15.04.2020 13:29

Fiskideginum á Dalvik frestað um 1 ár

             Fiskidagurinn á Dalvik 2007 mynd þorgeir Baldursson 

 

Stjórn Fiski­dags­ins mikla hef­ur ákveðið að tutt­ugu ára af­mæl­is­hátíð verði frestað um eitt ár og er fólk boðið vel­komið á 20 ára af­mælið 6. til 8. ág­úst 2021.

Ekk­ert verður af Fiski­deg­in­um þetta árið.

Eins og fram kom í gær tel­ur Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir óvar­legt að halda fjölda­sam­kom­ur í sum­ar þar sem sam­an koma fleiri en 2.000 manns. 

Tilmælin hafa áhrif á mikilvæga viðburði

Frétt af mbl.is

Til­mæl­in hafa áhrif á mik­il­væga viðburði

„Sam­an för­um við í gegn­um þetta verk­efni sem okk­ur hef­ur verið rétt upp í hend­urn­ar, ver­um áfram ein­beitt og hlýðum þríeyk­inu sem vinn­ur ásamt sínu fólki afar gott starf. Við skul­um muna að tapa aldrei gleðinni. Við kom­um sterk inn að ári og þá knús­umst við og njót­um sam­vista við fólkið okk­ar og gesti. Veriði vel­kom­in á 20 ára af­mæli Fiski­dag­ins mikla 6.-8. ág­úst 2021,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Fiski­dags­ins mikla.

Styrkt­araðilar munu á næstu dög­um fá bréf þar sem þeim verður þakkað fyr­ir frá­bært sam­starf og þess óskað að þeir haldi stuðningi áfram á næsta ári.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1637
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 1762
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 595834
Samtals gestir: 24878
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 14:20:48
www.mbl.is