Færslur: 2012 Júní

08.06.2012 18:27

Likan af siðutogaranum Kaldbak EA 1

Kaldbakur EA 1 kominn til heimahafnar

Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur fengið líkanið af síðutogaranum Kaldbak EA 1 lánað og verður það til sýnis á safninu í sumar. Það var Akureyringurinn Aðalgeir Guðmundsson sem smíðaði líkanið en hann var kyndari um borð í Kaldbak um tveggja ára skeið en fór þá  yfir á Harðbak. Hann notaði aðallega kopar og blikk í smíðina en líkanið er 92 cm langt. Kaldbakur EA kom nýr til Akureyrar árið 1947 en Aðalgeir fór um borð í togarann árið 1948 og starfaði þar þangað til Harðbakur kom nýr árið 1950. Þá fylgdi hann skipstjóra sínum á Kaldbak, Sæmundi Auðunssyni, yfir á Harðbak. Aðalgeir segir að það hafi verið yfir 30 manns á þessum skipum þegar verið var á veiðum við Grænland og saltað var um borð en færri á ísfiskveiðunum. "Lífið um borð var ágætt og manni fannst þetta alveg hátíð á fyrstu árunum."

Aðalgeir, sem orðinn er 87 ára gamall, segist hafa byrjað sem smástrákur að smíða báta og tálga ýmsa hluti með vasahnífnum. "Seinna datt mér svo í hug að láta á það reyna hvort ég gæti ekki smíðað eftirlíkingu af Kaldbak, þegar ég fékk teikningar af honum. Ég byrjaði á verkinu í kringum 1955, þegar ég var um borð í Harðbak. Svo kom þetta smán saman en ég vann mikið við smíðina um borð. Ef ég fór í frí, hafði ég líkanið með mér í land og vann við það heima en svo komu tímabil inn á milli, þar sem ég leit ekki við þessu. En þegar á leið sá ég að þetta myndi takast."

Aðalgeir segir að líkanið af Kaldbak hafi verið víðförult, því á þeim tíma sem hann var að smíða það, var hann við veiðar við Grænland og siglt með saltfiskinn tilEsbjergí Danmörku. Einnig var farið var í söluferðir með ferskfisk, til bæðiEnglandsog Þýskalands. Aðalgeir segir ómögulegt að segja til um það hversu margir tímar fóru í smíðina en hann segist hafa unnið við smíðina með hléum, frá 1955 og næstu þrjú til fjögur ár þar á eftir.

Gaf skipstjóranum líkanið

Aðalgeir færði Sæmundi skipstjóra líkanið að gjöf en hann var þá fluttur frá Akureyri til Reykjavíkur. "Það var þar með komið úr minni umsjá en ég gerði engan fyrirvara um það hvernig ætti að fara með skipið eftir hans dag. Svo féll Sæmundur frá, fyrir aldur fram, en svo liðu nokkur ár, þar til ég frétti af líkaninu á Sjóminjasafni Reykjavíkur á Grandagarði. Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því að líkanið var komið á safnið í Reykjavík, hvort það var ekkjan eða börn þeirra sem höfðu ráðstafað því. En nú er það komið norður fyrir tilstilli Eiríks Ragnarssonar en hann hefur barist fyrir því af miklum krafti að fá það norður og ég aldeilis sáttur við það. Mér finnst að líkanið eigi heima hér fyrir norðan og held að það séu flestir á því að það tilheyri okkur. Það er hins vegar bara í láni en verður hér vonandi sem lengst."

Aðalgeir hætti til sjós í kringum 1960 og fór þá að vinna hjá Jóhanni Guðmundssyni bróður sínum í Sandblæstri og málmhúðun. Síðar gerðist hann næturvörður hjá Slippstöðinni í nokkur í ár. Aðalgeir á lítinn plastbát sem hann er með í Sandgerðisbót og hann segist hafa gaman að því að dunda við bátinn, þótt hann fari ekki mikið á sjó. Hann býr ásamt konu sinni í Sandgerði, rétt ofan við Sandgerðisbót og getur því horft yfir smábátaflotann heiman frá sér. Heimild Vikudagur.is


                    Likanið af Kaldbak EA 1 © mynd Kristján Kristjánsson Vikudagur 2012


                Aðalgeir Guðmundsson Við Kaldbak EA 1 © Mynd Kristján Vikudagur 2012 


                       Afturskipið á Kaldbak EA 1 © Mynd Kristján Vikudagur 2012


                        Framskipið og bakkinn © Mynd Kristján Vikudagur 2012


          Aðalsteinn Litur  yfir Likanið þvilik snilldarsmiði © Mynd Kristján Vikudagur 2012

06.06.2012 01:58

"Steingrímur valtar yfir okkur"

          Viðir Jónssons Skipst Kleifarberg RE 7

                           Kleifarberg RE 7 © mynd Þorgeir Baldursson 2012

Fjölmennur fundur var haldinn með starfsmönnum Brims í dag þar sem fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjald voru til umræðu. Víðir Jónsson, skipstjóri á Kleifarbergi, var þar og er sannfærður um að breytingarnar komi niður á kjörum sjómanna en það var umdeilt á fundinum þar sem Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, ræddu málin.

Víðir segir erfitt að eiga við Steingrím í rökræðum og að ráðherrann valti yfir sjómenn í rökræðum jafnvel þótt þeir hafi ekki minna vit á sjávarútvegi en hann.

En hvað með Dreifbýlisstyrkinn hans og alla þá Bitlinga sem að þetta fólk sem að er i þessum störfum fær umfram aðra landsmenn 

06.06.2012 01:37

Vegið að kjörum sjómanna og kjarasamningar settir í uppnám

                      Aðalsteinn Jónsson SU 11 © mynd þorgeir Baldursson 

                               Hafdis SU 220 © Mynd þorgeir Baldursson 

Áhafnir Jóns Kjartanssonar SU 111, Aðalsteins Jónssonar SU 11 og Hafdísar SU 220 mótmæla harðlega kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar og telja að þau vegi alvarlega að kjörum sjómanna og setji kjarasamninga þeirra í uppnám.  

Fram kemur í yfirlýsingu frá áhöfnunum, að frumvörpin skapi óvissu, sundrung og muni hafa neikvæð áhrif á laun sjómanna og annars starfsfólks í sjávarútvegi um allt land. 

"Við í áhöfnum Jóns Kjartanssonar, Aðalsteins Jónssonar og Hafdísar viljum benda hæstvirtum ráðherrum og þingmönnum á að við og okkar fjölskyldur erum líka hluti af íslensku þjóðinni - við höfum okkar lifibrauð af því að veiða fisk, við erum atvinnumenn í þeirra grein.  Við munum aldrei sætta okkur við að í nafni "félagslegs réttlætis" verði störf okkar gerð að engu og kjör okkar rýrð - einungis til að færa einhverjum öðrum!

Er það "félagslegt réttlæti" og nýliðun að hafa af okkur atvinnu og gefa til þeirra sem sumir hafa selt sig út úr kerfinu allt að þrisvar sinnum en veiða nú frítt í boði ríkisstjórnar hinna vinnandi stétta?

Styðjum við heilshugar aðgerðir útvegsmanna um allt land - enda ekki vanþörf á að kynna málin fyrir öllum hlutaðeigendum og skorum um leið á stjórnvöld að draga frumvörpin til baka, setjast niður og ná sáttum við sjómenn, fiskverkafólk og aðra sem eiga lífsafkomu sína undir veiðum og vinnslu," segir í yfirlýsingunni.

05.06.2012 16:52

Björgvinsbeltið 2012

          Björgvin Sigurjónsson við afhendingu Beltisins i Eyjum © mynd Óskar P Friðriksson 

                    Björgvin og Bjarni Sighvatsson © mynd Óskar P Friðriksson 2012

   Sigurjón á Þórunni Sveins ásamt fulltrúum lögreglu og Hjálparsveita © mynd Óskar P Friðriksson

       Stoltur en hógvær Kúti hlustar á þakkarræðu © Mynd Óskar P Friðriksson 2012

                 Léttleikinn sveif yfir mannskapnum © mynd Óskar P Friðriksson 2012

Hinn margreyndi björgunarbúnaður, Björgvinsbeltið svokallaða, sem upprunalega var hannað fyrir rúmum tveimur áratugum af Björgvini Sigurjónssyni, Kúta, sjómanni í Vestmannaeyjum, hefur verið endurhannað með tilliti til nútímakrafna í björgunarmálum og hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) fengið einkaleyfi á sölu þess á öllum Norðurlöndunum og Bretlandseyjum. Fyrsta nýja Björgvinsbelið var í gær afhent Bjarna Sighvatssyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, við hátíðlega athöfn í Eyjum í tilefni sjómannadagsins.

Björgvin Sigurjónsson, stýrimaður og skipstjóri í Vestmannaeyjum, bjó til fyrsta beltið fyrir rúmum 20 árum og hefur beltið margsannað gildi sitt við björgun mannslífa. Það þykir einstaklega traust og einfalt í notkun, sem er afar mikilvægur kostur við björgun, og hlaut beltið á sínum afar góðar viðtökur hjá útgerðarfélögum landsins. Nýja Björgvinsbeltið er framleitt úr enn sterkara og veðurþolnara efni en fyrirrennari þess auk þess sem á beltið hefur verið bætt endurskinsmerkjum, ljósi og flautu, m.a. í þeim tilgangi að auðvelda leit og björgun í myrkri.
 
Sjóvá fjármagnaði endurhönnun beltisins f.h. Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem hefur sett sér það markmið að dreifa sem flestum nýjum Björgvinsbeltum um borð í skip og báta auk fleiri staða, svo sem við brýr og aðra staði, þar sem nauðsyn er að hafa björgunarbúnað við hendina. Sjóvá, aðalstyrktaraðili SL, hyggst gefa Björgvinsbelti í allar lögreglubifreiðar á landinu.
 
Öllum ágóða af sölu nýja Björgvinsbeltisins verður varið til rekstrar björgunarskipa SL en þau eru fjórtán talsins. Skipin eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar og á hverju ári aðstoða þau hátt í hundrað skip og báta við Íslandsstrendur.
 
Björgvinsbelti er ekki ósvipað því sem notað er við hífingar með þyrlum. Því fylgja kastlínur, það flýtur og hægt er að bjarga tveimur mönnum með því í einu beri svo undir. Þá er hægt að kasta Björgvinsbeltinu lengra og af meiri nákvæmni en bjarghring. Ekki er þó ætlast til að Björgvinsbeltið komi í staðinn fyrir annan björgunarbúnað, heldur sem viðbótarbúnaður um borð í skipum, við hafnir og á fleiri stöðum.
Heimild Eyjafréttir       Allar myndir Óskar Pétur  Friðriksson 

03.06.2012 01:09

Sjómannadagurinn 2012

              Sigling smábáta úr Bótinni inná pollinn © mynd þorgeir Baldursson
óska sjómönnum svo og landsmönnum öllum  innilega til hamingju með daginn 
Nokkrar svipmyndir frá deginum Frá Skapta Hallgrimssyni Blaðamanni Morgunblaðsins
 og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin 

                             Kvennakappróður © Mynd Skapti Hallgrimsson 2012

                        Gestir i skemmtisiglingu © Mynd Skapti Hallgrimsson 2012

               Fjölmenni fylgdist með Kappróðrinum © mynd Skapti Hallgrimsson 2012

01.06.2012 22:03

Nýr Bátur á Rif Þorsteinn SH 145

                               Þorsteinn SH 145 © mynd Trefjar 2012

Ný Cleopatra 31 á Rif

 

Útgerðarfélagið Hvíldarfoss ehf fékk núna á dögunum afhentann nýjan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni standa bræðurnir Friðbjörn og Gylfi Ásbjörnssynir.  Gylfi verður skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Þorsteinn SH-145.  Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu.  Fyrir á útgerðin annan bát Tryggva Eðvarðs SH-2 af gerðinni Cleopatra 38.

Nýji báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Báturinn er einnig útbúinn til handfæraveiða og með vökvakerfi til grásleppu og handfæraveiða.  Handfærarúllur eru 5 frá DNG. 

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 430hö tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest.  Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni.

 

 


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1582
Gestir í dag: 159
Flettingar í gær: 7696
Gestir í gær: 1224
Samtals flettingar: 594017
Samtals gestir: 24728
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 20:37:26
www.mbl.is