23.01.2018 09:28

Fin loðnuveiði

                             2865 Börkur Nk 122 Mynd þorgeir Baldursson 

 

Það hef­ur verið fín­asta loðnu­veiði síðustu daga að því er fram kem­ur á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Beit­ir NK landaði tæp­lega 2.000 tonn­um í Nes­kaupstað í gær og í dag er Bjarni Ólafs­son AK að landa rúm­lega 1.000 tonn­um til vinnslu í fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Fram kem­ur, að Börk­ur NK sé á land­leið með rúm­lega 2.100 tonn.

„Það hef­ur verið fín­asta veiði og tölu­vert að sjá. Loðnan virðist vera á stóru svæði og skip­in eru víða að fá góðan afla. Það eru kannski 20 míl­ur á milli skipa og þau eru öll að gera það til­tölu­lega gott. Við feng­um þenn­an afla í 5 hol­um og erum yf­ir­leitt að draga í 4-5 tíma. Við feng­um til dæm­is 1.600 tonn á 16 tím­um og það er fjarri því að vera slæmt. Í síðasta hol­inu dróg­um við í 6 tíma og feng­um 660 tonn. Það er í reynd mokveiði. Nú bíða menn spennt­ir eft­ir niður­stöðu rann­sókna­skip­anna en tvö skip frá Hafró og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq hafa verið við mæl­ing­ar að und­an­förnu. Ég er bjart­sýnn á að bætt verði veru­lega við kvót­ann. Það er svo víða loðnu að finna og auk þess er þetta fín­asta loðna sem veiðist,“ er haft eft­ir Hjörv­ari Hjálm­ars­syni skip­stjóra. 

Ein­ung­is eitt norskt loðnu­skip, Endre Dyrøy, er komið á miðin en heyrst hef­ur að fleiri séu vænt­an­leg á næst­unni.?????

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 872
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570410
Samtals gestir: 21604
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:03:38
www.mbl.is