15.01.2020 17:26

Þetta er Altjón

Þetta er altjón“

Svona var umhorfs á höfninni á Flateyri í nótt. Fiskiskipið .

Svona var um­horfs á höfn­inni á Flat­eyri í nótt. Fiski­skipið Blossi er einn sex báta sem gjör­eyðilagðist þegar snjóflóð féll í höfn­ina. Ljós­mynd/?Stein­unn G. Ein­ars­dótt­ir

 

Erla María Markúsdóttir

 

Erla María Markús­dótt­ir

erla@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bóka­merki

Tengd­ar frétt­ir

Snjóflóð á Flat­eyri og Súg­andafirði

Tvö snjóflóð féllu á Flateyri seint í gærkvöldi.

Mæl­ing­ar hafn­ar á snjóflóðunum á Flat­eyri

» Fleiri tengd­ar frétt­ir

„Þetta er altjón, ég er al­veg viss um það,“ seg­ir Ein­ar Guðbjarts­son, eig­andi út­gerðar­inn­ar Hlunna sem ger­ir út fiski­skipið Blossa sem sökk í höfn­inni á Flat­eyri í gær­kvöldi þegar snjóflóð féll í höfn­ina í bæn­um. 

Frétt af mbl.is

„Þetta er skelfi­legt“

Hlunni er lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og ljóst er að tjónið er gríðarlegt en Blossi er eini bát­ur­inn sem Ein­ar rek­ur ásamt eig­in­konu sinni, syni og tengda­dótt­ur. Bát­ur­inn er 12 tonna plast­bát­ur og var smíðaður árið 2014 og er gerður út á árs­grund­velli á hand­færi og línu. „Við erum sjö starfs­menn með mér, ef ég geri eitt­hvað,“ seg­ir Ein­ar og hlær. 

Líkt og Stein­unn Guðný, dótt­ir Ein­ars, sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í nótt fór bruna­kerfið í bátn­um í gang skömmu eft­ir að fyrra flóðið féll um klukk­an ell­efu. 

Frétt af mbl.is

„Maður er eig­in­lega í sjokki núna“

„Ég fékk SMS og hringdi í tengda­son­inn sem fór niður eft­ir, hann hafði heyrt ein­hvern hávaða, svo fór ég á eft­ir. Það var allt í rúst, það var allt farið,“ seg­ir Ein­ar. 

Blossi er 12 tonna plastbátur, var smíðaður árið 2014 og .

Blossi er 12 tonna plast­bát­ur, var smíðaður árið 2014 og er gerður út á árs­grund­velli á hand­færi og línu. Ljós­mynd/?Kristján Fr. Ein­ars­son

     2836 Blossi   is 225 mynd þorgeir Baldursson 2014

Ekki hægt að kanna aðstæður vegna veðurs

Ein­ar seg­ir að at­b­urðarrás­in hafi verið mjög hröð í gær­kvöldi og hann hafi ekki áttað sig á því í fyrstu að snjóflóð hefði valdið tjón­inu í höfn­inni. „Ég heyrði hávaðann og drun­urn­ar en fattaði síðar að snjóflóðið hefði hafnað í höfn­inni, en varn­argarðarn­ir stefna beint á höfn­ina.“ 

Ekki hef­ur gef­ist færi á að kanna aðstæður al­menni­lega í höfn­inni það sem af er degi, veður er enn slæmt og er app­el­sínu­gul viðvör­un í gildi á Vest­fjörðum til klukk­an 19 í kvöld. Ein­ar hef­ur þó gert sér ferð niður að höfn. „Hann er al­veg á kafi og stefnið upp úr, ég veit ekki hvernig hann lít­ur út að neðan. Sjór er í vél­ar­rým­inu og öllu af­magns­kerf­inu og tækj­un­um. Þetta er mikið áfall.“

Ein­ar hef­ur skilj­an­lega lítið sofið eft­ir at­b­urði næt­ur­inn­ar. „Ég fékk sjokk í morg­un. Ég sofnaði um hálf fimm og vaknaði við SMS klukk­an 8,“ seg­ir hann, en hann er stadd­ur í fjölda­hjálp­ar­stöð Rauða kross­ins í grunn­skól­an­um á Flat­eyri sem ný­lega var opnuð. 

Ein­ar og fjöl­skylda verða því að bíða enn um sinn til að kom­ast að bátn­um í höfn­inni og meta tjónið. „Það er leiðinda­veður og það verður ekk­ert gert í dag held ég.“

Heimild Mbl.is 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 462
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 7696
Gestir í gær: 1224
Samtals flettingar: 592897
Samtals gestir: 24608
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 06:12:48
www.mbl.is