

        2909 Bjarni Ólafsson Ak 70 á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 I gærmorgun lét uppsjávarveiðiskipið Bjarni Ólafsson AK úr höfn í Neskaupstað og hélt áleiðis til Akureyrar þar sem það fer í slipp.

Bjarni Ólafsson hefur legið bundinn við bryggju í Norðfjarðarhöfn í rúmlega eitt ár en Síldarvinnslan notaði skipið síðast á loðnuvertíðinni 2023.

Bjarni Ólafsson er nú til sölu. Skipið var smíðað árið 1999 og keypt hingað til lands árið 2015.

Upphaflegur eigandi skipsins hér á landi var útgerðarfélagið Runólfur Hallfreðsson ehf. á Akranesi.

Síldarvinnslan eignaðist meirihluta í Runólfi Hallfreðssyni árið 2016 en síðar voru fyrirtækin sameinuð undir nafni Síldarvinnslunnar.

Þess skal getið að fyrsta skipið í eigu Runólfs Hallfreðssonar ehf. var elsti Börkur sem Síldarvinnslan festi kaup á árið 1966.

Bjarni Ólafsson er um 2.000 tonn að stærð og burðargeta skipsins er tæp 2.000 tonn af kældum afla.

 

 

 

 

 

19.03.2024 22:58

Mikið að gera slippnum á Akureyri

    Kanadíska línuskipið Kiwiuq I og frystitogarinn  Saputi við slippkantinn i dag mynd þorgeir Baldursson 

   grænlenski frystitogarinn Angunnguaq II er hérna i forgrunni i slippnum mynd þorgeir Baldursson 

 

18.03.2024 21:19

Hliðarfjall á góðum degi

                                    Hliðarfjall á góðum degi mynd þorgeir Baldursson  feb 2024 

16.03.2024 17:15

Hjalteyri i veðurbliðunni i dag

Það Var alldeilis veðubliðann i Eyjafirði i dag þó að kalt væri um -4 stiga frost þegar kaldast var

en hlýnaði þegar leið á daginn og sólin skein hátt og ylaði kroppinn talsvert af fólki á ferðinni 

                                         Hjalteyrarhöfn i dag mynd þorgeir Baldursson 16 mars 2024

                                      2836 Gefjun EA 510 Blossi IS mynd þorgeir Baldursson 16 mars 2024

                                          Smábátar á Hjalteyri 16 mars mynd þorgeir Baldursson 

16.03.2024 00:08

Aðgerð um borð i Sóley Sigurjóns GK

                                          Aðgerð um borð i Sóley Sigurjóns Gk mynd þorgeir Baldursson 

14.03.2024 22:41

Tafir á afhendingu Sigurbjargar ÁR

Tafirnar draga úr hagkvæmni við bolfiskveiðar Ísfélagsins

                                                   Sigurbjörg ÁR var sjósett í Tyrklandi í ágúst í fyrra.

af vef www.fiskifrettir.is

Umtalsverðar tafir hafa orðið á afhendingu nýs ísfisktogara Ísfélagsins sem smíðaður er hjá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Upphaflega stóð til að skipið yrði afhent í desember á síðasta ári en nú virðist sem það verði í fyrsta lagi um miðjan maí.

Ragnar Aðalsteinsson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, er staddur í Tyrklandi og hefur þar ásamt öðrum eftirlit með smíðinni. Það er svo sem lítið nýnæmi því þar hafa Ísfélagsmenn verið með annan fótinn frá því í janúar 2022. Hann sagði það vissulega vonbrigði hve tafist hafi að klára skipið en það sé þó ekki óalgengt í smíði nýrra skipa.

„Skipulagið virðist ekki vera betra. Það hafa vissulega orðið tafir á afhendingu á búnaði en það hefði ekki átt að leiða til þessara tafa. Það má nánast undantekningarlaust búast við svona seinkunum en þó kannski ekki svona mikilli seinkun,“ segir Ragnar.

Ekki ljóst hvaða skipi verður lagt

Hann segir að þetta komi sér auðvitað illa. Menn bjuggust við afhendingu á réttum tíma og að skipið gæti verið farið að fiska. Engin önnur tímasetning á afhendingu skipsins hefur verið gefin upp en hann telur þó líklegt að það gæti orðið innan næstu tveggja mánaða. Sigurbjörg ÁR verður gerð út á bolfiskveiðar og humarveiðar þegar þær verða heimilaðar á ný.

 

Þórður Þórðarson vélstjóri, Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins, Volkan Urun, forstjóri Celiktrans, og Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri við sjósetningu á Sigurbjörgu ÁR í fyrra.

Þórður Þórðarson vélstjóri, Ólafur H. Marteinsson, aðstoðarforstjóri Ísfélagsins, Volkan Urun, forstjóri Celiktrans, og Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri við sjósetningu á Sigurbjörgu ÁR í fyrra.

 

Þrjú skip annast bolfiskveiðar Ísfélagsins núna, þ.e. Ottó N. Þorláksson, Dala-Rafn og Jón á Hofi. Einu af þessum skipum verður lagt þegar Sigurbjörgin verður loks afhent. Ragnar segir að það liggi ekki endanlega fyrir hvaða skip víkur. Tafirnar á afhendingu nýja skipsins koma því engan veginn niður á getu Ísfélagsins til að ná sínum bolfiskkvóta á fiskveiðiárinu. En til stóð að standa að veiðunum með hagkvæmari hætti með nýju skipi.

14.03.2024 22:23

Frqystrand á Fáskrúðfirði

  

                  Norski Brunnbáturnn Frqystrand leggst að bryggju á Fáskrúðsfirði mynd þorgeir Baldusson 

14.03.2024 21:46

TF Sýn kominn á flugsafnið á Akureyri

                                 TF Sýn kemur til Akureyrar i dag mynd þorgeir Baldursson 

                 Davið Jóhannson og Þorvaldur Lúðvik Sigurjónsson i flustjórnaklefanum mynd þorgeir Baldursson 

 

Fær að vera með systr­um sín­um á flugsafn­inu

TF-LIF fær góðan fé­lags­skap með stystr­um sín­um tveim­ur, TF-SIF og TF-SÝN.

„Björg­un­ar­flug og sjúkra­flug er svo stór part­ur af ís­lenskri flug­sögu. Þannig að það er mik­il­vægt að gefa henni [þyrlunni] góð skil,“ seg­ir Stein­unn María. „Hún á sér svo ríka sögu.“

TF-LIF kom til lands­ins árið 1995 og var í notk­un fram til 2020. Alls voru það 1.565 manns sem var bjargað eða flutt­ir í sjúkra­flugi með þyrlunni á 25 ára tíma­bili. Hún á því ein­stak­an sess í björg­un­ar­sögu Íslands.

heimild mbl.is 

14.03.2024 14:48

Hlé á rallinu hjá Gullver

                Rannsóknarfólk um borð i Gullver Mynd steinþór Hálfdánarsson 

Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í gær eftir að hafa lokið tveimur þriðju af yfirstandandi ralli. Afli skipsins var 27 tonn. Gullver tekur nú þátt í togararallinu í fjórða sinn en önnur skip sem taka þátt í verkefninu eru togarinn Breki og hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Heimasíðan ræddi við Steinþór Hálfdanarson skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið til þessa. „Það hefur gengið einstaklega vel enda hefur verið blíða allan tímann sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Við á Gullver erum búnir að taka 98 hol af þeim 151 sem okkur er ætlað að taka. Okkar verkefni er að sinna hinu svonefnda norðaustursvæði. Við byrjuðum á Glettingi og héldum síðan norður eftir allt vestur fyrir Skjálfanda. Síðan var haldið austur um á ný og endað á Glettingi, á sama stað og við byrjuðum. Í seinni hluta rallsins mun Gullver fara suður á Breiðdalsgrunn og síðan á Þórsbanka og Verkamannabanka alveg að færeysku lögsögunni og austur að Kremlarmúr. Aflinn sem við erum með er ekki mikill og er það í reynd samkvæmt venju. Við höfum ekki orðið varir við neina loðnu og er það óvenjulegt. Nú fer ég í land og Hjálmar Ólafur Bjarnason leysir mig af. Það má gera ráð fyrir að seinni hluti rallsins hjá Gullver taki eina fjóra eða fimm daga, en í fyrri hlutanum vorum við að jafnaði að taka 12 hol á dag,“ segir Steinþór.

13.03.2024 08:04

2250 Hafnsögubátuinn Sleipnir

                     2250 Hafnsögubáturinn Sleipnir og danska varðskipið  Hvideborn mynd þorgeir Baldursson 

Um mig

Name:

Þorgeir Baldursson

Cell phone:

8620479

Address:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Location:

Hörgárbyggð

About:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Links

Today's page views: 1110
Today's unique visitors: 20
Yesterday's page views: 2311
Yesterday's unique visitors: 37
Total page views: 570648
Total unique visitors: 21605
Updated numbers: 29.3.2024 10:31:09
www.mbl.is