31.12.2016 10:05

Metafli við Grænland

                Ilivileq  Gr -2-201 mynd þorgeir Baldursson 2015

Af vef Aflafretta 

Hérna á síðunni þá höfum við frá byrjun fylgst með íslensku frystitogurnum

og núna í ár þá hefur verið bætt við Norsku frystitogurunum.

 

Aldrei í sögu síðunnar þá hefur verið fjallað um frystitogara sem er gerður út frá Grænlandi.  

 

Útgerðarfyrirtækið Brim ehf keypti árið 2013 frá Las Palmas á Kanaríeyjum frystitogarann Skálaberg RE 7.

 Skipið er 74,5 metrar á lengd og 16,5 metrar á breidd og því langstærsti frystitogari landsins.

 Reyndar var togarinn aldrei gerður út undir því nafni og fór svo að togarinn var seldur til grænlands

til fyrirtækis sem heitir Artic Prime Fisheries í Qagorto og á Brim minnihlut í því fyrirtæki.  

Þar fékk skipið nafnið Ilivileq og var togarinn að koma til hafnar í Reykjavík núna í gær ( 5.febrúar )

vægast sagt mettúr við grænland,  þar sem að þeir voru á veiðum meðal annars á dohrnbanka.

Togarinn kom til millilöndunar um miðjan janúar og landaði þá 1048 tonnum þar sem að þorskur var 939 tonn.  

þessi löndun kom eftir 13 daga á veiðum eða 81 tonn á dag.

þegar togarinn kom svo aftur til lokalöndunar núna 5 febrúar þá var heildarafinn alls 1960 tonn sem fengust á alls 30 dögum eða 65 tonn á dag.

Er þetta alger metafli og eins og er getið um að ofan þá var Skálaberg RE langstærsti frystitogari landsins og hefur hann frystigetu uppá um 100 tonn á sólarhring.

Ef sama meðalverð er notað og Kleifaberg RE var með fyrir árið 2015 og það notað á  þennan risamánuð Ilivileq þá er aflaverðmætið  um 665 milljónir króna.

Skipstjóri í þessum mettúr var Reynir Georgsson og það má geta þess að hann átti afmæli 21 janúar og var haldið uppá það um borð í togaranum á miðunum.

Núna tekur við þriggja vikna stopp á skipinu þar sem á að fara í vélarupptekt og jafnframt á að breyta vinnsludekkinu í skipinu

þannig að hægt sé að taka síld, makríl og bolfisk í sama túr án þess að þurfa að fara í land og skipta um vinnslutæki.  

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1291
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570829
Samtals gestir: 21606
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:37:38
www.mbl.is