18.10.2018 20:03

Þorbjörn kaupir Grænlenskan frystitogara

Undirritaður hefur verið kaupsamningur vegna kaupa Þorbjarnar hf. á frystitogaranum Sisimiut.

Frystitogarinn er í eigu Royal Greenland í Grænlandi.

Skipið var smíðað í Noregi árið 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1

og var selt til Grænlands árið 1996.

Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður. Skipið er vel útbúið til flakavinnslu.

Þorbjörn hf. fær skipið afhent næsta vor og verður gert út á sama hátt og frystitogarar fyrirtækisins síðastliðin ár.

Það er spenn­andi að fá þetta skip í flot­ann okk­ar,” seg­ir Ei­rík­ur Óli Dag­bjarts­son út­gerðar­stjóri hjá Þor­birn­in­um hf. í Grinda­vík.

Síðastliðinn mánu­dag var und­ir­ritaður kaup­samn­ing­ur um kaupa Þor­bjarn­ar hf. á frysti­tog­ar­an­um Sisimiut

sem er í eigu Royal Green­land í Græn­landi. Skipið var smíðað í Nor­egi 1992 fyr­ir Skag­strend­ing hf á Skaga­strönd og hét þá Arn­ar HU 1 og selt til Græn­lands 1996.

Ei­rík­ur Óli seg­ir skipið vera í sér­stak­lega góðu standi og  nán­ast eins og nýtt. Um­gengn­in hafi verið til strakr­ar fyr­ir­mynd­ar.

„Við frétt­um nú í sum­ar að þetta skip væri til sölu og það vakti strax áhuga okk­ar.

Það hent­ar  líka vel fyr­ir út­gerð Þor­bjarn­ar­ins og áhersl­ur okk­ar.

Sisimiut er til dæm­is með öfl­uga vinnslu­línu; þrjá haus­ara og jafn marg­ar flök­un­ar­vél­ar sem má stilla sam­kvæmt stærð hrá­efn­is hverju sinni. Það er greini­legt að þegar Skag­strend­ing­arn­ir létu hanna og smíða skipið á sín­um tíma hef­ur verið vandað til verka, og margt gott hef­ur bæst við síðan,“ seg­ir Ei­rík­ur Óli.

Sisimiut er 67 metra lang­ur og 14 metra breiður. Skipið verður af­hent Þor­birni hf. næsta vor eða snemm­sum­ars. Það verður gert út á sama hátt og frysti­tog­ar­ar fyr­ir­tæk­is­ins sem fyr­ir eru; það er Hrafn Svein­bjarn­ar­son GK 255 og Gnúp­ur GK 11. Einnig ger­ir fyr­ir­tækið út línu­bát­ana  Sturlu, Hrafn og Valdi­mar.

Ekki hef­ur verið ákveðið hvaða nafn Sisimiut fær komið í eigu Þor­bjarn­ar­ins  - eða hvort gerðar verði ein­hverj­ar frek­ari breyt­ing­ar á skipa­stól út­gerðar­inn­ar.

 

            2173 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 1996

 

Frétt Kristín Sigurjóndóttir
Mynd: af vef

          Sisimiut EX  Arnar Hu 1 mynd þorgeir Baldursson 2011 

        2173 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 1996

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1749
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 1404
Gestir í gær: 208
Samtals flettingar: 9176911
Samtals gestir: 1313838
Tölur uppfærðar: 22.5.2019 07:17:10
www.mbl.is