19.11.2020 22:25

Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi

                      Tf EIR Lendir á Dalvik með Georg Kr Lárusson Forstjóra Landhelgisgæslunnar  og Ásgrim Ásgrimsson yfirmann Gæslufræmkvæmda þann 18 desember 2019 mynd þorgeir Baldursson 

Vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni blasir við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir ljóst

Ef fram fer sem horfir mun þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir þar að úrræði Landhelgisgæslunnar senn vera á þrotum og neyðarástand muni skapast að óbreyttu. 

Vinna við viðhaldsskipulagningu hefur jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hefur þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna er enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hefur verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands.

Hafa ber í  huga að þó undanþága fengist, þá væri það aðeins til að auðvelda að halda úti algjörri lágmarks neyðarþjónustu. Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG.

Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja lágmarks neyðarþjónustu og halda TF-GRO í flughæfu ástandi. Verkefnum og æfingum hefur verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst er að slíkt ástand getur ekki varað lengi. Áhafnir fylgja stífri æfingaráætlun í hverri viku sem nú hefur verið dregið verulega úr, þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir björgunargetu deildarinnar.

Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Auk stöðvunar þyrluflotans, mun annarra áhrifa verkfallsins gæta næstu vikur og mánuði. Mjög takmörkuð viðhaldsvinna hefur farið fram í tvær vikur á þyrlunum TF-EIR og TF-LIF vegna verkfallsins auk þess sem ástandið kemur til með að seinka innleiðingu á leiguþyrlunni TF-GNA sem væntanleg er í janúar. Þá er TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar,  óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar segir úrræði Landhelgisgæslunnar senn vera á þrotum.

„Á stjórnendum Landhelgisgæslunnar hvílir rík skylda til að halda órofnum rekstri öryggis- og björgunartækja stofnunarinnar. Undanfarna daga höfum leitað allra leiða til að tryggja björgunargetu Landhelgisgæslu Íslands svo hægt sé að sinna neyðarútköllum. Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. Hafa verður í huga að Landhelgisgæslan er ekki aðili að umræddri deilu heldur er hún á milli Flugvirkjafélags Íslands og samninganefndar ríkisins fyrir hönd fjármála- og efnahagsráðherra. Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks. “

                                                                                       Georg Kr Lárusson og Tf EIR á bryggjunni á Dalvik þann 18 des 2019 mynd Þorgeir Baldursson 

                                                                                                            Tf Gró lendir á þyrlupalli Við FSA á Akureyri 17 april 2020 Mynd þorgeir Baldursson 

                                                                                 TF  Lif i eftirliti með Háspennulinum i desember 2019 myndirn er tekin i Kelduhverfi mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1070
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 7696
Gestir í gær: 1224
Samtals flettingar: 593505
Samtals gestir: 24687
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 13:58:32
www.mbl.is