Flokkur: Ljósmyndasýningar 2011

02.06.2011 18:10

Frá Miðum til Markaða


          Vörður ÞH © mynd Kristin Benidiktsson 2011

             úr Vinnslunni © mynd Kristinn Benidiktsson 2011


          Á Spönskum markaði © mynd Kristinn Benidiktsson 2011

               Saltfisk pökkun © Mynd Kristnn Benidiktsson 2011

            Stál og Hnifur © mynd Kristinn Benidiktsson 2011

 Snurvoðarpoki © mynd kristinn Ben

 Flugfisk Pakkað © mynd Kristinn Ben 

Frá miðum til markaða,

ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar á Bryggjunni í Grindavík

Kristinn Benediktsson, ljósmyndari, hefur opnað ljósmyndasýningu sem hann nefnir Frá miðum til markaða á veitingastaðnum, Bryggjan í Grindavík. Sýning er liður í hátíðahöldum sjómanna í Grindavík en mun síðan standa uppi á Bryggjunni í sumar eins og þurfa þykir. Myndirnar hefur Kristinn tekið undanfarin ár úti á sjó, um borð í skipum og bátum frá Grindavík auk þess að hafa myndað fiskvinnslufólk í Grindavík og á fiskmarkaðnum í Barcelónaborg þar sem verið er að selja saltfisk frá Grindavík.

Myndir eiga að sýna þverskurð af sjómennsku, vinnslu á saltfiski og öðrum gæðaafurðum sem Grindvíkingar framleiða á sjó og landi auk þess að gefa innsýn í hvert afurðirnar fara á erlenda markaði og er þar fyrst kynntur fiskmarkaðurinn við Römbluna í Barcelóna.

Sýningin verður farandsýning út á land auk þess sem hún verður sett upp erlendis og þá einkum á Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu sem eru okkar helstu markaðslönd fyrir saltfiskafurðir auk fleiri landa.

Kristinn Benediktsson nam ljósmyndun í lok sjöunda áratugar síðustu aldar hjá Ljósmyndastofu Þóris og vann hjá Morgunblaðinu með náminu auk nokkurra ára á eftir eða samtals 10 ár. Árið 1976 fór Kristinn að taka myndir markvisst úti á sjó fyrir tímaritið Sjávarfréttir sem þá var gefið út og var forveri Fiskifrétta. Um árabil bjó Kristinn í Grindavík þar sem hann starfaði við verkstjórn í saltfiskverkun auk þess sem hann stundaði sjómennsku í nokkur ár. Hann nýtur góðs af þeirri reynslu í dag þegar hann vinnur í blaðamennsku og ljósmyndun í sjávarútveginum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.

Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja auk fjölda annarra aðila.

             
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 584308
Samtals gestir: 23268
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 09:02:04
www.mbl.is