26.12.2018 12:06

Áhugaverðir timar i vændum

           1131 Bjarni Sæmundsson  RE 30 mynd þorgeir Baldursson2018
     Birkir Bárðarsson um borð i Árna Friðrikssyni RE mynd þorgeir Baldursson 

 

Niður­stöður úr loðnu­leiðangri í sept­em­ber þóttu hvorki gefa ástæðu til að gefa út kvóta loðnu í vet­ur né upp­hafskvóta fyr­ir næsta fisk­veiðiár. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á sviði upp­sjáv­ar­líf­rík­is hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að loðnu­stofn­inn hafi varla verið lé­legri frá upp­hafi mæl­inga. Þó megi velta fyr­ir sér hvort fram und­an séu breyt­ing­ar til betri veg­ar, í kjöl­far kóln­un­ar sjáv­ar við Ísland und­an­far­in ár.

Við höf­um séð hlýn­un fyr­ir norðan land frá því í kring­um alda­mót­in, eða árin þar rétt á und­an. Síðan þá hef­ur verið til­tölu­lega hlýr sjór fyr­ir norðan land, miðað við það sem við átt­um áður að venj­ast,“ seg­ir Birk­ir.

„Á sama tíma sjá­um við þessa færslu loðnunn­ar til vest­urs og norðurs, og þetta virðist því hald­ast í hend­ur, því það er tals­vert ólíkt þeirri út­breiðslu sem tíðkaðist fyr­ir alda­mót. Loðnan virðist vilja vera á mörk­um pólsjáv­ar og hlýrri sjáv­ar, og fær­ist með þeim breyt­ing­um sem á þeim verða. Þessi hlýn­un hef­ur að minnsta kosti skapað ein­hverj­ar aðstæður sem valda því að hún fær­ir sig til norðurs og vest­urs.“

Birk­ir bend­ir á að hita­stig sjáv­ar eitt og sér eigi þó ekki all­an hlut að máli þegar kem­ur að út­breiðslu loðnunn­ar. „Auk annarra þátta hef­ur fram­boð á fæðu auðvitað líka áhrif á göng­urn­ar, þar sem hún er í fæðuleit.“

Nýliðun lé­leg á þess­ari öld

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un.

Vart varð við kóln­un á yf­ir­borði sjáv­ar norður af Íslandi upp úr ár­inu 1960. „Þá á sér þarna stað ákveðin kóln­un, og um sama leyti eru loðnu­veiðar reynd­ar að hefjast í fyrsta sinn. Fram und­ir alda­mót virðist sem loðnu­stofn­inn sé í góðu ástandi – á þess­um kald­ari árum. En við vit­um auðvitað ekki hver staða stofns­ins var fyr­ir þann tíma, þar sem veiðar voru ekki hafn­ar.“

Vísi­tala ung­fisks í loðnu­stofn­in­um hef­ur verið lág und­an­far­in ár, og í raun hef­ur nýliðun inn­an stofns­ins reynst lé­leg flest ár sem liðin eru frá alda­mót­um. „Að sumu leyti skýrist það þó af því að ein­hver árin átt­um við í erfiðleik­um með að ná al­menni­lega utan um ung­loðnu í okk­ar mæl­ing­um. Samt sem áður má álykta að nýliðun hafi verið lé­leg flest ár á þess­ari öld.“

Aðspurður viður­kenn­ir Birk­ir að loðnu­stofn­inn hafi varla verið lé­legri en nú, frá upp­hafi mæl­inga. „Það eru kannski til­vik á ní­unda ára­tugn­um, í kring­um 1982, og svo aft­ur í kring­um 2009. En það er al­veg óhætt að segja að þetta er óvenju slæmt ástand, ef rétt reyn­ist.“

Breyt­ing­ar stofn­in­um í hag?

Birk­ir seg­ir að þegar horft sé fram á veg­inn, þá megi hugs­an­lega vænta tölu­verðra breyt­inga á næstu árum. „Við höf­um verið að sjá, fyr­ir suðvest­an og sunn­an land, að þar hef­ur sjór verið að kólna. Eins og haf­straum­arn­ir liggja þá má bú­ast við að þessi kóln­un muni að lok­um ber­ast norður fyr­ir land, á þessi svæði þar sem loðnan held­ur sig, og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif kóln­un­in hef­ur á stofn­inn.“

Úti fyr­ir Faxa­flóa eru nú þegar far­in að sjást merki um kóln­un og minni sjáv­ar­seltu, sem get­ur verið fyrsta vís­bend­ing um að þessi kaldi sjáv­ar­massi sé að fara að ber­ast norður fyr­ir land.

„Við eig­um því mjög áhuga­verða tíma í vænd­um hvað loðnuna varðar, og út frá þeim gögn­um sem fyr­ir liggja þá er hugs­an­legt að þess­ar breyt­ing­ar verði stofn­in­um í hag. En þekk­ing okk­ar er enn sem komið er svo tak­mörkuð að það má ekk­ert full­yrða um þetta með vissu – hvað ná­kvæm­lega muni ger­ast. Það eru að minnsta kosti breyt­ing­ar í far­vatn­inu, það er það eina sem ég get sagt.“

Í máli Birk­is kem­ur einnig fram að út­breiðsla haf­íss hafi nokk­ur áhrif á göng­ur loðnunn­ar.

„Haf­ís hef­ur jafnt og þétt farið minnk­andi á þessu svæði sem loðnan held­ur sig á, og maður velt­ir því fyr­ir sér hvaða áhrif sú þróun hef­ur – og hvaða áhrif haf­ís­inn hef­ur yf­ir­höfuð á loðnuna. Við vit­um ekki mikið um það en þarna get­ur verið að eiga sér stað tölu­vert sam­spil, sem nú reyn­ir á þegar haf­ís­rönd­in fær­ist sí­fellt norðar. Meðal ann­ars hvað varðar aðgang af­ræn­ingja að loðnunni og birtu­stig, svo dæmi séu nefnd. Hugs­an­lega verður minna um það að loðnan haldi sig í grennd við haf­ís­rönd­ina.“

Ekki fylgst nógu vel með

Birk­ir tek­ur fram að auk þess að vera mik­il­væg­ur nytja­stofn sé loðnan líka mik­il­væg sem fæða fyr­ir aðrar verðmæt­ar teg­und­ir. „Hún nær­ist og vex þarna norður í höf­um, og svo með hrygn­ing­ar­göng­unni upp á land­grunnið okk­ar, þá er hún að bera hingað gríðarleg­an líf­massa sem er ómet­an­leg­ur fyr­ir vist­kerfið og þá nytja­stofna sem þar eru, eins og þorsk, ýsu, ufsa og fleiri fisk­teg­und­ir.“

Að lok­um seg­ir hann að ljóst sé að al­mennt séu mikl­ar breyt­ing­ar að eiga sér stað á hafsvæðinu um­hverf­is Ísland. „Við höf­um ein­fald­lega ekki fylgst nógu vel með, fram til þessa. Þetta eru stór verk­efni sem bíða okk­ar og þess vegna er mik­il­vægt að vera með góð tól í hönd­un­um til að tak­ast á við þau. Í þess­um efn­um þurf­um við sem Íslend­ing­ar að taka okk­ur á, efla rann­sókn­ir, bæta þekk­ingaröfl­un og virkja frek­ara sam­starf við ná­grannaþjóðir. Við þurf­um að draga fleiri með okk­ur í þetta, þar sem þessi mál­efni varða jú fleiri en okk­ur,“ seg­ir Birk­ir.

Hann von­ast þá til að til­von­andi nýtt skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem ætlað er að koma í stað hálfr­ar ald­ar gam­als Bjarna Sæ­munds­son­ar, muni koma að góðum not­um. „Það er mik­il­vægt að vel verði að því staðið, og að það henti okk­ar aðstæðum. Þekk­ing kost­ar pen­inga, en þekk­ing­ar­leysi er ennþá dýr­ara.“

Heimild 200 Milur mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson 

  •  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 5264
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 11997
Gestir í gær: 182
Samtals flettingar: 10067465
Samtals gestir: 1396045
Tölur uppfærðar: 8.7.2020 11:12:52
www.mbl.is