02.10.2009 10:46

Hannes Þ. Hafstein fékk á sig brotsjó

                 2310. Hannes Þ. Hafstein, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll í júlí 2009 

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Suðurnesjum, fékk á sig brotsjó á öðrum tímanum í nótt. Skipið var á leið á landsæfingu SL á sjó sem halda á fyrir utan Grundarfjörð á morgun.

Þegar brotsjórinn skall á skipinu slitnaði Atlantic 21 harðbotna björgunarbátur aftan úr því og hvarf sjónum manna. Bátsins hefur verið leitað í nótt en án árangurs.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kemur fram að veður var vont á svæðinu og þegar brotið kom á skipið var áhöfnin, alls fimm manns, að binda sig niður í stóla sína. Ekki vildi betur til en að skipstjóri björgunarskipsins kastaðist til og rak höfuð í þil þannig að sauma þurfti nokkur spor. Meiðslin reyndust ekki alvarleg og mun hann taka þátt í æfingunni um helgina.

Heimild: vísir.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2157
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599675
Samtals gestir: 25053
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:17:39
www.mbl.is