22.11.2017 22:04

Stormur HF 294 leggur senn af stað heimleiðis

       Stormur HF við bryggju Myndir Tryggvi Sigurðsson 22nóv 2017

Nú styttist í að línubáturinn Stormur HF haldi frá Póllandi heim til Íslands eftir endurbyggingu á skipsskrokki sem keyptur var á Nýfundnalandi.

Skipinu hefur verið breytt svo mikið að segja má að um nýsmíði sé að ræða.

                                   Linuspilið mynd Tryggvi Sigurðsson 

Skipið með rafknúna skrúfu, „dísel electric“ og dregur línuna í gegnum síðuna.

      Linuafdragarinn og rekkar á millidekki Mynd Tryggvi Sigurðsson 

Hvort tveggja er nýjung í útgerð íslenskra línubáta, en þekkt annars staðar í heiminum.

  Setustofa skipverja er hin Glæsilegasta Mynd Tryggvi Sigurðsson 

Skipið er í eigu Storm Seafood í Hafnarfirði.

                             Stormur Mynd Tryggvi Sigurðsson 2017

Axel Jónsson, skipstjóri, hefur haft umsjón með kaupunum á skipinu og breytingum á því ytra. „Þetta verður nýsmíði,“ segir hann í samtali við kvotinn.is,

 en við keyptum skrokk í Nýfundnalandi, sem var 23 metrar að lengd og lengdum hann um 22 metra og gerðum bát úr honum.

Tæplega 46 metra langan og 9,20 á breidd, 680 tonn.

Þetta var bara skrokkur, en er nú orðinn alvöru skip, vistvænn alvöru barkur,“ sagði Axel í samtali við kvótann fyrr á árinu.

            Brúinn er hin Glæsilegasta mynd Tryggvi Sigurðsson 2017

                 vinnuaðstaða  Skipstjórans Mynd Tryggvi Sigurðsson  

                     Útsýnið úr Brúnni Mynd Tryggvi Sigurðsson 

„Svo er línan dregin í gegnum síðuna á honum, sem er nýjung á Íslandi, en þekkist annars staðar.

Allt sem við erum að gera er nýjung á Íslandi þó útgerðir í öðrum löndum hafi farið þessa leið áður.

Skipið er þá alveg lokað og enginn á rúllu í lúgu á síðunni.

Þegar fiskurinn er kominn inn á dekkið er þetta svo eins og hjá venjulegum línubátum.“

                                     Millidekkið mynd Tryggvi Sigurðsson 

Stormur er með nýjustu gerð af Mustad beitningarvél með 50.000 króka.

Báturinn er líka græjaður fyrir net og ætlunin að fara á grálúðunet.

„Skipið er fullt af nýjungum, en ekkert nýtt sem við erum að finna upp.

                      Lestin er vel Græjuð mynd Tryggvi Sigurðsson 

Þetta hafa menn gert allt áður en við erum að sameina það besta sem við þekkjum í einum bát.

Það þarf alltaf einhvern vitleysing í hverja verstöð til að það verði einhver framþróun,“ sagði Axel Jónsson.

  Stórir og áberandi stafir hafa verið málaðir á skipið Mynd Tryggvi Sigurðsson

Skipið er hið glæsilegasta og hérna koma nokkar myndi innan úr þvi 

                  Klefagangur Skipverja  Mynd Tryggvi Sigurðsson 

                        Yfirvélstjóraklefinn Mynd Tryggvi Sigurðsson

             Gott Gufubað er um borð  Mynd Tryggvi Sigurðsson 

         Aðalvélin er af gerðinni Caterpillar Mynd Tryggvi Sigurðsson 

Um borð eru 3 Caterpillar 465KW sem sjá um að drifa 750kw rafal sem að snýr

Skrúfunni áfram reyndar er nóg afl i tveimur þeirra til þess ásamt  rafmagnsnotkun

skipsins ef að það verður fryst um borð þarf þær allar 3 i verkefnið 

 

                                Úr Vélarúminu mynd Tryggvi Sigurðsson 

                    Rafmagnstöflur skipsins Mynd Tryggvi Sigurðsson 

 

Teksti Hjörtur Gislasson 

Myndir Tryggvi Sigurðsson  

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1863
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 569090
Samtals gestir: 21578
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:30:33
www.mbl.is