25.10.2013 12:45

Beitir NK 123 á landleið með fyrsta sildarfarminn

                         Beitir NK 123© Mynd þorgeir Baldursson 

Breiðafjarðarballið er byrjað

Beitir NK hélt til veiða á íslenskri sumargotssíld sl. þriðjudag. Eins og síðustu ár var stefnan tekin á Breiðafjörðinn en þangað er 36 tíma stím frá Neskaupstað. Skipið hóf veiðar í gærmorgun og lagði af stað heimleiðis með 1100-1200 tonn á milli klukkan 9 og 10 í gærkvöldi. Beitir var að nálgast Vestmanneyjar þegar haft var samband við Hálfdan Hálfdanarson skipstjóra og hann spurður út í gang veiðiferðarinnar. „Það var ekkert sérstaklega mikið af síld að sjá þarna“,sagði Hálfdan,“ það voru einungis tvö skip á miðunum, við og Ingunn AK og þess vegna fengum við góðan afla. Við köstuðum tvisvar við Hrútey á Breiðafirðinum og fengum samtals um 700 tonn. Ingunn AK fékk hinsvegar 1000 tonna kast og við fengum gefins hjá þeim 400-500 tonn“.

Börkur NK liggur nú á Grundarfirði og bíður eftir að hefja veiðar á Breiðafirðinum. Mikilvægt er að hann komi ekki að landi með afla fyrr en vinnslu á afla Beitis er um það bil að ljúka í fiskiðjuverinu í Neskaupstað. Allt er lagt upp úr að hráefnið sé sem ferskast þegar það kemur til vinnslu og því er tímasetning veiðanna lykilatriði.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1546
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 7696
Gestir í gær: 1224
Samtals flettingar: 593981
Samtals gestir: 24723
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 19:51:27
www.mbl.is