17.11.2011 19:40

Nýtt skip Til Isafjarðar

                    Borgin KL 717 sem að mun fá nafnið Isbjörn is © mynd þorgeir Baldursson

Nýr skuttogari bætist í skipaflota Ísfirðinga innan tíðar. "Ég var að skrifa undir kaup á 1000 tonna skuttogara. Næsta mál er að setja skipið í slipp fyrir sunnan og gera það sjófært og vonir standa til að það komist á veiðar um miðjan janúar," segir Jón Guðbjartsson stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Kampa og eigandi útgerðarfélagsins Birnis sem standa sameiginlega að kaupum skipsins. "Þetta er skip sem við vonumst til að fiski eitt til tvö þúsund tonn af rækju á ári hér og þar. Það verður skráð á Íslandi og verður gert út frá Ísafirði. Það kemur til með að heita Ísbjörn," segir Jón. 

Aðspurður um hversu mikil áhrif þetta muni hafa fyrir rækjuvinnsluna segir hann: "Þetta mun laga öflunarstöðu Kampa um 20-25% þannig að við þurfum að kaupa minna hráefni." Þá muni koma skipsins einnig skapa störf. "Yfirleitt á svona skipi sem er úti þrjár vikur í senn eru tvær áhafnir þannig að! við sjáum fram á þarna verði 22-24 störf í framtíðinni." Heimild www.bb.is
Það var skipasalan Alasund sem að sá um söluna www.alasund.isEldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 773
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 9490848
Samtals gestir: 1346945
Tölur uppfærðar: 17.10.2019 04:51:15
www.mbl.is