07.04.2017 16:09

1345 Blængur Nk fiskar vel

                 Landað úr Blæng  Nk  125  Mynd þorgeir Baldursson 2017

                 1345 Blængur NK 125 mynd þorgeir Baldursson 2017

Af vef Fiskifretta 

Blængur NK er að millilanda í Hafnarfirði í dag. Hann er búinn að vera 11 daga á veiðum og er aflinn um 400 tonn uppúr sjó. Uppistaða aflans er karfi og ufsi. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Theodórs Haraldssonar skipstjóra og spurði hvernig veiðiferðin hefði gengið.

„Jú, segja má að hún hafi gengið mjög vel. Við héldum til veiða frá Akureyri og byrjuðum að veiða á Tungunni út af Húnaflóa. Þar vorum við í ufsa í tvo daga. Þá lá leiðin í Víkurálinn og þar vorum við í karfa í tvo daga. Síðan lá leiðin á Melsekk og þar höfum við verið í afar góðri veiði. Við höfum yfirleitt einungis verið að draga í 3-4 tíma á sólarhring til að hafa fyrir vinnsluna. Það er staðreynd að Blængur er afar skemmtilegt veiðiskip og okkur hefur gengið sérlega vel að fiska. Það er síðan alltaf verið að fínstilla búnaðinn á vinnsludekkinu og þar eru afköstin að aukast hægt og bítandi. Við höfum að undanförnu verið að fara í rúmlega 1.200 kassa á dag. Nú erum við að landa 11.000 kössum í Hafnarfirði og síðan verður haldið aftur á miðin síðdegis. Það er vika eftir af þessari veiðiferð og við gerum ráð fyrir að fiska karfa næstu daga og landa síðan í heimahöfn í Neskaupstað 15. apríl næstkomandi,“ sagði Theodór.

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2996
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 600514
Samtals gestir: 25060
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 18:06:54
www.mbl.is