30.03.2013 11:52

1293 Birtingur Nk 124

                  Birtingur Nk 124 kemur til hafnar © mynd þorgeir Baldursson 2013

                      Með fullfermi af loðnu © mynd þorgeir Baldursson 2013

                   Á fullri ferð til löndunnar © mynd þorgeir Baldursson 2013

                           Lagst að bryggju © mynd þorgeir Baldursson 2013

           Birtingur og Börkur við Bryggju á Neskaupstað © mynd Þorgeir Baldursson 2013
Svipmyndir af Birting Nk 124 þega hann kom úr siðasta loðnutúrnum á vetrarvertiðinni 2013 
Hinn 10. febrúar s.l. voru liðin 40 ár frá því að "Stóri Börkur" kom fyrst til heimahafnar í Neskaupstað.  Skipið fékk reyndar nafnið Birtingur í fyrra þegar nýtt skip fékk nafnið Börkur.
 
Frá því var greint hér á heimasíðunni að skipið hefði veitt tæplega 1,5 milljón tonna (nákvæmlega 1.488.299 tonn) á þeim 40 árum sem það hafði verið í eigu Síldarvinnslunnar.  Birtingur hóf síðan loðnuveiðar í byrjun febrúar og hefur fiskað vel.  Hinn 9. mars landaði hann 850 tonnum af loðnu í Helguvík og hefur þá veitt 11.944 tonn á vertíðinni.  
Löndunin 9. mars markaði tímamót því með henni var 1,5 milljón tonna markinu náð.  Nú hefur skipið flutt að landi 1.500.293 tonn á þeim rúmu 40 árum sem það hefur verið gert út frá Neskaupstað og er ekki vitað til þess að annað íslenskt skip hafi borið jafn mikinn afla að landi.
 
Hér á eftir verður birt yfirlit um árlegan afla skipsins frá því að Síldarvinnslan eignaðist það og til dagsins í dag:
 
 ÁR  AFLI
1973 9.989
1974 14.324
1975 21.147
1976 17.358
1977 31.635
1978 41.750
1979 29.601
1980 21.428
1981 21.743
1982 1.370
1983 1.705
1984 14.565
1985 32.057
1986 21.557
1987 31.041
1988 27.185
1989 16.184
1990 22.319
1991 20.523
1992 41.066
1993 42.503
1994 32.794
1995 40.630
1996 46.216
1997 31.400
1998 36.400
1999 34.500
2000 72.729
2001 72.500
2002 82.317
2003 83.825
2004 71.121
2005 57.725
2006 41.955
2007 54.294
2008 63.213
2009 52.154
2010 54.969
2011 44.302
2012 34.205
2013 11.944 (til 9. mars)

Samtals 1.500.293
 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1057
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 1385
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 605261
Samtals gestir: 25516
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 12:46:55
www.mbl.is