13.06.2012 09:06

Gullhúðuð snekkja með grameðlubeini

                                      smekkja Gullhúðaða mynd af Vb.is

                                             Aðaldekkið mynd af Vb.is

                                              Borðstofan mynd af Vb.is

                                               Svefnsvitan mynd af Vb.is

Dýrasta snekkja heims kostar hvorki meira né minna en 4,8 milljarða dollara. Hún er gullhúðuð frá toppi til táar.

Það eru ekki margir sem sjá fram á að þéna 4,8 milljarða dollar á starfsferlinum. Í Malasíu er þó auðjöfur sem telur slíka upphæð ekki mikið tiltökumál. Sá á dýrustu snekkju heims og er kostar báturinn litla 4,8 milljarða dollara. Það þarf þó ekki að undra að snekkjan kosti sitt enda er hún húðuð gulli.

Snekkjan heitir History Supreme og er 100 fet á lengd. Hún er því engin smásmíði og er að auki skreytt 100.000 kílóum gulls og platínums. Snekkjan var framleidd af breska fyrirtækinu Starf Hughes and Company og tók meira en þrjú ár að ljúka smíðinni.

Svo verð snekkjunnar sé sett í samhengi má geta þess að hún er fimmfalt dýrari en næstdýrasta snekkja heims. Sú er 800 milljón bandaríkjadala virði og er í eigu rússneska milljarðamæringsins Roman Abramovich. Þetta kemur fram á vefsvæðinu celebritynetworth.com.

Hvað varðar stærð, tól og tæki er munurinn á þessum tveimur snekkjum ekki mikill, sé litið hjá gullhúð þeirrar fyrrnefndu. Gull er þó varla það merkilegasta sem finna má um borð í skipinu en meðal þess sem skreytir svefnherbergið er raunverulegt bein úr Grameðlu (Tyrannosaurus Rex). Sjón er sögu ríkari og eru meðfylgjandi myndir af snekkjunni rándýru.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1109
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 1385
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 605313
Samtals gestir: 25522
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 13:31:57
www.mbl.is