Færslur: 2012 Apríl

28.04.2012 23:16

Nýr ferðaþjónustubátur til Eyja

                                             Stóri Örn i Prufu túr nú nýverið

                                               Séð frameftir Bátnum  
En hann er talsvert stærri en hinn eð 12 metra 4 metra breíður knúin afram 
af 2 x 400 hestafla volvo penta díeselvélum, ganghraði 50 mílur +, framleiðandi er technomarine í póllandi, Báturinn er mjög vel útbúinn .
Hann hefur fengið nafnið Stóri Örn.
Kv Himmi.
S ...8462798

Ribsafari var stofnað 10.01.2010. til að bjóða uppá nýja möguleika í útsýnisferðum um Vestmannaeyjar.

Markmiðið er að ferðamenn geti notið þeirrar náttúruperlu sem Heimaey og aðrar eyjar í kring eru.

Eins og nafnið felur í sér erum við með harðbotna slöngubát og getum við tekið 10 farþega í hverri ferð ásamt 2 stjórnendum.

 

Fyllsta öryggis er gætt og uppfyllum við í öllu reglur og öryggisbúnað sem krafist er af Siglingastofnun Íslands.

Stjórnendur hjá Ribsafari hafa allir tilskilin leyfi til að stjórna bátnum af kröfu Siglingastofnunar Íslands.

Um borð er lífbátur, fullkomin siglingatæki, talstöð og neyðarstöð.

Allir farþegar fá flotbúning og björgunarvesti sem þeir klæðast á meðan á ferð stendur.

 

Báturinn sem er af gerðinni Techno Marine 10 er 10 metra langur og 3.15 metra breiður hann er knúinn áfram af 315 hp innanborðs dieselvél og ganghraði er 35 mílur. 

26.04.2012 23:21

Fundur um sjávarútvegsmál á hótel Kea

                         VG fundarherferð á Hótel kea i kvöld © mynd þorgeir 

                              Fyrirspurnir úr salnum voru margar © mynd þorgeir 

                         Málin rædd i bróðerni i lok fundarins © mynd þorgeir 

                  steingrimur skráði niður Athugasemdir © mynd þorgeir 2012

Þingmennirnir Björn Valur Gíslason, Steingrímur J Sigfússon og Liljar Rafney Magnúsdóttir héldu opin stjórnmálafund á Hótel KEA í kvöld. Fundinn sóttu hátt í hundrað manns, að stórum hluta sjómenn enda viðbúið að kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar yrðu þar mikið til umræðu sem varð raunin. Steingrímur fór vel yfir frumvörpin og útskýrði hvað í þeim felst og síðan sátu þingmennirnir fyrir svörum. Reyndir var svo á endanum þannig að allar spurningar úr sal, sem voru fjölmargar snérust um sjávarútvegsmálin frá ýmsum hliðum og ekkert annað komst á dagskrá. Fundurinn var málefnalegur og fundarmenn hreinskiptir í málflutningi sýnum eins og vera ber. Ljóst er að sitt sýnist hverjum og innihald frumvarpann tveggja eins og búast mátti við en vonandi eru þau sá sáttagrunnur í deilunum um stjórn fiskveiða sem Steingrímur segir þau vera. Það mun hinsvegar koma í ljós fljótlega enda á að afgreiða frumvörpin frá þinginu fyrir sumarið.

 


26.04.2012 17:13

Húni siglir með unga atvinnuleitendur i dag

                     108- Húni 2 EA 740 © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                         Hópurinn ásamt Áhöfn Húna  © mynd þorgeir Baldursson 2012

Undanfarna þrjá daga hefur Húni II sigld út á Eyjafjörðin með unga atvinnuleitendur sem sækja námskeið hjá þeim um sjósókn, veiðar og hollustu sjávarfangs.  Námskeið þeitta er unnið í samvinnu við vinnumálastofnun.  Í dag var Hreiðar Valtýsson fiskifræðingur með og var hann með fræðslu um lífríki sjávar.  Húni fékk undanþágu frá þorskveiðibanni, lítið veiddist af þorsk en ný gengin falleg ýsa var uppistaðan í aflanum.  Einn Hnúfubakur gladdi þátttakendur í dag með smá sýningu rétt hjá bátnum.fleiri fréttir af um bátinn má sjá á facebook siðu Húna og i bæjarblaðinu  vikudegi sem að kom út i dag 

26.04.2012 10:42

Nokkrir Grásleppubátar frá Húsavik

       Sigurpáll ÞH 68 © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                       Eiki Matta ÞH og Sóley ÞH © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Sóley ÞH 28 Kemur til hafnar  © mynd þorgeir Baldursson 2012

                             Fram ÞH 62 © Mynd þorgeir Baldursson 2012

           Skipverjar á Fram Eyþór Viðars og Bjarni Eyjólfs Óðinn i brúnni © mynd þorgeir 2012
Nokkrar svipmyndir af Grásleppubátum frá Húsavik sem að hafa ratað fyrir linsu Ljósmyndarans undanfarna daga i bliðskaparveðri 

23.04.2012 21:48

Nýr Strandveiðibátur til Húsavikur i dag

                                    7683-Elin ÞH 7 mynd þorgeir Baldursson 2012

                                     Elin ÞH 7 © mynd þorgeir Baldursson 2012

                               Tekin smá hringur © mynd þorgeir Baldursson 2012

                          Elin þH og Lundey i baksýn © mynd þorgeir Baldursson 2012

                                   Og stefnan tekin á Höfnina á Húsavik © mynd þorgeir 2012
Nýr bátur bættist i strandveiðiflota Húsvikinga i dag þegar 7683 Elin ÞH 7 var sjósett báturinn er i eigu Viðars Sigurðssonar og Fjölskyldu mesta lengt er 6,38 og breidd 2,27 hann mælist 2,46 Bt og þaðvar plastverk /gunnars Stefánssonar i Sandgerði sem smiðaði hann Gandhraði i fyrstu prufuferðinni var 27 milur 

22.04.2012 15:08

Lundey NS 14 á landleið með Kolmunna til Vopnafjarðar

                         155 - Lundey Ns 14 © Mynd þorgeir Baldursson 2012
Uppsjávarveiðiskipið Lundey NS 14 i eigu HB Granda er á leið til Vopnafjarðar með fullfermi alls tæp 1600 tonn af kolmunna sem að veiddist á veðislóðinni fyrir sunnnan Færeyjar skipið var um einn og hálfan sólahring að veiðum og hafa  aflabrögð verið  með besta móti siðustu 3-4 daga  að sögn Stefáns Geirs Jónssonar skipstjóra talsverður fjöldi uppsjávarveiði skipa sem að hafa Kolmunnakvóta er á veiðslóðinni og hafa frystiskipin Guðmundur Ve,Hákon EA, Vilhelm Ea ,og Aðalsteinn SU  verið að landa i Færeyjum Hákon EA hefur landað á Norðfirði skip Sildarvinnslunnar hafa verið að  landa kommunna i frystingu til prufu sem að hefur verið úr tveimur siðustu hölunum i lok túrs

19.04.2012 19:29

Aðalfundur Hollvina Húna i dag

                                  Húni 2 EA 740 © Mynd þorgeir Baldursson 2012

      Stella og Hjörleifur © Mynd Þorgeir Baldursson 2012

Dagskrá aðalfundar 2012:

 Húni II aldrei litið betur út, yst sem innst

 Afhending áviðurkenningarskjali Stella Sigurgeirsdóttir fær þakkir fyrir styrk til minningar um eiginmann hennar,  Tryggva Gunnarsson skipasmíðameistara sem teiknaði Húna og stjórnaði smíði hans

             1.     Kosning fundarstjóra.

Mælt með að Þorsteinn Arnórsson verði fundarstjóri ritari verði Ellert Guðjóns

                    2.     Skýrsla stjórnar.

Valur Hólm Sigurjónsson  fer yfir vinnu í vélarrúmi- raflagnir í lest og vélarrými, viðhaldslisti

 Sigtryggur Gíslason fer yfir tréverk endurnýjun á lest og stýrishúsi

                3.     Reikningar lagðir fram.

Reikningar lagðir fram. Hallur Heimisson


F               Formaður kosinn Hjörleifur Einarsson

 V               Véllbúnaður, fjarskipta og tæknibúnaður: Valur Hólm Sigurjónsson,

 F                    Friðrik Friðriksson og Birgir Aðalsteinsson

 Viðhald báts: Ingi Pétursson, Sigtryggur Gíslason, Árni Antonsson og

Jóhannes Kárason

1.1 Fjöldi Hollvina Húna II er um 130

Báturinn gegnir lykilhlutverki í að halda tengslum milli hollvinanna þ.m. hels nefna kaffifundi en þeir hófust á sl ári um miðjan OKT en voru að sjálfsögðu líka um vorið. Svipaður fjöldi mætri í hvert skipti eða milli 30 og 50

Þá voru 2 skötuveislur í desember sl fyrir hollvini og velunnara.

Fjöldi ferða í fyrra voru 66 ( voru  79, 2010) og fjöldi farþega 2028, sem er fækkun frá 2010 en rétt að benda á að heita má að júlí hafi dottið út í fyrra vegna siglingar til Færeyja.Útlitð fyrir sumarið er nokkuð gott 

 

19.04.2012 00:41

Gleðilegt Sumar

               Sólarupprás við Tjörnes © Mynd þorgeir Baldursson 16 April 2012 kl 0543

18.04.2012 22:11

Húni 2 EA 740 Nýskveraður á Eyjafirði i dag

                          108-Húni 2 EA 740 © mynd þorgeir Baldrsson 2012

                            siglt út Eyjafjörð © mynd Þorgeir Baldursson 2012

                                Komið til baka © mynd þorrgeir Baldursson 2012

               1547-Draumur og 108-Húni 2 EA 740 © mynd þorgeir Baldursson 2012
Þegar vora tekur færist lif i hafnir landsins og er fátt eitt skemmtlegra en að sitja á bryggjupolla og fylgjast með vel hirtum og snyrtilegum bátum koma já eða fara einn af þessum bátum er Húni 2 sem að hollvinasamtök Húna hafa séð um en báturinn er i eigu iðnaðarsafnsins á Akureyri
þeir sem að vilja styrkja reksturinn á einn eða annan hátt geta haft samband við 
Þorstein Pétursson i netfang  steinipje@simnet.is þvi að mart smátt gerir eitt stórt 



18.04.2012 13:23

Bulund á Akureyri i morgun

                  Norska Uppsjávarveiðiskipið Buland © mynd Þorgeir Baldursson 2012

           Buland við slippkantinn á Akureyri i morgun © Mynd þorgeir Baldursson 2012
I gærkveldi kom til Akureyrar Norska uppsjávarveiðiskipið Buland skipið mun fara i breytingar hjá slippnum sem að miðast við að það geti dregið troll það er Neptune Ehf sem að kemur að þessum breytingum með aðstoð slippsins á Akureyri að sögn Ágústar Guðmundsonar koma þeir að þessu verkefin eingöngu til að koma þessu af stað og hinsvegar vegna þekkingar sinnar á breytingum á skipum eftir að hafa breytt tveimur togurum i fullkomin rannsóknarskip og voru þau verk unnin hjá slippnum hérna að loknum þessum breytingum mun skipið stunda veiðar við strendur Marokkó við veiðar á Sardinu og leggja upp aflan þar vonaandi innan 4 vikna  sagði Ágúst að lokum 

15.04.2012 10:37

Grásleppa á skjálfanda i siðustu viku

                        Eiki Matta ÞH 301 á Landleið i vikunni © mynd þorgeir 

               Sigrún Hrönn og Eiki Matta draga  Grásleppunet við Tjörnes i vikunni

                      Þórður Birgis og hans menn Draga netin © mynd þorgeir

            Ingólfur Árnasson skipst á Sigrún Hrönn Glaðbeittur á rúllunni © mynd þorgeir 
Nokkra Grásleppumyndir teknar i siðustu viku á skjálfanda fleiri myndir koma i i vikunni

11.04.2012 10:41

Ætlara að róa yfir Atlandshafið árið 2013

                                          mynd af www.newtimes.com

Fertugur Bandaríkjamaður að nafni John Bauby hyggst sigla yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum til Evrópu í árabát vorið 2013 en til þessa hafa sex manns tekist að það sama samkvæmt fréttavefnum Newstimes.com.

Bauby, sem er atvinnukafari og heldur þess utan íslenskt sauðfé á landareign sinni í Easton í Connecticut, segist í fréttinni hvergi vera banginn við ferðalagið fyrirhugaða og þvert á móti hlakka til þess. Flest það sem fólk taki sér fyrir hendur feli í sér hættu.

"Ég er ekki að segja að fólki eigi að vera ábyrgðarlaust og heimskt en ef þú stoppar og hugsar um það sem þú gerir daglega, þú myndir ekki gera helminginn af því ef þú óttaðist það að deyja," segir Bauby.

Hann vinnur nú að því að safna styrkjum til ferðarinnar og æfir stíft fyrir ferðina en ætlunin er að sigla frá Norður-Karólínu til Portúgals. heimild www.mbl.is



10.04.2012 23:18

Arnar HU 1 i slipp á Akureyri

                                Arnar HU 1   ©  mynd þorgeir Baldursson 2012

              Arnar HU  kominn inni Fiskhöfnina við slippinn © mynd þorgeir Baldursson 2012
Arnar HU 1 i eigu Fisk Seafood á Sauárkróki kom til hafnar á Akureyri i kvöld og mun skipið fara i slipp hjá Slippnum EHF þar sem að gerðar munu verða ýmsar lagfæringar á skipinu og búnaði þess þar með talin upptekt á Aðalvél og er reiknað með um þremur vikum i þessa vinnu og virðast vera næg verkefni framundan hjá slippmönnum 

10.04.2012 20:14

Tvö skip Samherja koma til hafnar á Akureyri i dag með góðan afla

                             Snæfell EA 310 © mynd þorgeir Baldursson 2012
Snæfell ea 310 kom til hafnar á Akureyri i morgun eftir um 25 daga veiðferð fyrir vestan land uppistaðan er Grálúða og Karfi 14500 kassar alls um 520 tonn uppúr sjó og aflaverðmæti um 220 milljónir 

                     Kaldbakur EA 1 © Mynd þorgeir Baldursson 2012
Kaldbakur EA1 kom til hafnar á Akureyri um miðjan dag með afla úr norsku lögsögunni alls er skipið með um 206 tonn og uppistaðan þorskur sem að fer til vinnslu i húsum félagsins á Akureyri og Dalvik alls tók veiðiferðin 10 daga höfn i höfn 

09.04.2012 23:11

Norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum veiðum 09. apr. 2012

                              Norska  linuskipið Ny Argo © mynd Magnar Lyngstad
skipið mun nú vera skammt fyrir austan eyjar og mun verða þar i kirngum miðnættið 

Norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum

 veiðum

09. apr. 2012

Mánudagur 9. apríl 2012

Upp úr kl. 11:00 í morgun stóð áhöfn þyrlunnar TF-GNA  norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi. Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar höfðu komið auga á skipið  um kl. 08:30 í morgun í ferilvöktunarkerfum, þar sem það var statt inni í hinu lokaða hólfi og virtist vera að leggja línu.  TF-GNA sem var við að fara í eftirlitsflug var því beint á svæðið og hafði áhöfn hennar samband við skipið og fékk uppgefnar staðsetningar sem samræmdust athugunum varðstjóranna.  Skipverjum skipsins hefur verið gert að ljúka við að draga línuna og halda síðan til Vestmannaeyja þar sem skýrslutaka mun fara fram.Af vef lhg.is



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 872
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570410
Samtals gestir: 21604
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:03:38
www.mbl.is