Færslur: 2009 September

14.09.2009 00:04

Máritanía












                                               © myndir einn af velunnurum síðunnar

13.09.2009 14:51

Keflavíkurhöfn


    Keflavíkurhöfn sennilega um 1977. Þarna má þekkja báta eins og 323. Bergvík KE 55, 686. Arnarborg KE 26, 357. Þorstein KE 10 og 1199. Jón Odd GK 104 © mynd Emil Páll

13.09.2009 12:35

Guðfinnur KE 19 / Hannes Andrésson SH 737 - fyrir og eftir breytingar


                     1371. Guðfinnur KE 19, í Keflavíkurhöfn fyrir allar breytingar


    Sami bátur eftir allar breytingar, en hér sem 1371. Hannes Andrésson SH 737 á síðasta hausti í Akraneshöfn © myndir Emil Páll

Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðjunni Stál hf. á Seyðisfirði 1974. Lengdur, breikkaður og sett á hann perustefni hjá Ósey hf. í Hafnarfirði haustið 1995. Endurbótum lokið hjá Ósey vorið 1996 og síðasta áfanga lauk sama fyrirtæki við 17. júní 1997. Þá var hann lengdur og hækkaður og var nánast eins og nýr á eftir.
Nöfn: Vingþór NS 341, Sturlaugur ÁR 77, Guðfinnur KE 19, Bergur Vigfús GK 100, Guðrún HF 112, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og Hannes Andrésson SH 737.

13.09.2009 00:25

Svalbakur EA 2


                               205. Svalbakur EA 2 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Aberdeen í Skotlandi 1949. Hét aðeins þessu eina nafni og var að lokum seldur til Spánar til niðurrifs 31. jan. 1975.

13.09.2009 00:19

Röðull GK 518


                                 174. Röðull GK 518 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Beverley í Englandi 1948. Hét aðeins þessu eina nafni og var seldur til Englands til niðurrifs 6. des. 1974.

13.09.2009 00:10

Pétur Halldórsson RE 207


                       165. Pétur Halldórsson RE 207 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Aberdeen í Skotlandi 1951. Hét fyrst Máni RE og síðan Pétur Halldórsson RE 207. Seldur úr landi til Noregs 1966. Fékk þar nafnið Tryggvi Larson.

13.09.2009 00:04

Neptúnus RE 361


                              157. Neptúnus RE 361 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Aberdeen í Skotlandi 1947.
Hét fyrst Neptúnus GK 361 en á fyrsta ári varð hann Neptúnus RE 361. Seldur út landi til Spánar 2. nóv. 1976.

13.09.2009 00:01

Marz RE 261


                                      253. Marz RE 261 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Aberdeen í Skotlandi 1948. Bar aðeins þetta eina nafn og var seldur til Spánar til niðurrifs 20. maí 1974.

13.09.2009 00:00

Maí GK 346


                               147. Maí GK 346 © mynd Snorri Snorrason

Sm. í Bremerhaven í Þýskalandi 1960. Seldur til Noregs 16. maí 1977. Bar aðeins þetta eina nafn hér á landi.

12.09.2009 19:28

Grindveiðar í Færeyjum

Í vor birtum við myndir af grindveiðum Færeyinga, sem Þorgeir Baldursson tók á ferð sinni til Færeyja. Vöktu myndirnar mikla athygli og hér birtum við þrjár myndir sem Svafar Gestsson tók við grindveiðar í Færeyjum, að vísu ekki við veiðarnar sjálfar, heldur eftir að dýrin voru komin í land.






                                  Grind í Færeyjum © myndir Svafar Gestsson

12.09.2009 13:29

Keilir SI 145 í Njarðvík


                  1420. Keilir SI 145, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll í september 2009

Ekki veit ég hverra erinda báturinn var í Njarðvíkurhöfn, en hann hefur áður verið gerður út frá Suðurnesjum fyrir nokkrum árum.

Smíðanr. 14 hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi 1975 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og var afhentur 21. mars 1975.
Nöfn: Kristbjörg ÞH 44, Kristey ÞH 25, Atlanúpur ÞH 270, Keilir GK 145 og Keilir SI 145.

12.09.2009 13:19

Ígull HF 21 verður Ýmir BA 32


                      1499. Ígull HF 21, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í sept. 2009

Samkvæmt vef Fiskistofu fær báturin von bráðar nafnið Ýmir BA 32, í eigu Ýmis hf. á Bíldudal. Að undanförnu hefur verið unnið að því að hressa upp á bátinn við bryggju í Njarðvík enda ekki varþörf á. Mun báturinn verða gerður út á innfjarðarrækju frá Bíldudal.

Báturinn hefur smíðanr. 9 hjá Vör hf. á Akureyri árið 1977.
Nöfn: Flosi ÍS 15, Sæljón RE 19, Sæljón II RE 119, Jón Aðal SF 63, Jónas Guðmundsson GK 275, Jónast Guðmundsson SH 317, aftur Jónas Guðmundsson GK 275, Fagurey HU 9, Fagurey HF 21, Ígull HF 21 og verður nú Ýmir BA 32.

12.09.2009 00:41

Hekla


                                            90. Hekla © mynd Snorri Snorrason

Smíðanr. 85 hjá Aalborg Vft í Aalborg í Danmörku 1948. Selt til Grikklands 3. des. 1966. Þar fékk það fyrst nafnið Kalymnos, síðan Archadia og loksins aftur Kalymnos. Skipið var rifið 4. október 1983.

12.09.2009 00:32

Gullfoss


                                 70. Gullfoss © mynd Snorri Snorrason

Smíðanr. 702 hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1950.
Seldur úr landi til Líbanon 31. okt. 1973. Fékk þá nafnið Mecca. Eldur kom upp í skipinu í Jeddah 18. des. 1977 og sökk það í framhaldi af því 20. desember 1977.

12.09.2009 00:17

Silver Lake ex Dalfoss




                               Silver Lake, á Hornafirði © myndir Svafar Gestsson

Smíðaður hjá Khersonskiy Sz í Kherson 2007.
Hét fyrst Dalfoss og síðan Silver Lake.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 650
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 136
Samtals flettingar: 602645
Samtals gestir: 25360
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 19:08:23
www.mbl.is