31.05.2016 11:57

Arctic Circle jómfrúarferð i Grimsey

Arctic Circle, skip í eigu Ambassador hvalaskoðunar á Akureyri, fór í sína fyrstu ferð til Grímseyjar um helgina.

Skipið er afar hraðskreitt og tekur siglingin frá Akureyri til Grímseyjar aðeins rúma tvo tíma. 

Er skemmst frá því að segja að ferðin tókst betur en nokkur hafði þorað að vona og voru farþegarnir,

Karlakór Eyjafjarðar og gestir þeirra, bókstaflega í sjöunda himni þegar heim var komið.

Kórinn hélt tónleika í félagsheimilinu Múla í Grímsey fyrir heimamenn og var gerður góður rómur að söng og karlmennsku kórsins.

Hafnar verða reglulegar siglingar til Grímseyjar 1. júní.

Siglt verður fjórum sinnum í viku. Framan af sumri verður siglt á kvöldin, lagt verður af stað frá Akureyri klukkan 18 og komið aftur upp úr miðnætti.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum Ambassador.is

Myndir Þorgeir Baldursson 

Teksti Skúli Gautasson 

            Brakandi bliða á Grimseyjarsundi mynd þorgeir Baldursson 

                      Styttist i Grimsey mynd þorgeir Baldursson 2016

                           Óli og Sigrún nutu ferðarinnar mynd þorgeir 2016

         Mikið að sjá á Grimseyjarsundi mynd þorgeir Baldursson 2016

             Skúli ,Örn ,og Magnús i Brúnni mynd þorgeir Baldursson  2016

           Komið til hafnar i Grimsey mynd þorgeir Baldursson 

              Springnum kastað við komuna i Grimsey mynd þorgeir 2016

          Siglt i kringum eyjuna og málin rædd mynd þorgeir 2016

      Hópurinn samankominn á bryggjunni mynd þorgeir Baldursson 2016

          Miklir fagnaðarfundir hjá ættingjum og vinum mynd þorgeir 2016

       Heimferð i rjómabliðu á Grimseyjarsundi mynd þorgeir Baldursson 

             Siglt i Eyjafjörð um miðnættið mynd þorgeir Baldursson 2016

          Farþegar kepptust við að mynda sólarlagið mynd þorgeir 2016

                  Sólsetur i Eyjafirði er Einstakt mynd þorgeir Baldursson 2016

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 512
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557244
Samtals gestir: 20925
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:33:45
www.mbl.is