11.11.2018 20:32

Björgunnaræfing með Tf Sýn við Eyjar

Um kl. 18,30 hélt björgunarbáturinn Þór úr höfninni hér í Eyjum og sigldi vestur fyrir Heimaey.

Þar var beðið í smá stund eftir þyrlu LHG,Tf Sýn  þar sem æfa átti menn og tæki í myrkri.

Fjórum mönnum var slakað niður úr þyrlunni í björgunarbátinn Þór.

Tveir Björgunarfélags menn fóru því næst í uppblásinn gúmmíbát og hífði þyrlan þá upp úr bátnum.

Eftir að Þór hafði náð í gúmmíbátinn hoppuðu tveir félagar í Björgunarfélaginu í sjóinn.

Þór bakkaði frá mönnunum og þyrlan athafnaði sig fyrir ofan þá, sigmaður seig niður og voru þeir tveir hífðir upp í þyrluna í sitthvoru lagi.

Að loknum æfingunum var siglt til baka og tveir menn úr þyrlunni voru um borð hjá okkur.

Þeim var keyrt upp á flugvöll þar sem þyrlan beið þeirra eftir að Björgunarfélagsmönnunum var skilað þangað.

Æfingunni var lokið um kl. átta. Skipstjóri á Þór í þessari ferð Addi Ella Pé.

Allar myndir óskar Pétur Friðriksson 

                    Slakað úr Þyrlu LHG tf Sýn  um borð i Þór Mynd Óskar Pétur 

                    Þokkalegt veður á Æfingunni Mynd óskar Pétur Friðriksson 

                  Skipverjar i Björgunnarbát  mynd óskar Pétur Friðriksson 

     Björgunnarkarfa mynd óskar Pétur 

    Maður Hifður úr Björgunnarskipinu i Þyrluna Mynd Óskar Pétur 

     Báturin fundinn og verið að taka skipverja um borð mynd óskar Pétur 

    Björgunnarmenn að störfum  Mynd Óskar Pétur Friðriksson 2018

       Björgunnarhópurinn um borð i Þór Mynd óskar Pétur Friðriksson 2018

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1292
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 2178
Gestir í gær: 226
Samtals flettingar: 9309004
Samtals gestir: 1326395
Tölur uppfærðar: 19.7.2019 14:27:34
www.mbl.is