15.03.2019 08:19

Örn Erlingsson Skipstjóri og útgerðarmaður i Keflavik látinn

 

Örn Erl­ings­son, skip­stjóri og út­gerðarmaður, lést 13. mars sl. 82 ára að aldri. Hann var fædd­ur í Steins­húsi í Gerðahverfi í Garði 3.2. 1937 og ólst þar upp. Örn var son­ur Erl­ings Ey­land Davíðsson­ar, sjó­manns og bif­reiðar­stjóra, og Guðrún­ar Stein­unn­ar Gísla­dótt­ur hús­freyju.

Örn byrjaði til sjós fyr­ir ferm­ingu og var orðinn meðeig­andi í trillu með föður sín­um er hann var 11 ára. Örn var 15 ára er hann fór á vertíð í Kefla­vík, var á vetr­ar­vertíðum og síðan á síld­veiðum á sumr­in fyr­ir Norður­landi. Örn lauk meira fiski­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um 1958 og var orðinn skip­stjóri er hann var 22 ára.

Hann var síðan skip­stjóri meðan hann stundaði sjó, m.a. á Ingi­ber Ólafs­syni KE og Eld­ey KE. Örn starfaði við þró­un­araðstoð og veiðar í Suður-Kór­eu á veg­um FAO árin 1969-73. Þá festu hann og Þor­steinn, bróðir hans, kaup á Erni RE og var Örn skip­stjóri á hon­um og gerði hann út um ára­bil, ásamt fleiri bát­um, s.s. Erni KE 13, Erni KE 14, Guðrúnu Gísla­dótt­ur KE 15 auk þess sem hann og Þor­steinn gerðu út Erl­ing KE og Búr­fell KE. Örn hætti út­gerð 2016. Áhuga­mál­in voru meðal ann­ars golf og laxveiðar.

Eig­in­kona Arn­ar var Berg­ljót Stef­áns­dótt­ir, f. 14.5. 1938, d. 12.8. 2000, hús­freyja. Syn­ir þeirra eru Stefán Arn­ar­son hag­fræðing­ur, Erl­ing­ur Arn­ar­son sjáv­ar­út­vegs­fræðing­ur, Hjört­ur Arn­ar­son tölv­un­ar­fræðing­ur, og Örn Arn­ar­son hag­fræðing­ur. Dótt­ir Arn­ar frá því fyr­ir hjóna­band er Dag­fríður Guðrún Arn­ar­dótt­ir hús­freyja.

Sam­býl­is­kona Arn­ar er Ing­unn Þórodds­dótt­ir kenn­ari.

  •  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 890
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 9490965
Samtals gestir: 1346950
Tölur uppfærðar: 17.10.2019 05:54:09
www.mbl.is