Bæta við áliti
Sýna álit

03.06.2011 21:10

Aðalsteinn Jónsson SU 11 á heimleið

            2699 Aðalsteinn Jónsson SU 11 © Mynd Þorgeir Baldursson  2011
Aðalsteinn Jónsson su hélt frá Akureyri nú seinnipartinn i dag eftir um fjögurra vikna stopp i slippnum 
á Akureyri Hér má sjá skipið á siglingu i utaverðum firðinum en mér til sárrar germju Gleymdi Daði skipstjóri að láta mig vita af brottförinni svo að þessvegna eru ekki til betri siglingarmyndir af skipinu

03.06.2011 00:14

Sjómannablaðið Vikingur 2011


           Sjómannablaðið Vikingur mynd Þorgeir Baldursson 2011

SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR komið út
Forsiðumyndin er eftir  þorgeir Baldursson og er hún tekin um borð i Hörpu Ve 25
er skipið var á landleið með um 950 af loðnu i Krossanes við Eyjafjörð

Sæl verið þið

Þá er Víkingurinn kominn út, sumir segja skemmtilegasta tímarit þjóðarinnar, og fara víst ekki með neitt fleipur. Að vísu er ég hlutdrægur í málinu, einhverjir myndu segja vanhæfur, svo dæmi hver fyrir sig.

Blaðið getið þið pantað með því að netja á ritstjórann, Jóna Hjaltason, jonhjalta@simnet.is, nú eða þið getið hringt í hann, 862-6515. Fyrri leiðin er þó af ýmsum ástæðum þægilegri. Svo má auðitað gerast áskrifandi en fjögur tölublöð koma út á ári og kosta ekki nema 3000 krónur með heimsendingu. og öllum pakkanum.

Kíkjum aðeins á efnisyfirlitið í þessu 2. tbl. Víkingsins 2011:

- Þórður Eiríksson fer útbyrðis í brjáluðu veðri. Gísli Jónsson skipstjóri segir frá.

- Lögmenn eru þurrir og leiðinlegir, segir almannarómur. Er það svo? Er Jónas Haraldsson kannski leyniskytta í frítíma sínum - og leiðinlegur - eða með hnyttnari mönnum þessa lands?

- Ragnar Franzson lendir í tveimur ásiglingum í sama túrnum.

- Loftskeytamaðurinn Birgir Aðalsteinsson rifjar upp jólin 1959 þegar hann sigldi með Kötlu.

- Göntuðust með öryggismálin; Ólafur Grímur Björnsson ræðir við bræðurna Benedikt og Hauk Brynjólfssyni.

- Hverjir voru pólsku togararnir og hvar eru þeir í dag? Helgi Laxdal segir okkur allt um þessa "sjömenninga".

- Dauðinn í Dumbshafi, hrollvekjandi saga Íshafsskipalestanna. Magnús Þór Hafsteinsson skrifar.

- Árni Bjarnason fer í siglingu.

- Ólafur Ragnarsson rifjar upp daginn voðalega í janúar 1952

- Þeir eru ekki margir á lífi í dag sem upplifðu Pourquoi pas?-slysið. Þorsteinn Jónatansson er einn þeirra.

- Matti Björns sigldi með Carlsen í stað þess að fara hina örlagaríku siglingu með Dettifossi 1945.

- Hilmar Snorrason skyggnist út í heim.

- Saga af sjónum: Helgi Laxdal ríður á vaðið.

- Frívaktin er helguð hinni stórskemmtilegu bók, "Sögu Útvegsbændafélags Vestmannaeyja 1920 - 2010".

- Hilmar Snorrason fer á netið og finnur meðal annars allar Árbækur Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar.

- Feðgarnir Þórbjörn Áskelsson heitinn, forstjóri Gjögurs h.f., og sonur hans Guðmundur fara í afdrifaríka ökuferð.

- Svo er auðvitað krossgáta, úrslit í Páskagetrauninni og Ljósmyndakeppni sjómanna 2011.

Góða skemmtun.

   Jón Hjaltasson Ritstjóri

02.06.2011 18:10

Frá Miðum til Markaða


          Vörður ÞH © mynd Kristin Benidiktsson 2011

             úr Vinnslunni © mynd Kristinn Benidiktsson 2011


          Á Spönskum markaði © mynd Kristinn Benidiktsson 2011

               Saltfisk pökkun © Mynd Kristnn Benidiktsson 2011

            Stál og Hnifur © mynd Kristinn Benidiktsson 2011

 Snurvoðarpoki © mynd kristinn Ben

 Flugfisk Pakkað © mynd Kristinn Ben 

Frá miðum til markaða,

ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar á Bryggjunni í Grindavík

Kristinn Benediktsson, ljósmyndari, hefur opnað ljósmyndasýningu sem hann nefnir Frá miðum til markaða á veitingastaðnum, Bryggjan í Grindavík. Sýning er liður í hátíðahöldum sjómanna í Grindavík en mun síðan standa uppi á Bryggjunni í sumar eins og þurfa þykir. Myndirnar hefur Kristinn tekið undanfarin ár úti á sjó, um borð í skipum og bátum frá Grindavík auk þess að hafa myndað fiskvinnslufólk í Grindavík og á fiskmarkaðnum í Barcelónaborg þar sem verið er að selja saltfisk frá Grindavík.

Myndir eiga að sýna þverskurð af sjómennsku, vinnslu á saltfiski og öðrum gæðaafurðum sem Grindvíkingar framleiða á sjó og landi auk þess að gefa innsýn í hvert afurðirnar fara á erlenda markaði og er þar fyrst kynntur fiskmarkaðurinn við Römbluna í Barcelóna.

Sýningin verður farandsýning út á land auk þess sem hún verður sett upp erlendis og þá einkum á Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu sem eru okkar helstu markaðslönd fyrir saltfiskafurðir auk fleiri landa.

Kristinn Benediktsson nam ljósmyndun í lok sjöunda áratugar síðustu aldar hjá Ljósmyndastofu Þóris og vann hjá Morgunblaðinu með náminu auk nokkurra ára á eftir eða samtals 10 ár. Árið 1976 fór Kristinn að taka myndir markvisst úti á sjó fyrir tímaritið Sjávarfréttir sem þá var gefið út og var forveri Fiskifrétta. Um árabil bjó Kristinn í Grindavík þar sem hann starfaði við verkstjórn í saltfiskverkun auk þess sem hann stundaði sjómennsku í nokkur ár. Hann nýtur góðs af þeirri reynslu í dag þegar hann vinnur í blaðamennsku og ljósmyndun í sjávarútveginum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.

Sýningin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja auk fjölda annarra aðila.

             

02.06.2011 11:43

Sjómannadagsblað Grindavikur 2011


           Forsiða Blaðsins © mynd Kristinn Benidiktsson 2011

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2011 er komið út

 

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2011 er komið út glæsilegt að vanda. Í blaðinu birtist í fyrsta skipti saman í útgáfu öll Grindavíkurkortin sem Ómar Smári Ármannsson, rannsóknarlögreglumaður og leiðsögumaður, hefur hannað og teiknað af Grindavík gamla tímans, þar sem hann náði að styðjast við heimildir margra fullorðinna Grindvíkinga, sem mundu aftur til nítjándu aldar. Margt af þessu fólki er nú þegar látið og það er Sjómannadagsblaði Grindavíkur mikill fengur að leyfi skyldi fást frá höfundi fyrir birtingunni enda lítur hann svo á að blaðið sé mun eigulegra með öllum kortunum saman í einu blaði heldur en ef þeim væri dreift á margar útgáfur.

Þá er í blaðinu grein utan af sjó en Kristinn Benediktsson, ritstjóri, fór í róður með Verði EA 748 nýlega. Þá er á sínum stað í blaðinu myndir og frásögn frá síðasta sjómannadegi og heiðrun sjómanna, ásamt myndaopnu frá stuðinu á bryggjuballinu í fyrra. Greinar eru eftir Pétur Vilbergsson, fyrrum ritstjóra, Hafstein Sæmundsson, trillukarl og Svein Torfa, sem heldur áfram að lýsa uppvaxtarárum sínum í Grindavík.

Eyjólfur Vilbergsson, fyrrum skipstjóri, er forfallinn fuglaljósmyndari auk þess sem hann tekur óhemju skemmtilegar myndir af öðru viðfangsefni. Ljósmyndagallerí blaðsins, sem nú birtist í fjórða skipti, sýnir okkur lítið brot af myndasafni Eyjólfs. Þessi þáttur hefur vakið mikla athygli meðal lesenda enda mikið lagt upp úr að myndirnar prentist í bestu gæðum og verður að segja að vel hafi tekist hingað til og áhugaljósmyndurum finnst það mikill heiður að verða fyrir valinu hverju sinni. Blaðið er 100 síður eins og undanfarin ár og smekkfullt af fleira efni en hér er upp talið.
Sjómannadagsblað Grindavíkur kom fyrst út 1989 en fyrir ári síðan voru öll eldri tölublöðin gerð aðgengileg á heimasíðu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur sem gefur blöðin út. Ritstjóri blaðsins er Kristinn Benediktsson en hönnun og prentvinna í höndum Stapaprents í Reykjanesbæ.

 

 

    


Færslur: 2011 Júní

05.06.2011 22:59

Risjótt veður á sjómannadaginn 2011

                      7688- Nuunnu i brælu á Eyjafirði i dag © mynd Þorgeir Baldursson 2011

05.06.2011 13:06

Sjómenn til Hamingju með daginn

                                     Sjómenn Til hamingju með daginn 
               04.06.2011 12:16

Lif og fjör i Bótinni


        Bótin i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2011
Það var mikið lif og fjör i Sandgerðisbótinni i morgun þegar smábáta sjómenn
og ýmsir fleiri sem að hafa aðstöðu þarna niðurfrá buðu gestum og gangandi
uppá kaffi ,konfekt svala harðfisk ásamt þvi að vera með heita súpu
hérna má sjá þá Davið Hauksson og Ellert Guðjónsson um borð i Nóa EA 611
FLEIRI MYNDIR I MYNDAALBÚMI

03.06.2011 23:52

Skemmtiferðarskip til Akureyrar 2011


                              Grand Princess Heldur til hafs © Mynd þorgeir Baldursson                                             Grand Princess  © mynd þorgeir Baldursson
NameDateWeekdayArrivalDepartureDock
AthenaMay 18thWednesday06:0016:00Oddeyrarbryggja
MSC PoesiaMay 28thSaturday09:0018:00Oddeyrarbryggja
Crown PrincessJune 9thThursday07:0016:00Oddeyrarbryggja
DiscoveryJune 9thThursday14:0019:00Tangabryggja
AIDA lunaJune 13thMonday09:0016:00Oddeyrarbryggja
AstorJune 13thMonday14:0019:30Tangabryggja
Costa PacificaJune 15thWednesday09:0019:00Oddeyrarbryggja
ArtaniaJune 16thThursday15:0021:00Oddeyrarbryggja
AzuraJune 24thFriday12:0018:00Oddeyrarbryggja
AIDA lunaJune 27thMonday09:0016:00Oddeyrarbryggja
Costa MarinaJuly 1stFriday08:0018:00Oddeyrarbryggja
Marco PoloJuly 2ndSaturday08:0017:30Oddeyrarbryggja
ArtaniaJuly 3rdSunday15:0021:00Oddeyrarbryggja
AmadeaJuly 4thMonday10:0019:00Oddeyrarbryggja
AlbatrosJuly 3rdSunday15:0021:00Tangabryggja
Saga Pearl IIJuly 6thWednesday08:0016:00Oddeyrarbryggja
Le BorealJuly 7thThursday07:0018:00Oddeyrarbryggja
Aida lunaJuly 11thMonday09:0016:00Oddeyrarbryggja
Silver CloudJuly 11thMonday08:0018:00Tangabryggja
Le BorealJuly 12thTuesday14:0019:00Grímsey
Kristina KatarinaJuly 12thTuesday09:0019:00Oddeyrarbryggja
Spirit of AdventureJuly 13thWednesday08:0018:00Tangabryggja 
Le BorealJuly 13thWednesday01:0018:00Oddeyrarbryggja 
AuroraJuly 18thMonday12:3018:30Oddeyrarbryggja
Le BorealJuly 19thTuesday14:0019:00Grímsey
AlbatrosJuly 20thWednesday15:0021:00Tangabryggja
Le BorealJuly 20thWednesday01:0018:00Oddeyrarbryggja
AmadeaJuly 21stThursday10:0019:00Oddeyrarbryggja
Aida lunaJuly 25thMonday09:0016:00Oddeyrarbryggja
Le BorealJuly 26thTuesday14:0019:00Grímsey
Pricess DanaeJuly 27thWednesday08:0018:00Tangabryggja
Le BorealJuly 27thWednesday01:0018:00Oddeyrarbryggja
AstorJuly 28thThursday12:3019:00Oddeyrarbryggja
MinervaJuly 30thSaturday19:00 Oddeyrarbryggja
MinervaJuly 31stSunday 16:00Oddeyrarbryggja
AthenaJuly 31stSunday08:0017:00Tangabryggja
VistamarJuly 31stSunday09:0016:00Oddeyrarbryggja
Clipper OdysseyJuly 31stSunday15:30 Oddeyrarbryggja
Clipper OdysseyAugust 1stMonday 09:00Oddeyrarbryggja
Costa DeliziosaAugust 3rdWednesday08:0018:00Oddeyrarbryggja
AlbatrosAugust 5thFriday09:0018:00Oddeyrarbryggja
Kristina KatarinaAugust 6thSaturday09:0018:00Oddeyrarbryggja
Aida lunaAugust 8thMonday09:0016:00Oddeyrarbryggja
Clipper OdysseyAugust 8thMonday08:0023:00Torfunefsbryggja
FunchalAugust 8thMonday09:0018:00Tangabryggja
AthenaAugust 13thSaturday07:0017:00Oddeyrarbryggja
Saga RubyAugust 14thSunday08:0018:00Oddeyrarbryggja
MaasdamAugust 17thWednesday08:0017:00Oddeyrarbryggja
Ocean PrincessAugust 19thFriday07:0016:00Oddeyrarbryggja
AmadeaAugust 22ndMonday09:0018:00Oddeyrarbryggja
Azamara JourneyAugust 23rdTuesday12:0020:00Oddeyrarbryggja
Crown PrincessSept. 3rdSaturday07:0014:00Oddeyrarbryggja
PlanciusSept. 3rdSaturday08:0018:00Tangabryggja
Black WatchSept. 6thTuesday07:3016:30Oddeyrarbryggja
Antartic DreamSept. 7thWednesday08:0018:00Oddeyrarbryggja
Antartic DreamSept. 15thThursday08:0018:00Oddeyrarbryggja
BoudiccaSept. 21stWednesday11:3018:00Oddeyrarbryggja
Back

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Móasiða 4f Akureyri

Staðsetning:

Akureyri

Heimasími:

4626947

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1616
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 1266
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 9699384
Samtals gestir: 1366931
Tölur uppfærðar: 25.1.2020 17:39:30
www.mbl.is