19.03.2019 22:59

Grásleppuvertiðin að hefjast

i fyrramálið þann 20 mars má halda til Grásleppuveiða og þegar ég var á Grenivik 

i morgun voru bátanir að gera sig klára sumir búnir að steina niður og koma 

baujum og belgjum fyrir en útlit er fyrir að gott verð fáist fyrir hrogn og Hveljuna 

amk hefur verið nemt um 260 kr per kiló en þar sem að litlar eða engar birgðir 

eru til hvorki á Islandi né Grænlandi er allt eins mögulegt að verðið hækki talsvert 

    2125 Fengur ÞH 207 við bryggju á Grenivik i dag mynd þorgeir Baldursson

Nú þegar örfáir dagar eru í upphaf grásleppuvertíðar hafa fáir kaupendur á grásleppu gefið upp verð fyrir vertíðina.

Grásleppuverkandinn Sverrir Björnsson ehf á Siglufirði reið á vaðið og gaf upp 260 krónur pr.kg fyrir óskorna grásleppu þann 6. mars síðastliðinn.

     Búið að steina niður og allt klárt mynd þorgeir Baldursson 19 mars 2019

 

Verkandinn var einnig  fyrstur til að gefa upp verð fyrir vertíðina 2018.

„Þetta er ánægjuleg þróun því heyrt hefur til undantekninga að legið hafi fyrir verð á grásleppu fyrir upphaf vertíða.

                           Netin klár mynd þorgeir Baldursson 2019

LS beinir því til útgerðaraðila á svæðum sem vænta má þorsks í einhverju magni sem meðafla,

að kanna hvort kaupendur á grásleppu taki einnig á móti þorski úr grásleppunetum á föstu verði.

Bjartsýni ríkir fyrir komandi vertíð en rétt er að ítreka það sem kom fram í frétt á vef LS  

              2392 Elin ÞH 82 mynd þorgeir Baldursson 19 mars 2019

 

4. desember síðastliðinn, að ráðuneytið er með í undirbúningi frumvarp um kvótasetningu á grásleppu

og gefið hefur verið út að afli á grásleppu 2019 telji ekki með í veiðireynslu komi til kvótasetningar,“

segir í frétt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 773
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 1439
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 9490848
Samtals gestir: 1346945
Tölur uppfærðar: 17.10.2019 04:51:15
www.mbl.is