29.11.2011 09:39

Akureyri i morgun vetrarmyndir

                            Slæmt skyggni i morgunsárið  © mynd Þorgeir 2011

                                       Krossanesbraut © mynd Þorgeir 2011

                            Kristina EA 410 © mynd Þorgeir 2011

                            Hafnsögubáturinn Sleipnir © mynd Þorgeir 2011

             Aðstoðar við að festa rannsóknarskipið Poseinon við Bryggju © mynd Þorgeir 

                          Kaldbakur EA 1 við Bryggju © mynd Þorgeir 2011

                          Árbakur Ea 5 og Alpha HF 32 © mynd þorgeir 2011

          Jólatréð á Ráðhústorgi © mynd þorgeir 2011

Víkurskarðið er enn lokað, þar er flutningarbíll fastur. Eins loka snjóflóð Ólafsfjarðarmúla, ófært er milli Akureyrar og Dalvíkur og eins milli Akureyrar og Grenivíkur og beðið er með mokstur, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Austan Víkurskarðs er víða stórhríð og hálka. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum, Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxi. 

Á Vesturlandi er snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku og snjóþekja og stórhríð á Holtavörðuheiði. Annars er víða hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Á Vestfjörðum er Ófært og beðið er með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði og á Kettshálsi og þungfært og skafrenningur í Ísafjarðardjúpi og á Kleifarheiði. Snjóþekja og stórhríð er á Gemlufallsheiði. Á Norðvesturlandi stórhríð og hálka við Gauksmýri, ófært og mokstur í gangi á Þverárfjalli. Þæfingsfærð og mokstur í gangi á Vatnsskarði, Þæfingsfærð og stórhríð er á milli Sauðárkróks og Hofsós og stórhríð og ófært á Siglufjarðarvegi. Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Suðurlandi og Reykjanesi. Á Suðausturlandi er víða hálka. Heimild vikudagur.is


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1529
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 571067
Samtals gestir: 21608
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:02:39
www.mbl.is