25.06.2021 07:41

Skipin skima eftir makríl

                Börkur og Beitir á siglingu við Nípuna þann 3 júni 2021 mynd þorgeir Baldursson 
 
 

Miklu kaldari sjór er innan íslensku lögsögunnar en var á sama tíma í fyrra, sem er talin ástæða þess að makríllinn hefur ekki fundist enn.

Beitir NK, Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA héldu síðastliðna nótt til makrílleitar.

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá og sló á þráðinn til Tómasar Kárasonar, skipstjóra á Beiti, í morgun og spurði tíðinda.

„Það er heldur lítið að frétta ennþá. Við byrjuðum að fara út fyrir kantinn við Litladýpi og erum nú að fylgja hitaskilum suður eftir. Hér er dálítið síldarlíf en annars ósköp lítið að sjá. Börkur byrjaði leit út við Berufjarðarálshorn og Vilhelm á Papagrunni en er nú að leita í Rósagarðinum. Hoffell er síðan að leita dálítið norðar. Ísleifur mun hafa kastað suður af landinu í gær með litlum árangri og Grandaskipin, Venus og Víkingur, eru að koma að vestan. Fleiri eiga síðan eftir að bætast í hópinn. Mér finnst líkur benda til að það verði að fara töluvert sunnar til að finna eitthvað því það vorar seint í hafinu og sjórinn er mun kaldari við landið en til dæmis í fyrra. Í fyrra byrjuðum við að veiða á eftir sumum öðrum skipum vegna þess að við vorum í slipp. Þá köstuðum við fyrst 9. júlí á Þórsbankanum og þá var þar töluvert að sjá, bæði síld og makríll. Það hefur sem sagt enginn rekist á neitt sem orð er á gerandi hingað til en færeysku makrílskipin virðast vera að veiðum norður af Færeyjum. Ég hef trú á því að hitastigið í sjónum geri það að verkum að makríllinn komi hingað tiltölulega seint en ég held að hann skili sér,“ segir Tómas.

Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að þar sé allt tilbúið til að taka á móti makríl.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 602398
Samtals gestir: 25352
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 08:53:43
www.mbl.is