10.10.2009 18:49

Skemmdarverk á síðunni

Nú í nokkur skipti höfum við fengið að njóta þess að birta myndir teknar úr lofti af skipum. Eins og allir sem til þekkja vita, þá er sá flugstjóri sem skráður er fyrir myndunum, flugstjóri á einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Því miður þá þurfti einn af lesendum síðunnar Axel E að skjóta á tökumanninn, er fyrstu myndirnar birtust í gær, með þeim afleiðingum að viðkomandi myndatökumaður mun ekki senda fleiri myndir til birtingar. Axel sem og aðrir mega vita að í þessum flugferðum eru teknar myndir og verða áfram teknar, en við fáum því miður ekki oftar að njóta þeirra.

Finnst mér, hér því vera að menn sem hugsa stundum ekki á hvað þeir skjóta, ættu að hafa í huga hvað þeir eru að segja. Af því tilefni vil ég nota þetta tækifæri og benda Ingólfi Þorleifssyni (Golla) á skot sem hann var með varðandi hárvöxt skipstjóra eins sem mynd birtist af. Það skot hefur ekkert frekar en skot Axels með skipamyndir að gera og ættu menn að hafa það í huga og lýsa því miður best hugarfari þess sem skrifar viðkomandi athugasemd.

Þar sem ég hef átt í samskiptum við viðkomandi flugstjóra, sendi ég orðsendingu þessa, jafnframt því sem ég bið hann afsökunnar fyrir hönd síðunnar um leið og ég þakka honum fyrir það að gefa okkur kost á að bera augum þessar perlur, sem myndirnar svo sannarlega eru.
                                                                      
                                                                                    Emil Páll Jónsson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1578
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 1762
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 595775
Samtals gestir: 24876
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:58:13
www.mbl.is