03.06.2022 16:59

Bandarisk Kafbátarleitarflugvél á Akureyri

 

                  skemmitferðaskipið Norweigan Star og Bandariska flugvélin mynd þorgeir Baldursson 

                          p 8 er kafbátaleitarflugvél Boeing 737-800 erx mynd. þorgeir Baldursson 

                                 p8  Hækkarflugið  til suðurs mynd þorgeir Baldursson 3 júni 2022

P-8  kafbátaleitarflug­vél banda­ríska sjó­hers­ins var við aðflug­sæfing­ar að Ak­ur­eyr­arflug­velli skömmu fyr­ir há­degi í dag.

Um var að ræða hefðbundna æf­ingu en þær eru gerðar með reglu­legu milli­bili, að sögn Ágeirs Er­lends­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

03.06.2022 16:47

Norweigan Star á Akureyri

                          Norweigan Star við bryggju á Akureyri i dag mynd þorgeir Baldursson 3 júni 2022

31.05.2022 21:00

Minna á þörf á reglum eftir slys á Ömmu Siggu


                                 Amma Sigga i hvalaskoðun á Skjálfandaflóa mynd þorgeir Baldursson 

                                    Amma Sigga á siglingu til hafnar mynd þorgeir Baldursson 

                                                   Kjói  i eigu Húsavik adventura mynd þorgeir Baldursson 

Enn hafa ekki verið út­færðar kröf­ur um að út­gerðir RIB-báta séu látn­ar fram­kvæma áhættu­möt á mis­mun­andi aðstæðum sem fæli í sér að við til­tekn­ar aðstæður væri siglt hæg­ar, þrátt fyr­ir að ráðuneyti sam­göngu­mála hafi gefið fyr­ir­heit þess efn­is fyr­ir fjór­um árum. Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa vek­ur at­hygli á þessu í ný­legri at­vika­skýrslu sinni.

Í skýrsl­unni er fjallað um at­vik sem átti sér stað 6. sempt­em­ber á síðasta ári um borð í bátn­um Amma Sigga sem hvalskoðun­ar­fyr­ir­tækið Gentle Gi­ants ger­ir út. Bát­ur­inn var á sigl­ingu norðan við Lundey á Skjálf­anda­flóa. Öldu­hæðin þenn­an dag var á Gríms­eyj­ar­sundi 2 metr­ar og var sunn­an­vind­ur 4-5,5 metra á sek­úndu.

Á meðan sigl­ing­unni stóð sigldi Amma Sigga fram af öldu og við það fékk farþegi, sem sat í fremstu sætaröð, högg und­ir sig og slasaðist á baki. Ferðin var kláruð með lág­marks hreyf­ingu á bátn­um en við lækn­is­skoðun kom í ljós að farþeg­inn var með sam­falls­brot í hrygg.

Tíð slys á RIB-bát­um

Nefnd­in álykt­ar ekki í mál­inu en vís­ar á fyrri niður­stöður sín­ar í sam­bæri­leg­um slys­um og bend­ir á að í kjöl­far tveggja slysa hafi árið 2017 verið lagt til að gerðar verði úr­bæt­ur á reglu­verki. „Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bát­um, sem notaðir eru í at­vinnu­skyni, legg­ur nefnd­in til við Sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðuneyti að sett­ar verði regl­ur sem tryggi ör­yggi farþega. Í því sam­bandi verði m.a. at­hugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.“

Um­rætt ráðuneyti hafi hins veg­ar talið ekki fært að setja sér­stak­ar regl­ur varðandi sæti þar sem bát­arn­ir væru CE-merkt­ir. Hins­veg­ar var ákveðið að móta kröf­ur um áhættumat sem myndi skil­greina aðstæður sem kalla á minni hraða. „Þetta hef­ur ekki verið gert,“ seg­ir í skýrsl­unni að lok­um.

31.05.2022 08:06

Otter Bank BL 937879

                       Otter Bank BL 937879 við slippkantinn mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

30.05.2022 11:15

Skenmmtiferðaskip á Akureyri i morgun

i morgun komu 2 stór skemmtiferða skip til hafnar á Akureyri i morgun og hérna koma nokkrar myndir 

 

                    Skemmtiferða skip á Akureyri i morgun 30 mai 2022 mynd þorgeir Baldursson 

                                    Skemmtiferðaskip mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

                                              Norwegian star mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

                                                      Jevel of the Seas mynd þorgeir Baldursson 30 mai 2022

29.05.2022 10:02

Toppmenn í Bótinni

      Hriseyingar  Sævar Sigmarsson og Tryggvi Ingimarsson í sandgerðisbót mynd þorgeir 

28.05.2022 23:16

Björg EA 7

                            2894 Björg EA 7 mynd þorgeir Baldursson 2022

28.05.2022 09:29

Gullver Ns12

              1661 Gullver Ns12  á veiðum í Berufjarðarál mynd Steinþór Hálfdánarsson 2022

27.05.2022 18:46

Hásteinn Ár 8 á landleið

                                                   1751 Hásteinn ÁR 8 Mynd Þorgeir Baldursson  2022

26.05.2022 20:21

Metdagur á Strandveiðum

                  Hermann Daðasson Skipstjóri á Hafþór EA19 með vænan þorsk mynd þorgeir Baldursson 

Mest­ur afli í maí­mánuði frá upp­hafi strand­veiða barst á land á mánu­dag þegar 320 tonn­um var landað á höfn­um hring­inn í kring­um landið. Gott veður var til sjó­sókn­ar víðast hvar og marg­ir voru fljót­ir að ná dags­skammt­in­um, sem er 774 kíló af óslægðum þorski eða 650 þorskí­gildi.

Alls lönduðu 464 strand­veiðibát­ar afla í fyrra­dag og reru flest­ir þeirra, eða 276, á svæði A, sem nær frá Arn­arstapa að Súðavík, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­sam­bandi smá­báta­eig­enda.

Á mánu­dag var meðal­verð á óslægðum, hand­færa­veidd­um þorski á fisk­mörkuðum 399 krón­ur fyr­ir kíló og ufs­inn seld­ist á 220 krón­ur. Miðað við að all­ur afli hafi verið seld­ur í gegn­um fisk­markaði læt­ur nærri að afla­verðmætið hafi verið um 125 millj­ón­ir króna.

Eldra met fyr­ir maí var sett á mánu­dag í síðustu viku en þá var dagsafl­inn 308 tonn. Met á ein­um degi allt strand­veiðitíma­bilið stend­ur þó enn óhaggað en 28. júní í fyrra nam afl­inn 367 tonn­um.

26.05.2022 18:33

Hannes og orginal handfærarúllur

         6645 Sveinn EA 204 og Hannes Kristjánsson skipstjóri með handsnúnar handfærarúllur mynd þorgeir 

                                                      Hannes við Rúllurnar mynd þorgeir Baldursson 2022

                                                       6645 Sveinn EA 204 mynd þorgeir Baldursson 2022 

 

26.05.2022 14:49

Fisher Bank á siglingu á Eyjafirði

                                 Fisher Bank BL 937880 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2022

26.05.2022 12:13

Ljósafell Su 70 á Eskifirði

                          1277 Ljósafell Su70 tekur Vira á Eskifirði mynd Eðvarð þór Grétarsson 2022

24.05.2022 08:10

BLÓÐÞORRI GREINIST Í FISKELDI VIÐ VATTARNES

Hið meinvirka afbrigði ISA-veirunnar, sem veldur blóðþorra, greindist í sýni sem tekið var í laxeldisstöð við Vattarnes í Reyðarfirði í síðustu viku. Aðgerðaráætlun hefur verið virkjuð og mun öllum laxi í stöðinni verða slátrað. Veiran er skaðlaus mönnum og sjúkdómurinn hefur hvergi í heiminum greinst í villtum laxi. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar.

                          Sjókvi við Gripaldi við Vattarnes i Reyðarfirði SEPTEMBER 2021 Mynd Þorgeir Baldursson 

Allt frá því að ISA-veiran greindist fyrst í laxi í sjókví við Gripalda í Reyðarfirði í lok nóvember 2021, sjá frétt Matvælastofnunar frá 26. nóvember sl., hafa umfangsmiklar sýnatökur og ströng vöktun átt sér stað á öðrum eldissvæðum á Austfjörðum, með áherslu á Sigmundarhús og Vattarnes í Reyðarfirði. Eins og fram kom í frétt Matvælastofnunar 29. apríl sl., var greining á meinvirku afbrigði ISA-veirunnar staðfest á ný í einni kví við Sigmundarhús í apríl sl. Öllum laxi á þeim stað var umsvifalaust fargað. Undir lok síðustu viku voru svo tekin sýni úr grunsamlegum laxi við Vattarnes í Reyðarfirði, en það er jafnframt eina staðsetningin í firðinum sem Laxar fiskeldi ala lax í dag. Niðurstöður fengust í gær 22. maí, sem staðfesta að um hið meinvirka afbrigði veirunnar er að ræða. Við Vattarnes eru í eldi um 1.160.000 laxar í níu sjókvíum og er megnið af fiskinum á bilinu 2-3 kg.

Til að gæta fyllstu varúðar hafa Laxar fiskeldi, í samvinnu við Matvælastofnun, nú þegar virkjað aðgerðaráætlun með tilliti til slátrunar og tæmingu allra kvía. Þar með mun allur Reyðarfjörður tæmast af eldislaxi og fara í eldishvíld. Með þessari aðgerð skal gert hið ýtrasta til að uppræta og hreinsa fjörðinn af ofangreindu veirusmiti.

ISA-veiran tilheyrir fjölskyldunni Orthomyxoviridae og býr yfir flestöllum eiginleikum inflúensaveira, sem við þekkjum hjá bæði fuglum og spendýrum. Þekkt eru tvö afbrigði ISA-veirunnar. Annað er góðkynja afbrigði sem aldrei veldur sjúkdómi eða tjóni (HPR0) og hitt er meinvirkt og veldur misalvarlegri sýkingu og afföllum (HPR-deleted).

Veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum. Þess ber einnig að geta að klínískur sjúkdómur hefur hvergi á heimsvísu verið staðfestur í villtum laxi í sínu náttúrulega umhverfi, jafnvel þótt hin meinvirka gerð veirunnar hafi verið einangruð úr slíkum fiski.

Heimild audlindin .is

24.05.2022 01:13

Ronja Christopher Seiðaflutningaskip

RONJA CHRISTOPHER (IMO: 9878955) is a Fish Carrier that was built in 2020 (2 years ago) and is sailing under the flag of Norway.

It’s carrying capacity is 3200 t DWT and her current draught is reported to be 6 meters. Her length overall (LOA) is 70 meters and her width is 18 meters.

Vessel Information

General

IMO: 9878955

Name: RONJA CHRISTOPHER

Vessel Type - Generic: Cargo

Vessel Type - Detailed: Fish Carrier

Status: Active

MMSI: 257125430

Call Sign: LFVA

Flag: Norway [NO]

Gross Tonnage: 2512

Summer DWT: 3200 t

Length Overall x Breadth Extreme: 70 x 18 m

Year Built: 2020

                                         Ronja Christopher Seiðaflutningaskip á Akureyri 23 mai 2022

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 724
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557456
Samtals gestir: 20952
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:39:32
www.mbl.is