04.12.2013 21:42

Góður gangur hjá isfisktogurunum

Nóvember mánuður var ansi góður togveiðimánuður og reyndar er búið að vera mjög góð ísfiskstogaraveiði í allt haust. Eins og kemur fram á nýjasta botnvörpulistanum þá eru það 5 togarar sem ná yfir 600 tonnin sem er ansi góður árangur og einn af þeim togurum er 4 mílna togarinn Sóley Sigurjóns GK sem Nesfiskur í Garði gerir út. Þetta kemur fram á fréttavefnum www.aflafrettir.is

Togarinn var að mestu að veiðum við Vestfirðina og landaði þá t.d á Ísafirði og á Siglufirði.  Öllum aflanum var þá ekið suður til vinnslu. Má segja að togarinn hafi verið í mokveiði allan nóvember og t.d. kom mest með 129 tonn eftir einungis tæpa 3 daga á veiðum sem gerir um 43 tonn á dag

Alls landaði togarinn 611 tonnum í 6 löndunum og var stærsti túrinn 133 tonn sem fengust á 5 dögum eða 26 tonn á dag.

Er þetta mesti mánaðarafli sem togarinn hefur fengið frá því hann hóf veiðar undir nafninu Sóley Sigurjóns GK.

Þess má geta að annar aflahæsti 4 mílna togarinn var hinn Nesfiskstogarinn Berglín GK sem var með 479 tonn í 5 löndunum  og þar á eftir kom svo aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir VE sem var „aðeins“  með 454 tonn í 5 löndunum.

Þess má geta að af þessum 611 tonna afla þá var þorskur 503 tonn eða 82% aflans.  Er þessi þorskveisla lýsandi dæmi um aflann hjá bátum og skipum við norðan og vestanvert landið.
Á meðfylgjandi mynd er Sóley Sigurjóns á veiðum fyrir norðan land mynd Þorgeir Baldursson 2013

Heimild www.kvotinn.is

         2262- Sóley Sigurjóns Gk  © Mynd Þorgeir Baldursson 2013

                      1905-  Berglin GK 300 © mynd þorgeir 2013

                    2020-Suðurey Ve 12 mynd þorgeir 2013

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 124
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 584335
Samtals gestir: 23274
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 09:55:02
www.mbl.is