23.04.2020 21:16

Goðafoss Kveður eftir 20 ára Þjónustu

  Goðafoss á siglingu við Reykjanes 19 Feb 2020 mynd þorgeir Baldursson 

Syst­ur­skip­in Goðafoss og Lax­foss, sem áður hét Detti­foss, hafa verið tek­in úr rekstri hjá Eim­skipa­fé­lagi Íslands.

Þetta eru tíma­mót í sigl­inga­sög­unni því þessi stærstu skip ís­lenska kaup­skipa­flot­ans hafa verið í Íslands­sigl­ing­um í 20 ár og flutt varn­ing heim­an og heim.

Ekki eru til­tæk­ar upp­lýs­ing­ar um tonna­fjölda þess varn­ings sem skip­in hafa flutt á þess­um árum.

Hins veg­ar hafa starfs­menn Eim­skips slegið á það að hvort skip hafi siglt 1,5 millj­ón­ir sjó­mílna á síðustu 20 árum.

Það sam­svar­ar nærri 70 ferðum um­hverf­is jörðina!

Skip­in tvö sem nú hverfa úr flot­an­um voru smíðuð árið 1995 hjá Örskov Sta­al­skipsværft í Frederiks­havn í Dan­mörku.

Þetta voru stærstu og jafn­framt síðustu gáma­skip­in sem skipa­smíðastöðin byggði.

Þau eru 166 metr­ar að lengd og breidd­in er 27 metr­ar. Gang­hraði er 21 sjó­míla.

Skip­in voru í sigl­ing­um fyr­ir dönsk fé­lög fyrstu árin en Eim­skip keypti þau árið 2000.

Fyrra skipið fekk nafnið Goðafoss en það seinna Detti­foss. Þau hófu strax Íslands­sigl­ing­ar.

Hafa skip­in verið í áætl­un­ar­sigl­ing­um milli Íslands, Fær­eyja og meg­in­lands­ins og auk Reykja­vík­ur hafa þau haft viðkomu á Grund­ar­tanga og Eskif­irði/?Reyðarf­irði.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 857
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1385
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 605061
Samtals gestir: 25489
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:12:43
www.mbl.is