Færslur: 2010 Júní

29.06.2010 16:35

Sigurbj0rg ÓF


                                             Sigurbjörg ÓF 1 © Mynd Sigurgeir Sigurðsson 2010

                                   Sigurbjörg ÓF 1 © Mynd þorgeir Baldursson
          jæja hvor liturinn fer skipinu betur að ykkar dómi

17.06.2010 18:18

Bóbi hlýtur Fálkaorðuna

 
                Kristbjörn  þór Árnasson skipst © mynd Þorgeir Baldursson

                             183-Sigurður VE 15 mynd þorgeir  Baldursson
Hinn mjög svo rómaði skipstjóri Kristbjörn Þór Árnasson eða Bóbi eins og hann er alltaf kallaður
var i  dag sæmdur hinni islensku fálkaorðu fyrir störf sin að sjávarútvegi   Bóbi var lengst skipstjóri á Sigurði ve og er nýlega hættur til sjós þótt að hann eigi litinn bát sem að hann hefur róið á frá sinum
heimabæ á húsavik kallinn er vel að þessari viðurkenningu kominn enda farsæll á sinum sjómannsferli og búinn að skila góðum afla i land gaman væri að vita tonnatöluna sem að þetta aldna skip Sigurður ve hefur komið með að landi en skipið er einmitt 50 ára á þessu ári

17.06.2010 13:01

Fagraberg FD 1210


                                      Fagraberg FD 1210 © Mynd Þorgeir Baldursson

               Hogni Hansen skipst © Mynd Þorgeir Baldursson
Fagraberg FD 1210 er i eigu dótturfélags Samherja i Færeyjum og er burðarmagn skipsins um 3200 tonn hér fyrir ofan má sjá skipið við komuna i Krossanes við Eyjafjörð ásamt mynd af skipstjóranum

16.06.2010 10:01

Fiskidagurinn mikli 10 ára


           Július Júliusson © mynd þorgeir Baldursson
Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri fiskidagsins mikli segir undirbúning vera í fullum gangi enda sé 10. ára afmæli þessa sívinsæla dags framundan. Júlíus segir að mikið sé um nýjungar í ár í tilefni afmælisins, þá sérstaklega í vikunni fyrir fiskidaginn. Klassísk tónlistarhátíð verði haldins sem og fiskidagskappreiðar, fiskidagsmaraþon, fiskidagsfjallganga að ógleymdir fimm fermetra saltfiskpizzu frá Promens. Prómens mun vera með á svæðinu fimmhundruð þúsundasta kerið sem fyrirtækið framleiðir. Þá er Norðurskel, sem selur Bláskel einnig 10.ára líkt og Fiskidagurinn og verður því bláskel í boði í ár. Þá verður afmælisdagskrá á öðru sviði við höfnina á nýjum stað og til þess að setja punktinn yfir i-ið verður flugeldasýningin í ár sú stærsta hingað til, en tveir brottfluttir Dalvíkingar splæsa í sýninguna. Sá orðrómur hefur gengið að hugsanlega sé þetta síðasta fiskidagshátíðin en Júlíus, segir ekkert slíkt hafa verið rætt og ekki hafi verið um annað rætt en að halda hátíðinni áfram, enda verði hún sífellt betri, hvað varðar allt skipulag, umgjörð, dagskrá og aðsókn.

16.06.2010 05:38

Gosta Magica


                                                costa marcka ©mynd þorgeir Baldursson
Þarna er Gosta Macika á fljótagrunni um kl 05 á um 14 milna ferð á leið til Akureyrar og  er væntanlegt þangað um 9 leitið i morgun og mun stoppa yfir daginn
þessar upplýsingar um skipið eru á netinu


Costa Magica
Career
Name: Costa Magica
Owner: Costa Cruises
Operator: Costa Cruises
Port of registry: Genoa,  Italy
Completed: 2004
Status: In Service
General characteristics
Class and type: Cruise ship
Tonnage: gross tonnage (GT) of 105,000 tons
Length: 890 feet (271.27 m)
Beam: 124 feet (37.80 m)
Decks: 13 decks
Speed: 20 knots (37 km/h; 23 mph)
Capacity: 2,672 passengers
Crew: 1,023 crew


15.06.2010 18:37

Hvaða togarar eru þetta


                   Hvarða togarar eru þetta og i hvaða höfn © Mynd úr safni Hjartar Gislassonar

14.06.2010 10:33

AIDA LUNA


                                   Aida Luna  IMO 9334868 © mynd þorgeir Baldursson 2010

                                    Aida Luna leggst að bryggju © mynd Þorgeir Baldursson

                          Mikil kraftur i hafnarstarfmönnum © mynd þorgeir Baldursson
skemmtiferðarskipið Aida Luna kom til Akureyrar i morgun en skipið er i sinni fyrstu ferð hingað
skipið er 251metri á lengd 36 á breidd og 7500 tonn skipið er smiðað á Italiu 2009 og er hámarksganghraði 19,7knots um borð er 2053 farþegar og i land fara um 1400 i áhöfn er 612 skipið heldur frá Akueyri kl 14 i dag

13.06.2010 13:59

Togarajaxlar lokaútkall


Þá er komið Lokaútkall fyrir frábæra siðutogarajaxla að koma saman dagurinn er 3 júli 2010 á Akureyri þar sem að vonandi sem flestir af gömlu köllunum sem að voru til sjós á þessum tima
geta komið saman og átt notalegan dag ásamt mökum og öllum þeim sem að hafa áhuga á
arfleiðinni okkar skráning er hjá Sæmundi Pálssyni i Gsm 8450090
skráning lokar föstudaginn 25 júni góðar stundir

11.06.2010 03:08

1020-Snæfugl Su 20


                              1020-Snæfugl Su 20 © mynd Þorgeir Baldursson
Hver er saga þessa báts og veit einhver hvar hann er niðurkominn nú

                                         SORDYROY © Mynd Bjarni Ásmundsson
Svona er skipið útlits i dag samkvæmt siðustu heimildum

08.06.2010 21:47

Pikkfastur i sandrifi


                                          Fastir á sandrifi © mynd þorgeir Baldursson

                      Greiðlega gekk að losa Sólbak af sandhólnum ©mynd þorgeir Baldursson
Það er allveg merkilegt hvað litið er hugsað um að halda nægilega miklu dýpi framan við bryggjuna
hjá ÚA það virðist alltaf myndast sandhóll þarna og er mýmörg dæmi um að skip hafi setið föst þarna um lengri eða skemmri tima og virðist ekki vera vanþörf á þvi að dýpka þarna svo að hægt sé að nota bryggjuna að minnsta kost á háannatima þegar mörg skip eru i landi á sama tima

07.06.2010 22:33

Skipin að tinast út eftir sjómannadag


                              Hákon EA 148 © mynd Þorgeir Baldursson 2010
Hákon Ea skip Gjögurs H/F  hélt út frá Akureyri um kl 14/30 i dag áleiðis austur fyrir land sennilega
 i makril eða sild og er þetta fyrsta skipið sem að heldur til veiða héðan frá Akureyri
    eftir sjómannadag  en Sólbakur Ea fór á svipuðum tima um kl 18 i dag fór svo
 Björgvin Ea skip Samherja til veiða i Barentshafi

07.06.2010 00:30

Svipmyndir af sjómannadeginum



                             Aldraðrir sjómenn i Grindavik © mynd Kristinn Benidiktsson 2010

Heiðrun aldraðra í Grindavík

Á sjómannadaginn í Grindavík voru þeir Halldór Ingólfsson, matsveinn á Verði EA, Ölver Skúlason, fyrrum skipstjóri á Geirfugli GK og Jón Ragnarsson fyrrum skipstjóri á Verði ÞH. Þeir eru hér á myndinni eftir athöfnina ásamt eiginkonum sínum og Ólafi Erni Ólafssyni bæjarstjóra sem heiðraði þá fyrir hönd Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.

Ljósm: Kristinn Benediktsson.

                              Hátið Hafsins i Reykjavik © Mynd Hilmar Snorrasson 2010

   Færeyska skútan Westward HO TN 54 © mynd Hilmar Snorrasson
þarna siglir sú færeyska inn til hafnar i Reykjavik

                           Heiðraðir á sjómannadaginn © Mynd þorgeir Baldursson
þeir sem að voru Heiðraðir i dag voru Sigurður Hallgrimsson og Knútur Eiðsson
 en það var Konráð Alfreðsson sem að sæmdi þá þessum verðlaunum

                    mikil traffik á pollinum i dag © mynd þorgeir Baldursson

                        Bátar af öllum stærðum og gerðum © mynd þorgeir Baldursson 2010

                  Á milli 50-60 Bátar fylgdu Húna 2 eftir inná pollinn © mynd þorgeir Baldursson

                        Áhöfn Oddeyrarinnar EA 210 © mynd þorgeir Baldursson 2010

                      Freyr skipst Oddeyrainnar tekur á stóra sinum © mund þorgeir Baldursson

06.06.2010 10:09

Sjómannadagurinn 2010


                                            Sjómenn Islands © Mynd Þorgeir Baldursson
Minar bestu hamingjuóskir með sjómannadaginn til allra þeirra sem að heimsækja siðuna

05.06.2010 17:57

Sjómannadagsblað Grindavikur 2010


              Sjómannadagsblað Grindavikur 2010


Sjómannadagsblað Grindavíkur 2010 komið út

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2010 er komið út veglegt að vanda fullt af myndum og efni sem tengist sjósókn og mannlífi í Grindavík á ýmsum tímaskeiðum síðast liðin hundrað og fimmtán árin auk þess sem byrjað er að rifja upp skip og báta á Suðurnesjum. Blaðinu verður að þessu sinni dreift í verslanir víða um land þar sem brott fluttir Grindvíkingar og aðrir þeir sem vilja fylgjast með efni sem tengist sjávarútvegi á landsbyggðinni geta nálgast það.

Í blaðinu er viðtal við Þórð Pálmason skipstjóra á Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7, flaggskipi Vísis hf., sem Kristinn Benediktsson, ritstjóri, tók en hann fór með í sjóferð í vetur. Þórður hefur frá mörgu skemmtilegu að segja en hann hefur verið til sjós í um fimmtíu ár þar af 25 ár á Grindavíkurbátum, Höfrungi II. GK, Hrungni GK og Jóhönnu Gísladóttur ÍS.

Á sínum stað í blaðinu eru myndir og frásögn frá síðasta sjómannadegi og heiðrun sjómanna. Þá er myndasýning frá Ólafi Rúnari Þorvaldssyni fyrrum kennara í Grindavík, aldamótaræða Einars G. Einarssyni kaupmanns í Garðhúsum en handritið kom nýlega fram í dagsljósið. Haraldur Hjálmarsson háseti á Oddgeiri sýnir okkur frábærar myndir úr myndasafni sínu í Ljósmyndagalleríi blaðsins. Þá er farið í grásleppuróður með Hafsteini Sæmundssyni, 74 ára trillukarli, og Heimi syni hans. Viðtal við Sigurð Þorláksson, stýrimann frá Vík, grein Sveins Torfa Þórólfssonar frá humarróðri um 1960 með Gvendi Karls, greint frá söltunarmeti á síld sem aldrei verður slegið og skoðað inn á bátasíðu Emils Páls ritstjóra epj.is auk fleira efnis en blaðið er 100 síður smekkfullt af frábæru efni.

Á forsíðumyndinni má sjá Val Ólafsson stýrimann á Maron GK takast á við sannkallaðan aulaþorsk á netarúllunni sem dreginn var í Flóanum í apríllok utan við friðunarlínu Hafrannsóknarstofnunar vegna veiðibannsins á hrygningartímanum.

Sjómannadagsblað Grindavíkur kom fyrst út 1989 og í vetur voru öll eldri tölublöð gerð aðgengileg á heimasíðu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, svg.is sem gefur blöðin út. Ritstjóri blaðsins er Kristinn Benediktsson en hönnun og prentvinnan var í höndum Stapaprents í Reykjanesbæ.
blaðinu hefur verið dreift hjá pennanum /eymundsson

05.06.2010 09:22

Beitir Nk 123


                                        Beitir NK123 © Mynd þorgeir Baldursson 2010

                           Beitir NK 123 á heimleið © Mynd þorgeir Baldursson 2010
Hið nýja skip sildarvinnslunnar i Neskaupsstað Beitir NK 123 hélt af stað frá Akureyri um kl 17 i gærdag áleiðis til heimahafnar i Neskaupstað skipið hét áður Margret EA 710 skipið er væntanlegt
þangað um hádegisbil og mun verða til sýnis eftir kl 13-15 i dag og i boði verða léttar veitingar 
skipstjóri er Sturla Þórðarsson sem að var áður með Börk Nk 122  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 801
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568028
Samtals gestir: 21572
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:22:33
www.mbl.is