23.11.2008 23:24

Sægrímur GK 525

Fyrirtækið Svartibakki sem skráð er á Blönduósi, en gerir út báta víðar um land, keypti í haust Portland VE 97 frá Vestmannaeyjum og hefur nú gefið því nafnið Sægrímur GK 525 með heimahöfn í Grindavík. Báturinn hefur frá því að fyrirtækið keypti hann verið gerður út frá Snæfellsnesi. Sama fyrirtæki seldi í lok sumars Arney HF 361 til Kæju ehf. í Vestmannaeyjum, en það fyrirtæki átti áður Portlandið. Hér birtum við tvær myndir af skipinu annars vegar sem Portland og hinsvegar sem Gulltind ÁR 32, en myndirnar tók Tryggvi Sigurðsson.

                                  2101. Portland VE 97 nú Sægrímur GK 525

                         2101. Gulltindur ÁR 32 © myndir Tryggvi Sig.
Bátur þessi hefur borið nöfnin, Magnús SH 205, Magnús SH 206, Gulltoppur ÁR 321, Gulltindur ÁR 32, Porland VE 97 og nú Sægrímur GK 525.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 580
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 602575
Samtals gestir: 25358
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:09:23
www.mbl.is