16.10.2009 19:32

Hólmsteinn GK sigldur niður í Sandgerðishöfn


    573. Hólmsteinn GK 20, í innsiglingunni til Sandgerðis, eins og hann leit út áður en skipt var um stýrishús á honum og settur á hann hvalbakur © mynd Emil Páll

Um fimmleitið í dag var slökkviliðið í Sandgerði kallað út þar sem að eikarbáturinn Hólmsteinn GK 20 sökk í Sandgerðishöfn.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn gátu þeir lítið aðhafst þar sem að Hólmsteinn sökk á innan við 3 mínútum eftir að Ásdís GK 218 keyrði utan í hann, en gírinn á Ásdísi bilaði þegar þeir voru að koma að bryggju með þessum afleiðingum.

Það er sveitarfélagið Garður sem er eigandi Hólmsteins og hafa þeir ráðið Köfunarþjónustu Sigurðar til að koma bátnum á þurrt land.

Sigurður Stefáns sem er eigandi Köfunarþjónustun Sigurðar sagði að hann væri þegar byrjaður að undirbúa þá vinnu að koma bátnum upp.

Hólmsteinn er smíðaður í Hafnarfirði 1946 úr eik og mælist hann 43 brúttólestir.  Engan sakaði við áreksturinn né þegar báturinn sökk.   573. Hólmsteinn GK 20 við bryggju í Sandgerði, fyrr á árum og fyrir breytingu © mynd Emil Páll

Báturinn er smíðaður hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði árið 1946 og hefur ekki verið gerður út í nokkur ár, en eins og stóð til að varðveita hann sem safngrip á Garðskaga.

Nöfn: Hafdís GK 20 og Hólmsteinn GK 20 (frá 1958)

Myndir og frásögn af atburðum dagsins er fengnar frá 245.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 513
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 1088
Gestir í gær: 189
Samtals flettingar: 9828187
Samtals gestir: 1380565
Tölur uppfærðar: 8.4.2020 09:05:02
www.mbl.is