Færslur: 2008 Júlí

12.07.2008 00:04

Þrír bláir gestir í Reykjavík


                                  2449. Steinunn SF 10 © mynd Emil Páll 2008

                           1964. Sæfari ÁR 170 © mynd Emil Páll 2008

                               2158. Tjaldur SH 270 © mynd Emil Páll  2008.

11.07.2008 00:19

Lundey NS 14

Stefnt var að því að Lundey NS 14, eitt af skipum HB Granda, héldi til síldveiða í dag (10.júlí) en skipið hefur legið í höfn í Reykjavík í nokkurn tíma vegna vélarupptektar og ýmissa viðhaldsverkefna, s.s. lagfæringa á toggálgum. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda.

          155. Lundey NS 14 í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008.

11.07.2008 00:12

Njörður KÓ 7

Njörður KÓ 7 er einn af þeim bátum sem stunda hrefnuveiðar að þessu sinni. Nú í vikunni voru veiðarnar truflaðar hjá honum er kvikmyndatökulið mætti á Eldingu II til að fylgjast með og mynda veiðarnar í Faxaflóa. Vegna þessa atviks hættu skipverjar við veiðarnar þann daginn og fóru í land, töldu þeir of mikla slysahættu stafa að nærveru Eldingar II á veiðistaðnum.

                    1438. Njörður KÓ 7 í Kópavogshöfn © mynd Emil Páll 2008.

11.07.2008 00:05

Stormur SH 333

Á síðasta hausti var Stormur SH 333 sem legið hefur í Kópavogi í nokkur ár og sokkið nokkrum sinnum, tekinn upp í Njarðvíkurslipp og bárust þá fregnir um að eigandi bátsins Stefán Guðmundsson hjá GG hvalaferðum á Húsavík áformaði að endurbyggja bátinn og gera að hvalaskoðunarbáti. Því urðu margir hissa er bátnum var rennt niður í síðustu viku og lagt í Njarðvíkurhöfn. Að sögn Stefáns er ástæðan sú að hann óttaðist að báturinn myndi þorna of mikið uppi og því var hann settur í sjó til geymslu þar til endurbætur hefjast.

                 586. Stormur SH 333 í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008

10.07.2008 00:35

Laugarnes


                            2305. Laugarnes  © mynd Emil Páll 2008

10.07.2008 00:32

Lómur 2


                   2218. Lómur 2  - 301 © mynd Emil Páll 2008

10.07.2008 00:28

Borgin


                      Borgin í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll 2008

09.07.2008 20:12

Útgerð Víðis EA 910 hætt


                                1376. Víðir EA 910 © mynd Þorgeir Baldursson

Samherji hefur hætt rekstri frystitogarans Víðis EA og sagt upp áhöfn skipsins. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins segir þetta nauðsynleg aðgerð til að bregðast við kvótaskerðingu en fyrirtækið hyggist fjölga í flota sínum á næsta fiskveiðiári.

Kristján segir ákvörðunina um að hætta með Víði EA hafa verið erfiða enda hafi skipið reynst vel í gegnum árin. Jafnframt kemur fram í máli hans að fleiri breytingar séu fyrirhugaðar hjá Samherja á næstu mánuðum.

Víðir EA er um átta hundruð tonna fiskveiðiskip og var smíðað í Póllandi árið 1973.Víðir er einn þeirra fimm togara sem ríkisstjórn Íslands lét smíða á þessum árum en honum var breytt í frystitogara árið 1992. Hann hefur verið í rekstri Samherja síðastliðin tuttugu ár. Skipið kom úr sinni síðustu veiðiferð í lok júní en það verður selt úr landi til niðurrifs á næstunni.

Frá þessu er skýrt á fréttavef RUV og skip.is

09.07.2008 00:11

Arnþór EA 102


               1887. Arnþór EA 102 ex Bresi AK 101 © mynd Emil Páll 2008

09.07.2008 00:07

Elding


                                        1047. Elding © mynd Emil Páll 2008

09.07.2008 00:03

Óli Bjarnason EA 279


                  7642. Óli Bjarnason EA 279 © mynd Emil Páll 2008

08.07.2008 00:03

Þrír á siglingu

Þorvarður Helgason, stýrimaður á Sighvati GK 57 sendi okkur þessar myndir af Hvanney SF, Þóri SF og Sólborgu RE. Þeir tveir fyrst nefndu eru á myndunum á siglingu í Breiðamerkurdýpi en Sólborgin úti af Stokksnesi. Sendum við Þorvarði bestu þakkir fyrir þetta framtak hans.

                         2403. Hvanney SF 51 © mynd Þorvarður Helgason 2008

        2464. Sólborg RE 270 ©  mynd Þorvarður Helgason 2008

               91. Þórir SF 77 © mynd Þorvarður Helgason 2008

07.07.2008 23:44

Mettúr úr Barentshafi Sigurbjörg ÓF 1


                              © mynd þorgeir baldursson 
Sigurbjörg ÓF frá Ólafsfirði er að koma til Siglufjarðar með um 170 milljóna króna aflaverðmæti sem er mesti afli skipsins úr einni veiðiferð. Aflinn er þorskur veiddur í Barentshafi og tók veiðiferðin 34 daga höfn í höfn. Skipstjóri var Friðþjófur Jónsson. RUV greindi frá þessu.

07.07.2008 19:55

Muggur KE 57


        Aðstandendur Jóa Blakk ehf., f.v. feðgarnir Jón Jóhannsson og Jóhann Jónsson © mynd Emil Páll 2008

Í dag var nýsmíði nr. 5 hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði reynslusiglt og við það tækifæri voru þessar myndir teknar. Umræddur bátur Muggur KE 57 er í eigu Jóa Blakk ehf. í Keflavík og að því útgerðarfélagi standa feðgarnir Jóhann Jónsson og Jón Jóhannsson.

                               2771. Muggur KE 57 © mynd Emil Páll 2008.
 

07.07.2008 07:38

Þrír HB Granda togarar


                             1902. Höfrungur III AK 250 © mynd Emil Páll 2008.

                   1578. Ottó N. Þorláksson RE 203 © mynd Emil Páll 2008

                              2203. Þerney RE 101 © mynd Emil Páll 2008.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 775
Gestir í gær: 182
Samtals flettingar: 9693685
Samtals gestir: 1366392
Tölur uppfærðar: 22.1.2020 04:40:23
www.mbl.is