15.10.2018 12:45

Varðskipið Óðinn i slipp

Varðskipið Óðinn verður tekið í slipp í Reykja­vík­ur­höfn í dag. Óðinn, sem er einn stærsti og merki­leg­asti safn­grip­ur Íslands, er varðveitt­ur á Grand­an­um sem hluti af Sjó­minja­safn­inu í Reykja­vík, nán­ar til­tekið við Óðins­bryggju í Vest­ur­bugt, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

„Eins og gef­ur að skilja er varðveisla og viðhald skips af þess­ari stærðargráðu ekki ein­falt verk, en Óðinn býr svo vel að eiga fjölda holl­vina sem koma þar að mál­um. Þó svo að Óðinn hafi ekki siglt um úfin höf síðustu árin, þarf að sinna reglu­bundnu viðhaldi og núna er komið að nauðsyn­legri slipp­töku skips­ins.

Óðinn verður tek­inn í slipp í Reykja­vík­ur­höfn og verður það án efa áhrifa­rík og ánægju­leg sjón. Þar verður hann botn­hreinsaður, málaður og kannað með öxuldrátt, en ráðgert er að fram­kvæmd­in taki um tvær vik­ur. Að því loknu verður Óðni lagt aft­ur við bryggju hjá Sjó­minja­safn­inu og verður öll­um al­menn­ingi aðgengi­leg­ur og til sýn­is, eins og verið hef­ur síðustu 10 ár,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Varðskipið Óðinn sem var smíðað í Ála­borg í Dan­mörku árið 1959 kom til lands­ins 27. janú­ar 1960. Árið 2008 af­salaði rík­is­sjóður Óðni til Holl­vina­sam­taka Óðins og í kjöl­farið tók Sjó­minja­safnið form­lega við varðveislu skips­ins í sam­vinnu við Holl­vina­sam­tök­in.

     Varðskipið óðinn nýskverað á Eyjafirði árið 2005 mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1545
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 1404
Gestir í gær: 208
Samtals flettingar: 9176707
Samtals gestir: 1313825
Tölur uppfærðar: 22.5.2019 06:13:03
www.mbl.is