25.01.2017 20:23

Loðnukvótinn 57000 tonn

         

                                     Loðna  Mynd þorgeir Baldursson 

Samkvæmt niðurstöðum loðnuleiðangurs Hafrannsóknastofnunar nú í janúar

verður leyfilegur heildarafli á vertíðinni 57.000 tonn. Veiðistofninn er metinn vera aðeins 446.000 tonn.

Þetta verður minnsti heildarkvóti á loðnu síðan 2009, þegar kvótinn var 15.000 tonn,

einungis vegna loðnuleitar. Árið 1982 veiddust 13.000 tonn og árið eftir var veiðibann.

Heildarkvótinn á síðustu vertíð var 173.000 tonn og veiddu íslensk skip 101.000 tonn af því.

Heildarkvótanum er skipt milli Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga.

Bróðurpartur veiðiheimilda samkvæmt þessari niðurstöðu færi til Norðmanna í skiptum fyrir þorskkvóta í Barensthafi.

Eins og kunnugt er bentu mælingar á loðnustofninum í september/október 2016

til þess að veiðistofninn á vertíðinni 2016/2017 væri lítill og í samræmi við samþykkta aflareglu

var ákveðið að engar veiðar yrðu stundaðar nema mælingar í janúar/febrúar 2017 gæfu tilefni til endurskoðunar.

Vetrarmæling á loðnustofninum fór fram á rannsóknaskipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni

ásamt uppsjávarskipinu Polar Amaroq dagana 11. – 20. janúar 2017 með það að markmiði að meta stærð veiðistofnsins.

Rannsóknasvæðið var landgrunnið og landgrunnsbrúnin frá Grænlandssundi, austur með Norðurlandi

og allt að norðanverðum Austfjörðum. Gerðar voru 2 mælingar á veiðistofninum. 

Sú fyrri fór fram dagana 12. – 15. janúar og fannst loðna frá sunnanverðum Vestfjörðum norður um og austur að Kolbeinseyjarhrygg.

Þar fyrir austan varð ekki vart við fullorðna loðnu. 

Þar sem veður var slæmt þegar mælingunni lauk biðu skipin á Siglufirði þar til veður batnaði. 

Síðari yfirferðin fór fram dagana 17. – 20. janúar á svæðinu frá Kolbeinseyjarhrygg og vestur um.

Veður var viðunandi en ís hafði færst yfir hluta mælingasvæðisins í seinni yfirferðinni.

Um 398 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust í fyrri yfirferðinni og mæliskekkja (CV) var metin 0.2.

 Í síðari yfirferðinni mældust um 493 þúsund tonn og mæliskekkjan metin 0.23. 

Meðaltal þessara mælinga, 446 þúsund tonn, er mat á stærð veiðistofns.

Gildandi aflaregla, sem stjórnvöld ákváðu að taka upp vorið 2015,

byggir á því að skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum.

Tekur aflareglan tillit til óvissumats í mælingunum, vaxtar og náttúrulegrar dánartölu loðnu,

auk þess sem afrán þorsks, ýsu og ufsa á loðnu er metið.

Í samræmi við ofangreinda aflareglu verður heildaraflamark á vertíðinni 2016/2017 57 þúsund tonn.

www.kvotinn.is Hjörtur Gislasson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 641
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557373
Samtals gestir: 20942
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:09:30
www.mbl.is