Færslur: 2009 Mars

27.03.2009 00:17

Elliðaey VE 45


                             556. Elliðaey VE 45 © mynd Tryggvi Sigurðsson

27.03.2009 00:13

Ejnar Mikkelsen


                           Ejnar Mikkelsen í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

27.03.2009 00:07

Hvitebjörn                     Hvitebjörn á Stakksfirði rétt utan við Keflavík © myndir Emil Páll

27.03.2009 00:03

Óðinn


                       Varðskipið Óðinn © mynd úr safni Svafars Gestssonar

27.03.2009 00:00

Ægir


                     Varðskipið Ægir © mynd úr safni Svafars Gestssonar

26.03.2009 17:29

Útgáfutónlekar Roðlaust og Beinlaust


                            Roðlaust og Beinlaust  © mynd Björn Valur Gislasson 
FRÉTTATILKYNNING
útgáfutónleikar

Í tilefni af nýútkomnum geisladiski hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust verður hljómsveitin með útgáfutónleika á Vélsmiðjunni á Akureyri í kvöld fimmtudag og í Höllinni í Ólafsfirði á laugardaginn. Á tónleikunum verða leikin lög af nýja diskinum "Þung er nú báran ..." í bland við lög af fyrri diskum.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 bæði kvöldin, aðgangur er ókeypis.
 
þess má ennfremur geta að Æðruleysismessa verður i Akureyrarkirkju sunnudaginn 29/3 
 kl 20 og þar mun hljómsveitin spila nokkur lög og er aðgangur ókeypis

FRÉTTATILKYNNING
nýr geisladiskur með Roðlaust og beinlaust

Út er komin nýr 17 laga geisladiskur með hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust, "Þung er nú báran ..." sem er fjórði geisladiskur hljómsveitarinnar í fullri lengd. Áður hefur Roðlaust og beinlaust gefið út diskana "Bráðabirgðalög" (2001), "Brælublús" (2003) og "Sjómannssöngvar" (2006), sem allir hafa að geyma lög og texta tengda sjómennsku og sjósókn.
Einsog áður segir inniheldur geisladiskurinn "Þung er nú báran ..." 17 lög í þeim anda sem hljómsveitin Roðlaust og beinlaust hefur áður gefið út. Hér er um að ræða gömul og þekkt lög sem allir þekkja í bland við ný og frumsamin sjómannalög sem nú heyrast í fyrsta sinn opinberlega.
Rétt eins og með fyrri geisladiska hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust, mun allur ágóði af sölu "Þung er nú báran ..." renna til stuðnings Slysavarnaskóla sjómanna.
Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust hefur á undanförnum árum verið einn stærsti stuðningsaðili Slysavarnaskóla sjómanna. Hljómsveitin, sem að hluta til er skipuð sjómönnum af frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2, ákvað árið 2003 að láta allan ágóða af sölu disksins "Brælublús" renna óskipt til Slysavarnaskóla sjómanna til eflingar á öryggisfræðslu sjómanna í landinu. Ágóðinn af sölunni var notaðar til kaupa á endurlífgunarbrúðum til nota við verklega kennslu í endurlífgun. . Við útgáfu á disknum "Sjómannssöngvar" ákvað hljómsveitin enn á ný að láta ágóða sölunnar, rúmar tvær milljónir króna, renna til Slysavarnaskóla sjómanna. Var sú gjöf nýtt meðal annars til kaupa á hjartastuðtækjum til nota við kennslu á námskeiðum skólans. Hefur þessi mikilvægi stuðningur hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust sannarlega komið Slysavarnaskólanum og sjómannastéttinni að góðum og nytsamlegum notum í viðleitninni að efla þekkingu og hæfni sjómanna í öryggis- og björgunarmálum.
Upptökur fóru fram hjá Mogo-Music í Ólafsfirði sem jafnratm sér um útgáfu geisladiskins "Þung er nú báran ..." Útsetningar og upptökustjórn var í höndum Magnúsar G. Ólafssonar tónlistarmanns í Ólafsfirði.

26.03.2009 17:01

Andri BA 101 nýr í flota Bíldælinga


                             1951. Andri BA 101, ex Kafari KÓ 11 © mynd Emil Páll
Fyrir skemmstu bættist nýr bátur í flota Bíldudals, er Andri BA 101 í eigu Andraútgerðar ehf., kom þangað. Bátur þessi hét áður Kafari KÓ 11.

26.03.2009 01:07

Annar bruninn í Oddi á Nesi SI 76 á rúmum mánuði

Búið er að slökkva eldinn í Sólplasti í Sandgerði, en við sögðum frá stórbruna þar, rétt fyrir miðnætti. Kom eldurinn upp í Oddi á Nesi SI 76 sem inni í þessu rými ásamt öðrum báti, Völusteini ÍS. Skemmdir á Völusteinu voru litlar, nema kannski af sóti, en hins vegar mjög miklar á Oddi á Nesi, en eldur kom upp í þeim báti í Sandgerðishöfn 17. febrúar sl. og var verið að ljúka við viðgerðina eftir þann bruna er eldurinn kom upp nú, en á morgun átti einmitt að taka bátinn út að viðgerð lokinni. Tíðindamaður síðunnar Emil Páll tók meðfylgjandi myndir eftir að eldur hafði verið slökktur.
        2615. Oddur á Nesi SI 76 er mikið skemmdur eftir brunann, en þessar myndir voru teknar nú um miðnætti © myndir Emil Páll


               Svona leit þetta út þegar fór að birta í morgun © mynd Emil Páll

26.03.2009 00:17

Andri VE 244


                             1075. Andri VE 244 © mynd Tryggvi Sigurðsson

26.03.2009 00:14

Andvari VE 101


                       282. Andvari VE 101 © mynd úr safni Tryggva Sigurðssonar

26.03.2009 00:09

Árni KE 89

´                                      2150. Árni KE 89 © mynd Tryggvi Sigurðsson
                  

26.03.2009 00:05

Ársæll Sigurðsson II GK 80


                      15. Ársæll Sigurðsson II  GK 80 © mynd Tryggvi Sigurðsson

26.03.2009 00:02

Beitir NK 123


                                  226. Beitir NK 123 © mynd Tryggvi Sigurðsson

25.03.2009 23:59

Bergur VE 44


                                236. Bergur VE 44 © mynd Tryggvi Sigurðsson

25.03.2009 23:52

Stórbruni í Sólplasti


Mynd mbl.is

Tilkynning um stórbruna í plastbátagerðinni Sólplasti í Sandgerði barst nú skömmu fyrir miðnætti. Að sögn kunnugra voru nokkrir bátar þarna ´í viðgerð og kom upp eldur í einum þeirra innandyra, samkvæmt frásögn vf.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 515
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 1719
Gestir í gær: 174
Samtals flettingar: 10112426
Samtals gestir: 1400590
Tölur uppfærðar: 4.8.2020 05:18:07
www.mbl.is