08.04.2020 11:04

lif og fjör i eyjum

Það var mikið fór á Kajanum i Eyjum i gær þegar Fréttaritari siðunnar Óskar Pétur Friðriksson var þar á ferðinni 

Þórunn Sveinsdóttir VE að landa fullfermi af þorski af Selvogsbanka og ekki annað að sjá en að hjól atvinnulifsins 

snúist með miklum ágætum þótt að margir Eyjamenn séu i sóttkvi vegna Covid 19 

    Landað úr Þórunni Sveinsdóttur i eyjum mynd Óskar Pétur 2020

             Landað úr Þórunni Sveinsdóttur Ve 401 mynd óskar pétur 2020

uppfært 18 april komið i lag 

 Frekar Dapurt
Þar sem að ekki er hægt að setja inn myndir á þessa siðu Vegna þess að Stofnandi hennar Stigur Þórhallson 

virðist ekki uppfæra  þann hugbúnað sem að þarf i verkefnið liggur siðan niðri um óákveðinn tima þangað til 

 að frettir berast fá Stig hvað hann ætili að gera varðandi 123.is 

 Kv þorgeir Baldursson 

 

07.04.2020 17:12

Janus Seldur til Mexico

Janus, áður Stóri-Börkur,

hverfur brátt á braut – 7.000 mílur til nýrrar heimahafnar

dagsetning: 07. apríl 2020
 
heimasiða SVN
 

Pólska uppsjávarskipið Janus hefur verið selt fiskeldisfyrirtæki í Mexíkó og verður ný heimahöfn skipsins Ensenada á Kyrrahafsströndinni. Siglingin til nýju heimahafnarinnar er um 7.000 sjómílur og má gera ráð fyrir hún taki rúmlega 26 daga. Þessi langa sigling verður rétt liðlega hálfnuð þegar komið verður í Panamaskurðinn.  

 

Fyrirtækið sem festir kaup á Janusi heitir Baja Aqua-farms og var stofnað árið 2000. Á vegum fyrirtækisins er veiddur túnfiskur sem er áframalinn í kvíum upp í sláturstærð. Janusi er ætlað að gegna hlutverki fóðurskips en í honum verður fóðurfiskur geymdur í kælilestum sem síðan verður dælt í kvíarnar. Einnig er fyrirhugað að Janus leggi stund á veiðar í einhverjum mæli á ákveðnum tímum ársins.

 

Pólska uppsjávarskipið Janus liggur nú við bryggju á Akureyri. Það á fyrir höndum sjö þúsund mílna siglingu til nýrrar heimahafnar. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Pólska uppsjávarskipið Janus liggur nú við bryggju á Akureyri. Það á fyrir höndum sjö þúsund mílna siglingu til nýrrar heimahafnar.

Ljósm. Þorgeir Baldursson

Janus var áður í eigu Síldarvinnslunnar og bar lengst af nafnið Börkur og síðan Birtingur. Skipið var selt pólsku fyrirtæki árið 2016 og fékk þá nafnið Janus. Janus var gerður út til kolmunnaveiða vorið 2017 en þá um sumarið var skipinu síðan lagt og lá það bundið við bryggju á Seyðisfirði í tæplega eitt ár, en sumarið 2018 var það flutt til Reyðarfjarðar. Á Reyðarfirði lá það þar til nýverið, en þá var því siglt til Akureyrar þar sem Slippurinn sinnti ýmsum verkefnum áður en nýir eigendur taka við því og það hverfur endanlega úr landi. Janus liggur nú við bryggju á Akureyri og ekki er ljóst hvenær hann siglir á brott en Covid-19 veldur þar óvissu.

 

Hér verður saga þessa merka aflaskips rakin í örstuttu máli en það hlýtur að teljast eitt af merkari skipum sem verið hafa í eigu Síldarvinnslunnar.

 

Síldarvinnslan festi kaup á stóru uppsjávarskipi árið 1973 og fékk það nafnið Börkur. Skipið var 1000 lestir að stærð og efuðust margir í upphafi um að það myndi henta til loðnu- og kolmunnaveiða en tilgangurinn með kaupunum var fyrst og fremst að leggja stund á slíkar veiðar. Stærð skipsins gerði það að verkum að Norðfirðingar hófu fljótlega að kalla skipið Stóra-Börk.

 

Börkur NK eins og hann leit út til ársins 1998. Ljósm. Þórður Þórðarson

Börkur NK eins og hann leit út til ársins 1998.
Ljósm. Þórður Þórðarson

Börkur var smíðaður í Noregi árið 1968 og hafði áður en Síldarvinnslan eignaðist hann verið í eigu norsks fyrirtækis. Skipið átti þá heimahöfn í Hamilton á Bermudaeyjum.

 

Vel gekk frá upphafi að veiða loðnu á Börk og hentaði skipið ágætlega til slíkra veiða. Sífellt urðu farmar skipsins stærri. Í fyrstu voru einungis 750 tonn sett í það en brátt færðu menn sig upp á skaftið og komu að landi með 900 tonna farm en það var þá stærsti farmur íslensks skips. Í næstu veiðiferð sló Börkur fyrra met og kom með 950 tonn. Að því kom síðan að farið var að setja 1.100 tonn í skipið og enn síðar 1.350 tonn.

 

Kolmunnaveiðar Barkar gengu ekki eins vel og loðnuveiðarnar en hann hélt í fyrsta sinn til veiða á kolmunna 8. maí 1973. Eftir tilraunina til kolmunnaveiða þetta fyrsta ár var hlé gert á þeim en á árunum 1976-1982 hélt Börkur ávallt til kolmunnaveiða að undanskildu árinu 1979. Öll árin var afli tregur auk þess sem verðlagningin á kolmunnanum var ekki til að hvetja til veiðanna.

 

Börkur NK eftir að honum var breytt og hann lengdur árið 1998. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Börkur NK eftir að honum var breytt og hann lengdur árið 1998. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Árum saman gekk erfiðlega að finna Berki nægjanleg verkefni og stóð reyndar til að selja skipið árið 1976 en ekki kom þó til þess. Ávallt var verkefna leitað og lagði Börkur til dæmis stund á síld- og makrílveiðar í Norðursjó fyrstu fjögur sumrin sem hann var í eigu Síldarvinnslunnar. Síðla sumars 1975 var Börkur sendur til loðnuveiða í Barentshafi en fyrr um árið hafði hann veitt hrossamakríl undan ströndum norðvestur Afríku. Þá má geta þess að um árabil var skipið nýtt til að sigla með ísvarinn fisk frá Neskaupstað til Grimsby yfir sumarmánuðina og til baka flutti hann ódýra olíu sem togarar Síldarvinnslunnar nýttu. Með tímanum jukust verkefni Barkar og að því kom að unnt var að halda honum til fiskjar á heimamiðum stærstan hluta ársins.

 

Fyrstu 25 árin sem skipið var í eigu Síldarvinnslunnar voru ekki miklar breytingar gerðar á því ef undan eru skilin vélaskipti árið 1979 en þá var sett í það öflugri vél. Í janúarmánuði 1998 kom Börkur hins vegar til heimahafnar frá Póllandi þar sem gagngerar breytingar höfðu verið framkvæmdar á skipinu. Það var lengt um tæplega 15 metra, settur á það bakki, perustefni, ný brú og allar vistarverur skipverja endurnýjaðar. Eins var allur spilbúnaður skipsins endurnýjaður, skipið sérstaklega útbúið til flotvörpuveiða og kælikerfi sett í lestar. Burðargetan að afloknum breytinginum var 1.800 tonn. Staðreyndin er sú að eftir breytingarnar var ekki ýkja mikið eftir af hinu upphaflega skipi. Árið 1999 hélt Börkur síðan í vélarskipti til Englands og þá var sett í hann 7.400 hestafla Caterpillar vél.

 

Á árunum 2012 til 2016 bar skipið nafnið Birtingur. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Á árunum 2012 til 2016 bar skipið nafnið Birtingur.
Ljósm. Þorgeir Baldursson

Árið 2012 festi Síldarvinnslan kaup á nýjum Berki og þá fékk gamli Börkur nafnið Birtingur. Bar hann það nafn þar til hann var seldur pólska fyrirtækinu eins og fyrr greinir árið 2016. 

 

Afli Barkar (síðar Birtings) á þeim 43 árum sem Síldarvinnslan gerði hann út nam 1.546.235 tonnum og eru líkur á að ekkert íslenskt fiskiskip hafi fært jafn mikinn afla að landi.

 

Fyrsti skipstjórinn á Berki var Sigurjón Valdimarsson og stýrði hann skipinu allt til ársins 1981. Á árunum 1974-1976 var Hjörvar Valdimarsson einnig skipstjóri á móti Sigurjóni og á árunum 1976-1989 var Magni Kristjánsson skipstjóri, ásamt Sigurjóni framan af. Síðar áttu Jón Einar Jónsson, Helgi Valdimarsson, Sturla þórðarson, Sigurbergur Hauksson og fleiri eftir að setjast í skipstjórastólinn á Berki. Eftir að skipið fékk nafnið Janus var Atli Rúnar Eysteinsson skipstjóri á því um tíma.

05.04.2020 13:45

Skitaveður i Þorlákshöfn i dag

Leiðindaveður i Þorlákshöfn i dag og allt ófært sagði Sigurður  Daviðsson skipverji á Steinunni SF sem að kom þangað i  gær 

með fullfermi af Selvogsbanka alls um 90 tonn og munu þér vera að fara i Páska fri en alls óvist hvenar þeir komast heim 

nokkar myndir úr Þorlákshöfn i dag myndir sigurður Daviðsson 

        Mynd sigurður Daviðsson 5 april 2020

   Steinunn SF mynd Sigurður Daviðsson 5 april 2020

              Mynd Sigurður Daviðsson 5 april 2020

 

 

04.04.2020 21:46

Guðmundur i Nesi RE13 aftur i Islenska flotann

           2626 Guðmundur i Nesi RE 13 mynd þorgeir Baldursson 

            2626 Guðmundur i Nesi RE 13 á Eyjafirði  mynd þorgeir Baldursson

 

Guðmundur í Nesi kominn á miðin í fyrsta túr eftir að Kleifaberginu var lagt.

„Skipið er fyrir það fyrsta mun stærra en Kleifabergið og aðbúnaður fyrir áhöfnina allur annar og betri,” segir Stefán Sigurðsson, skipstjóri á Guðmundi í Nesi, „nýju“ skipi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Það hét fyrir kaupin Iliveq og þar áður bar skipið sama nafn og nú.

Kleifaberginu hefur nú verið lagt eftir langan og glæsilegan feril sem eitt af þeim skipum sem skilað hefur hvað mestum aflaverðmætum í gegnum árin.

Guðmund­ur í Nesi var smíðaður í Nor­egi árið 2000. Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur [þá hét fyrirtækið Brim hf. Nafnabreyting gekk í gegn 2018 þegar HB Grandi var nefnt Brim] keypti skipið 2004 og gerði út til 2018.

Guðmundur í Nesi var seldur til Arctic Prime Fis­heries í Græn­landi í lok árs 2018 og hef­ur síðan borið nafnið Ili­vi­leq. Arctic Prime Fisheries er að hluta til í eigu Brims hf. Stærstur hluti áhafnarinnar á Kleif­a­bergi RE 70 flyst yfir á Guðmund í Nesi. Alls eru þetta 52 sjómenn í tveimur áhöfnum. Skipstjóri á móti Stefáni er Ævar Jóhannsson sem áður var skipstjóri á Örfirisey.

Mikill munur

Guðmundur í Nesi var búinn að vera í klössun hjá Slippnum á Akureyri þar sem viðgerð fór líka fram á spilum. Skipið var komið út í norðanverðan Húnaflóann þegar rætt var við Stefán. Þar hafði verið staldrað við að næturlagi og togvírar strekktir í stífri norðanátt. Til stóð að fara á veiðar út af Vestfjöðrum og á Hampiðjutorgið. Hann sagði að það væri hugur í mönnum. Guðmundur í Nesi sé gott skip.

„Því er ekki að neita að það er mikill munur á þessu skipi og Kleifarberginu. Þetta er auðvitað stærra og öflugara skip. Það er breiðara og hærra og allt annar aðbúnaður. Það er ekki hægt að líkja því saman. Þetta er auðvitað ekki nýtt skip og er að verða hátt í 20 ára. Kleifabergið hefur samt skilað sínu og gott betur. Það var mikið aflaskip alla tíð,” segir Stefán.

Allt sem menn taka sér fyrir hendur þessa dagana er í skugga heimsfaraldursins.

Aðspurður sagði Stefán að menn hefðu gætt sín sérstaklega með tilliti til sóttvarna og allt sem því viðkemur hafi verið rýnt sérstaklega. Nándin um borð í skipum sé mikil. Þess vegna þurfi að taka þessi mál sérstaklega þéttum tökum.

Í heimahöfn á ný

24 eru í áhöfn Guðmundar í Nesi en í þessum túr eru tveir aukamenn, annar í brú og hinn í vélarrými, menn höfðu verið á skipinu þegar það hét Iliveq. Að stærstum hluta er sama áhöfn á Guðmundi í Nesi og var á Kleifaberginu. Stefnt sé að veiðum á karfa og grálúðu og verður aflinn heilfrystur um borð. Ekki eru önnur skip að stunda þessar veiðar.

„Það má kannski segja að Guðmundur í Nesi sé aftur kominn í heimahöfn eftir flakk. Það er auðvitað viss söknuður að Kleifabergið og það gekk vel á fiska á því skipi. Það var með einfaldri vinnslu og það var í raun ótrúlegt hve vel hún gekk miðað við hve plássið var lítið. Nú er stefnan bara sú að fiska vel þótt undir öðrum formerkjum sé því við verðum ekki í flakavinnslu. En markmiðin er að fiska sem mest.“

Stefán segir að því sé ekki að neita að hægst hafi á fisksölu, sérstaklega á ferskum fiski. „En fólk þarf áfram að borða og fiskur er hollur.“

Fiskifrettir.is

Guðjón Guðmundsson

gugu@fiskifrettir.is

03.04.2020 23:08

Sóley Sigurjóns GK 200

     2262 Sóley Sigurjóns Gk 200 mynd þorgeir Baldursson 2020

02.04.2020 21:23

Góður gangur i grásleppuveiði

           1765 Kristin  ÓF 49  kemur til ólafsfjarðar mynd Þorgeir Baldursson 

        2434 Arnþór Ea16 og 2711 Særún EA251  á Árskósandi mynd þorgeir 

                      2387 Dalborg EA 317 mynd þorgeir Baldursson  

                     2711 Særún EA 251 mynd þorgeir Baldursson 

                  Addi skippst á Arnþóri EA16  mynd þorgeir Baldursson 

        2434 Arnþór EA kemur til hafnar á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 

02.04.2020 17:28

Hafnarfjarðarhöfn i febrúar 2020

               Hafnarfjarðarhöfn  mynd þorgeir Baldursson feb 2020

           Frosti ÞH, Bylgja Ve, og Eldborg EK ,mynd þorgeir Baldursson feb 2020

       Rússneskir togarar og  2173 Tómas Þorvaldsson GK mynd þorgeir 2020

01.04.2020 13:35

Hákon EA 148 seldur úr landi

                                          2407 Hákon EA148 mynd þorgeir Baldursson 30 mars 2020

Sæmkvæmt siðustu frettum er kaupandinn  Murmansk Trawl Fleet, eitt umsvifamesta útgerðarfyrirtæki Rússlands, og fleiri fyrirtæki

og mun skipið verða afhennt innan skamms en kaupverð er ekki gefið upp frettin verður uppfærð um leið og eitthvað gerist 

2 april Aprilgabb Grædagsins 

Sæmkvæmt siðustu frettum strandaði salan á Covid 19 veirunni þar sem að kaupendur komust ekki til landsins og 

þar að leiðandi var hætt við sölu skipsins i bili 

31.03.2020 22:47

Hvað verður um Önnu EA 305

                   2870 Anna EA 305 mynd þorgeir Baldursson 

Nú velta eflaust margir vöngum yfir þvi hvað verður gert við linuskipið Önnu  EA 

En sem kunnugt er var skipinu lagt og allri áhöfninni sagt upp störfum 

31.03.2020 18:11

Dagur SK 17 Seldur til Eistlands

 

                    Dagó  ex Dagur SK 17 Mynd þorgeir Baldursson 31 mars 2020

Rækjubáturinn Dagó hefur verið seldur til Eistlands 

Dögun á Sauðárkróki hyggst ekki gera út skip til rækjuveiða á Íslandi á þessu ári og hefur sett Dag SK 17 á sölu.

Áhöfninni, fimm manns,  verður sagt upp en hluta hennar býðst mögulega að halda sínum plássum hjá nýjum eiganda gangi samningar um söluna eftir.

Dögun hyggst auka framleiðslu á iðnaðarrækju í verksmiðjunni á Sauðárkróki og stefnt er að vinnslu á 10.000 tonnum á þessu ári.

Dögun hefur starfað óslitið frá árinu 1983 og hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju.

Rækjuverksmiðjan tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum.

Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi.

Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri Dögunar, segir ástæður þess að ekki verði gert út á rækjuveiðar þær að veiðarnar standi ekki undir sér.

Þar er ekki um lágt verð að sakast heldur ónóga veiði og kostnaðarsamt úthald.

                    Dagó i krosssanesi i dag mynd þorgeir Baldursson 2020

Of hár kostnaður

„Rekstrarskilyrði fyrir rækjuútgerð hafa verið erfið í nokkuð mörg ár eða 10-15 ár.

Aðallega snýst það um litla veiði sem er undir því sem þarf til að útgerð borgi sig.   Kostnaðurinn sem hlutfall af tekjum er of hár þegar aflinn er ekki meiri en raun ber vitni,“ segir Óskar.

Borist hefur tilboð í Dag SK  frá Eistlandi þar sem það yrði gert út á rækju undir eistnesku flaggi.

Samningurinn er þó ekki frágenginn.  Dagur var keyptur 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997.

            Skipverjar á Dagó mynd þorgeir Baldursson 31 mars 2020

31.03.2020 12:12

Eimskip tekur tvö skip úr rekstri

                Goðafoss Mynd þorgeir Baldursson 19 feb 2020

 

Eim­skip fækk­ar um tvö skip í rekstri í byrj­un apríl og mun fyr­ir­tækið skila Goðafossi og Lax­fossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fast­an rekstr­ar­kostnað, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar­inn­ar. Þar seg­ir að um tíma­bundn­ar breyt­ing­ar sé að ræða vegna áhrifa út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og mun fé­lagið því reka átta skip í stað tíu.

Skip­in tvö voru í des­em­ber seld fyr­ir um 480 millj­ón­ir króna.

Eimskip selur gámaskipin Goðafoss og Laxfoss

Frétt af mbl.is

Eim­skip sel­ur gáma­skip­in Goðafoss og Lax­foss

Breyt­ing­arn­ar eru miða meðal ann­ars af því að mæta breytta áherslu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem hafa lagt aukna áherslu á fryst­ar afurðir í kjöl­far sam­drátt­ar í eft­ir­spurn eft­ir fersk­um afurðum. „Við sjá­um að fersk­ar sjáv­ar­af­urðir eru að fær­ast í fryst­ar og ger­um m.a. breyt­ing­ar á kerf­inu til að mæta því. Á sama tíma leggj­um við áherslu á hraða þjón­ustu fyr­ir ferskvöru til Íslands og Fær­eyja. Eim­skip hef­ur gripið til ým­issa aðgerða til að tryggja ör­yggi starfs­manna og á sama tíma tryggja áreiðan­leika og okk­ar víðtæku þjón­ustu til viðskipta­vina á þess­um for­dæma­lausu tím­um,“ seg­ir Vil­helm Már Þor­steins­son, for­stjóri Eim­skips.

Engin eftirspurn í Frakklandi

Frétt af mbl.is

Eng­in eft­ir­spurn í Frakklandi

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að „nýja sigl­inga­kerfið mun veita sam­bæri­lega þjón­ustu og áður frá lyk­il­höfn­um og verða með stysta mögu­lega flutn­ings­tíma frá meg­in­landi Evr­ópu, Skandína­víu og Bretlandi til Íslands og Fær­eyja“

Kveðst Eim­skip ætla meðal ann­ars að halda stysta flutn­ings­tíma frá meg­in­landi Evr­ópu, Skandína­víu og Bretlandi til Íslands og Fær­eyja og stutt­um flutn­ings­tíma frá Íslandi til Rotter­dam og Brem­er­haven. Auk þess verður þjón­usta við strönd­ina á Íslandi veitt bæði með sjó- og land­flutn­ing­um

Breyt­ing­arn­ar eru sagðar tíma­bundið sigl­inga­kerfi sem Eim­skip mun hafa í rekstri þar til sam­starfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum árs­fjórðungi 2020.

30.03.2020 22:44

Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi

                   2919 Sirrý is 36 Mynd þorgeir Baldursson 12 mars 2020

 

Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát.

Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag.

Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra.

„Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan.

Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými.

Möguleg harmónikkuáhrif

Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu.

„Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“

Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt.

Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar.

Verður erfitt að sleppa frá þessu

„Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. 

 Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar.

„En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“

Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

30.03.2020 20:58

Akranes á Seyðisfirði i dag stutt stopp

i dag 30 mars  kom Akranes nýjasta skip smyril Line til Seyðisfjarðar með vörur  skipið stoppaði  stutt 

og hélt siðan áfram til þorlákshafnar og verður þar á morgun  þar sem að skipið tekur vörur 

en Ómar Bogasson  tók meðfylgjandi myndir og sendi Siðunni og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

           Akranes  á Seyðisfirði  mynd  ómar Bogasson 30 mars 2020

                   Akranes kemur að bryggju mynd ómar Bogasson 30 mars 2020
    Akranes siglir út fjörðinn Gullver Ns 12 i forgrunni mynd ómar Bogasson 

30.03.2020 20:26

Harstad sækir búnað i Helguvik

                    Varðskipið Harstad  Mynd þorgeir Baldursson 2012 

I gærkveldi kom Norska varðskipið Harstad til Helguvikur og var erindið að sækja búnað

sem að notaður hafi verið vegna loftrýmisgæslu Norðmanna og komst ekki i flug 

né flutninga skip  skipið hélt siðan aftur áleiðiðs heim til Noregs um kl 13 i dag 

Hilmar Bragi ljósmyndari Vikurfrétta sendi mér myndir af skipinu i Helguvik 

og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

            Harstad i Helguvik i Gærkveldi  Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

                         Harstad  Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

                            Harstad Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

               Týr OG Harstad i Helguvik Mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

                       Harstad mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020

          Norski fáninn i skut Harstad mynd Hilmar Bragi 29 mars 2020
 
 

29.03.2020 12:08

Helga Maria og Eirikur Ragnarsson

                     1868   Helga Maria AK 16 mynd þorgeir Baldursson 

                  Eirikur Ragnarsson skipst Mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2257
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 3118
Gestir í gær: 236
Samtals flettingar: 10239172
Samtals gestir: 1424860
Tölur uppfærðar: 1.10.2020 04:51:42
www.mbl.is