11.09.2020 10:23

Umhverfisvænir íslenskir sjómenn

Alllengi hafa íslenskir togarar fært allt að landi sem komið hefur í veiðarfærin. Um ýmiskonar rusl er að ræða, allt frá veiðarfæraleifum til hluta úr sokknum skipum. Þegar í land er komið er öllu síðan fargað eftir þeim reglum sem

gilda. Það er löngu liðin tíð að öllu sé dembt í hafið í anda gamla máltækisins „lengi tekur sjórinn við“.Eirikur Sigurðsson Skipstjóri á Reval Viking hefur stundað rækjuveiðar i Smugunni i hátt i 20 ár 

Tjáði heimasiðunni að mikið magn af krabbagildrum hafi verið i smugunni  og hafa skipin verið að hreinsa þetta upp i mörg ár  en ásamt gildrunum kemur upp mikið magn af tógi 

og var þetta þannig að Norskir og skip frá fyrrum Sovétrikjunum  bátar drituðu þessu niður og siðan fóru útgerðirnar i þrot og enginn hirti um að sækja þær og þær halda áfram að fiska 

að sögn Eiriks hefur hrinsunnarstarfið gengið vel  en alls hafa þeir verið að koma með allt að 5oo gildrum i túr svo að þið getið rétt ýmyndað ykkur umfang þessara veiða 

 

          EK-1202 Revar Viking ásiglingu ná Eyjafirði i febrúar 2020 mynd þorgeir Baldursson 
 

                               Krabbagildrur á Dekki Reval Viking Mynd Eirikur Sigurðsson 2020

                                 Krabbagildrur á Dekki Reval Viking mynd Eirikur Sigurðsson 2020

                Bátapallurinn Þéttsetinn af Krabbagildrum úr Barentshafi mynd Eirikur Sigurðsson 2020

        Bátapallurinn krabbagildrurog rækjutogarinn Taurus i bakgrunni mynd Erikur Sigurðsson 2020
 

Tekið skal fram að Ísland á aðild að svonefndum MARPOL-samningi sem er alþjóðasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, þar með talinni sorpmengun, olíumengun og loftmengun. Samningurinn er upphaflega frá árinu 1973 en á seinni tímum hafa ýmsir viðaukar og séríslensk ákvæði tekið gildi. Um þessar mundir er hafin flokkun á öllu sorpi og úrgangsefnum um borð í íslenskum skipum og fer förgun síðan fram í landi.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1428
Gestir í dag: 338
Flettingar í gær: 3594
Gestir í gær: 572
Samtals flettingar: 10212667
Samtals gestir: 1421625
Tölur uppfærðar: 19.9.2020 11:38:29
www.mbl.is