13.03.2008 08:39

Fékk i skrúfuna


                         © Myndir Þorgeir Baldursson 2005    Heimild MBL.IS
       

Skelveiðiskipið Fossá ÞH362 fékk barka í skrúfuna austan við Langanes klukkan hálf fimm í nótt og bíður nú aðstoðar á Eiðisvík. Tveir björgunarsveitarbátar eru á leið til að draga Fossána til lands. "Það er fínt veður þarna og þeir létu bæði plóginn og ankeri falla til að halda sér stöðugum," sagði vaktstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Fossá er 250 lesta skip og eru fjórir menn um borð en ekkert hættuástand hefur skapast.

Björgunarbátarnir Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Vopnafirði og Gunnbjörg frá Raufarhöfn stefna nú á slysstað og er reiknað með að þeir nái þangað um klukkan hálf átta. 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1071
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 598589
Samtals gestir: 24948
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 06:18:39
www.mbl.is