30.12.2011 11:18

Aflaverðmæti skipa Samherja 14 milljarðar isl kr

                           Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © Mynd þorgeir Baldursson

Aflaverðmæti skipa Samherja hf. á þessu ári nam tæpum 14 milljörðum króna og var aflinn tæplega 99.000 tonn. Félagið gerði út sjö skip á árinu en tvö þeirra aðeins í 5 mánuði, Kaldbak EA og Kristinu EA. Afli fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA var 60 þúsund tonn og aflaverðmætið rúmir 4,4 milljarðar króna.

Afli Kristinu EA þessa 5 mánuði var um 13 þúsund tonn og aflaverðmætið rúmir 2,5 milljarðar króna. Oddeyrin EA fiskaði rúm 6.000 tonn og var aflaverðmætið rúmir 2 milljarðar króna, afli Snæfells EA var 6.500 tonn og aflaverðmætið tæpir 2 milljarðar króna. Afli Björgvins EA var 5.600 tonn á árinu og aflaverðmætið tæplega 1,4 milljarðar króna og afli Björgúlfs EA var 4.900 tonn og aflaverðmætið rúmur einn milljarður króna. Ísfisktogarinn Kaldbakur EA fiskaði 2.600 tonn þessa fimm mánuði sem Samherji gerði skipið út og var aflaverðmætið 570 milljónir króna.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 543
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 602538
Samtals gestir: 25355
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 15:28:02
www.mbl.is