20.05.2007 18:17

Samherji hf kaupir útgerð sjólaskipa erlendis

Sjólaskip hf. og Samherji hf. hafa gert samkomulag um að Samherji hf. kaupi erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Þessi félög hafa gert út 6 verksmiðjuskip og tvö þjónustuskip í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Sjólaskip hf. eru með höfuðstöðvar á Íslandi, en með bækistöðvar á Kanaríeyjum

Sjólaskip hf. hafa gert út fiskiskip við Máritaníu og Marokkó síðastliðin 10 ár. Starfsemin hefur vaxið stöðugt og reksturinn hefur gengið vel. Við reksturinn starfa ríflega eitt þúsund starfsmenn af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. um 80 Íslendingar.

Fiskiskipin eru áþekk að stærð og búnaði og Engey RE sem Samherji hf. keypti nýlega.
Skipin veiða einkum makríl, hestamakríl og sardínellu. Aflinn er unninn um borð en skipin eru búin öflugum vinnslubúnaði og fiskimjölsverksmiðjum. Á hverju skipi eru um eitthundrað sjómenn.


"Starfsemi Samherja hf. erlendis hefur vaxið stöðugt frá því að hún hófst árið 1994 og verður nú um 70% af okkar veltu", sagði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. "Þessi kaup eru stærsta fjárfestingarverkefni sem Samherji hf. hefur tekist á hendur.
Við þetta verða ákveðin kaflaskil í rekstri okkar, því við höfum hingað til starfað í Norður- Atlantshafi. Við höfum skoðað möguleikana þarna vel og teljum að reynsla okkar og þekking muni nýtast vel í þessu verkefni. Það er jafnframt ljóst að þessi fjárfesting kallar á skipulagsbreytingar í Samherja hf. Við erum að taka við góðum rekstri sem hefur gengið vel, vaxið og dafnað og gerum ekki ráð fyrir að miklar breytingar verði á starfseminni" sagði Þorsteinn Már.

Sjólaskip hf. hófu útgerðarrekstur í landhelgi Marokkó árið 1997. Reksturinn fór rólega af stað en hefur vaxið hratt ár frá ári. "Framsýnir, samheldnir og öflugir starfsmenn bæði á landi og sjó eiga stóran þátt í hversu vel hefur tekist að byggja upp þessa öflugu útgerð. Rekstur okkar hefur verið afar farsæll í þessu framandi og krefjandi rekstrarumhverfi", sagði Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri Sjólaskipa hf.

Eftir þessi viðskipti eiga Sjólaskip hf. eitt skip, Delta, sem stundar veiðar í landhelgi Marokkó og landar ferskum fiski til vinnslu þar í landi.

Á heimasíðu Sjólaskipa hf. www.sjoli.is má finna frekari upplýsingar um starfsemina.Heimild .www.samherji.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1484
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599002
Samtals gestir: 24996
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:41:53
www.mbl.is