02.06.2011 11:43

Sjómannadagsblað Grindavikur 2011


           Forsiða Blaðsins © mynd Kristinn Benidiktsson 2011

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2011 er komið út

 

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2011 er komið út glæsilegt að vanda. Í blaðinu birtist í fyrsta skipti saman í útgáfu öll Grindavíkurkortin sem Ómar Smári Ármannsson, rannsóknarlögreglumaður og leiðsögumaður, hefur hannað og teiknað af Grindavík gamla tímans, þar sem hann náði að styðjast við heimildir margra fullorðinna Grindvíkinga, sem mundu aftur til nítjándu aldar. Margt af þessu fólki er nú þegar látið og það er Sjómannadagsblaði Grindavíkur mikill fengur að leyfi skyldi fást frá höfundi fyrir birtingunni enda lítur hann svo á að blaðið sé mun eigulegra með öllum kortunum saman í einu blaði heldur en ef þeim væri dreift á margar útgáfur.

Þá er í blaðinu grein utan af sjó en Kristinn Benediktsson, ritstjóri, fór í róður með Verði EA 748 nýlega. Þá er á sínum stað í blaðinu myndir og frásögn frá síðasta sjómannadegi og heiðrun sjómanna, ásamt myndaopnu frá stuðinu á bryggjuballinu í fyrra. Greinar eru eftir Pétur Vilbergsson, fyrrum ritstjóra, Hafstein Sæmundsson, trillukarl og Svein Torfa, sem heldur áfram að lýsa uppvaxtarárum sínum í Grindavík.

Eyjólfur Vilbergsson, fyrrum skipstjóri, er forfallinn fuglaljósmyndari auk þess sem hann tekur óhemju skemmtilegar myndir af öðru viðfangsefni. Ljósmyndagallerí blaðsins, sem nú birtist í fjórða skipti, sýnir okkur lítið brot af myndasafni Eyjólfs. Þessi þáttur hefur vakið mikla athygli meðal lesenda enda mikið lagt upp úr að myndirnar prentist í bestu gæðum og verður að segja að vel hafi tekist hingað til og áhugaljósmyndurum finnst það mikill heiður að verða fyrir valinu hverju sinni. Blaðið er 100 síður eins og undanfarin ár og smekkfullt af fleira efni en hér er upp talið.
Sjómannadagsblað Grindavíkur kom fyrst út 1989 en fyrir ári síðan voru öll eldri tölublöðin gerð aðgengileg á heimasíðu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem gefur blöðin út. Ritstjóri blaðsins er Kristinn Benediktsson en hönnun og prentvinna í höndum Stapaprents í Reykjanesbæ.

 

 

    


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2157
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599675
Samtals gestir: 25053
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:17:39
www.mbl.is