25.06.2020 21:37

Blængur Nk mokfiskar i Rússasjó

 

           1345 Blængur NK 125 MYND Guðlaugur björn Birgisson 
 

Við erum nú bún­ir að fá 620 tonn upp úr sjó á 12 dög­um og af­köst­in í vinnsl­unni hjá okk­ur hafa verið um og yfir 70 tonn á sól­ar­hring sem er mjög gott,“ er haft eft­ir Theo­dóri Har­alds­syni, skip­stjóra á Blængi á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

 


„Afl­inn hef­ur verið það mik­ill að við höf­um miklu meira verið á reki en á veiðum. Von­andi held­ur þetta áfram svona. Við gerðum ráð fyr­ir að túr­inn tæki 40 daga en ef veiðin verður svipuð áfram verður hann mun styttri,“ seg­ir Theo­dór.Frysti­tog­ar­inn er nú stadd­ur á miðunum í Bar­ents­hafi, en hann lagði af stað þangað 8. júní.

Þá hafa veiðar gengið vel frá upp­hafi og hóf­ust þær á Skolpen­banka, að sögn skip­stjór­ans. „Veidd­um vel fyrstu tvo dag­ana en síðan dró held­ur úr. Þá leituðum við aust­ur eft­ir og höf­um verið á Kild­in­banka í góðri veiði síðan, en Kild­in­banki er norðaust­ur af Múrm­ansk. Hér hafa um 20 skip verið að veiðum í rjóma­blíðu og það er ekki yfir nokkr­um sköpuðum hlut að kvarta.“

???????

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 1762
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 595173
Samtals gestir: 24824
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 10:18:12
www.mbl.is