15.08.2019 20:35

1000 Tonn á 34 timum af Makril

  Bergur Einarsson Skipst Mynd þorgeir Baldursson 

„Þetta gekk vel hjá okk­ur. Það er mjög mik­il ferð á mak­ríln­um og aðal­gang­an er nú kom­in aust­ur í Síld­ars­mugu. Það hef­ur verið dagamun­ur á veiðinni en heilt yfir hafa afla­brögð verið góð og allt gengið vel.“

Þetta seg­ir Berg­ur Ein­ars­son, skip­stjóri á Ven­usi NS, en von er á upp­sjáv­ar­veiðiskip­inu til Vopna­fjarðar seint í kvöld eða nótt með heil 1.000 tonn af mak­ríl. Afl­inn fékkst í fjór­um hol­um og á aðeins 34 klukku­stund­um, að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

Seg­ir þar að á Vopnafirði sé fyr­ir Vík­ing­ur AK og Ven­us nær því ekki að landa fyrr en síðdeg­is á morg­un.

                 2881 Venus NS150 mynd þorgeir Baldursson 2019

Fær­eysk, rúss­nesk og græn­lensk skip að veiðum.

Að sögn Bergs er mak­ríll­inn í Síld­ars­mugunni á sama tíma í ár og verið hef­ur en sá mun­ur er á út­hald­inu að veiðin var betri nú í ís­lensku lög­sög­unni og stóð leng­ur en menn hafa átt að venj­ast.

„Þetta er fínn fisk­ur. Mak­ríll­inn þarna úti er held­ur smærri en sá sem við veidd­um hér heima en meðal­vigt­in er þrátt fyr­ir það 450 til 460 grömm. Auk okk­ar Íslend­ing­anna eru aðallega fær­eysk, rúss­nesk og græn­lensk skip að veiðum en fjöld­inn er mis­jafn eft­ir því hvort skip­in eru í lönd­un eða á veiðisvæðinu.“

Heim­sigl­ing­in hef­ur verið ró­leg. 340 sjó­míl­ur voru til Vopna­fjarðar frá þeim stað þar sem híft var í síðasta sinn og vitað var af vænt­an­legri lönd­un­ar­bið á Vopnafirði.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2407
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599925
Samtals gestir: 25054
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:10:19
www.mbl.is