08.03.2017 12:10

Minkandi rækjuveiði við Nýfundaland

Alvarleg þróun, segja fiskifræðingar.

Rækjuveiðar eru einn mikilvægasti þátturinn í sjávarútvegi við austurströnd Kanada. Nú horfir illa með rækjustofnana úti fyrir strönd Labrador og hluta Nýfundnalands. Kanadíska sjávarútvegsráðuneytið hefur tilkynnt að magn rækju á svokölluðu svæði 6 sé það minnsta frá því mælingar hófust. 

Samkvæmt mati sem gert var í síðustu viku eru aðeins 104.000 tonn af veiðanlegri rækju á áðurnefndu svæði sem er fjórðungi minna en árið 2015, en þarna mældust 785.000 tonn árið 2006. Á svæði 5 sem er við hliðina hefur einnig orðið fjórðungs samdráttur í magni en á svæði 4 varð lítilsháttar aukning sem gæti stafað af hafstraumum, að sögn sérfræðinga. 

Í ráðuneytinu er nú verið að vinna að veiðiráðgjöf sem birt verður í næstu viku og send stjórnvöldum og hagsmunaaðilum til umfjöllunar. 

Frá þessu er skýrt á vefnum FISHupdate.com

              Canadiskir Eftirlitsmenn Mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 853
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 603672
Samtals gestir: 25423
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 06:03:13
www.mbl.is