11.02.2018 22:52

Örfirsey RE 4 bilun i aðalvél

                      2170 Örfirisey RE4 mynd þorgeir Baldursson 2017

 

Bilun varð í aðalvél frystitogarans Örfiriseyjar RE í gærkvöldi er skipið var að veiðum í norsku lögsögunni í Barentshafi.

Vegna bilunarinnar er skipið vélarvana og hefur verið samið við norsku strandgæsluna

um að það verði dregið til hafnar í Tromsö í Norður-Noregi.

Að sögn Guðmundar Herberts Bjarnasonar hjá skipaeftirliti HB Granda

varð bilunin um 60 sjómílur norður af Honningsvaag. Bilunin tengist knastás aðalvélar.

Gott veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum.

Nokkur skip eru stödd í nágrenninu sem eru tilbúin að aðstoða.

Í samráði við tryggingarfélag skipsins er búið að semja við norsku strandgæsluna

um að draga skipið til Tromsö þar sem viðgerð mun fara fram. 


,,Skipin eru væntanleg til Tromsö á mánudagsmorgun.

Þetta tjón tengist á engan hátt fyrri bilun sem varð í skrúfubúnað skipsins í lok október á síðast ári,”

segir Guðmundur Herbert Bjarnason

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 604137
Samtals gestir: 25436
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:38:56
www.mbl.is