14.11.2011 22:19

Arctic Svan með mettúr af Grálúðu

                       Arctic Svan © i Tromsö mynd þorgeir Baldursson 2011

Norski togarinn Arctic Swan landaði nýlega 566 tonnum af grálúðu af Grænlandsmiðum og nam aflaverðmætið 19,5 milljónum norskra króna eða jafnvirði 400 milljóna íslenskra króna.

Í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna kemur fram að  þetta sé mjög nálægt því að vera
verðmætamet í norska fiskiskipaflotanum en metið á frystitogarinn Langvin sem landaði fyrir tveimur árum karfaafla að verðmæti 19,6 milljóna norskra króna.

Metið í uppsjávarflotanum á hins vegar Selvåg senior sem fékk 11 milljónir norskra króna eða jafnvirði 226 milljóna íslenskra króna fyrir 850 tonna makrílfarm fyrr í haust en þar var um ferskan afla að ræða.

Heimild Fiskifréttir

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 837
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 9490912
Samtals gestir: 1346948
Tölur uppfærðar: 17.10.2019 05:21:58
www.mbl.is