24.05.2007 17:48

Nýtt Starf

Aðalsteinn hættir hjá Síldarvinnslunni

24.5.2007

Aðalsteinn Helgason forstjóri Síldarvinnslunnar hf. mun láta af störfum hjá fyrirtækinu á næstu dögum. Hann mun taka við rekstri verksmiðjuskipaflotans sem Samherji keypti af Sjólaskipum í síðustu viku og gerður er út við Afríkustrendur.

Þetta kemur fram í blaðinu Austurglugginn í dag. Aðalsteinn tók við forstjórastarfi Síldarvinnslunnar í janúar 2006 af Björgólfi Jóhannssyni. Ekki er enn ljóst hver ráðinn verður sem forstjóri Síldarvinnslunnar í stað Aðalsteins en það verður ákveðið á næstu dögum, segir í Austurglugganum.

Skipaflotinn sem Samherji keypti af Sjólaskipum samanstendur af sex verksmiðjutogurum og tveimur þjónustuskipum. Skipin veiða makríl, hestamakríl, sardínu og sardínellu við strendur Marokkó og Máritaníu. Aflinn er losaður í flutningaskip á miðunum.Heimild skip.is mynd Þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1291
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570829
Samtals gestir: 21606
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:37:38
www.mbl.is