Færslur: 2012 Júní

29.06.2012 23:03

Húni 2 við Svalbarðseyri

                            Húni 2 Ea 740 © mynd þorgeir Baldursson 2012

                          Húni 2 siglir út Eyjafjörð © mynd þorgeir Baldursson 2012

29.06.2012 15:06

Ný 15tonna Cleopatra 40B afgreidd á Bolungarvík

                      2822-Hrólfur Einarsson Is 255 © mynd Högni Bergþórssson 2012

Útgerðarfélagið Völusteinn ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Að útgerðinni standa Gunnar Torfason og Ólafur Jens Daðason.  Ólafur Jens Daðason verður skipstjóri á bátnum.

 

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Hrólfur Einarsson ÍS 255.  Báturinn mun leysa af hólmi eldri Cleopatra 38 bát með sama nafni.  Báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.  Hrólfur Einarsson er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er nokkru breiðari bátur enn eldri bátar útgerðarinnar.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6WG1TCX 720hö (15.7L) tengd tveggja hraða gír ZF 550ATS gír.  Nýjung í þessum bát er að gírinn hefur innbyggð tvö gírhlutföll.  Efra hlutfallið er notað með léttann bát út á miðinn og neðra hlutfallið með hlaðinn bát til hafnar.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum Wesmar hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 

Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. Heimild Trefjar .is

28.06.2012 12:12

Leikskólabörn af Hliðarbóli i siglingu með Húna 2 i morgun

                     Hópurinn við Skipshlið i morgun © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Öll börn i Björgunnarvestum © mynd þorgeir Baldursson 2012

                          Börnin köstuðu fyrir fisk © mynd þorgeir Baldursson 2012

                    Siðan var kastað út Flöskuskeyti © mynd þorgeir Baldursson 2012

                Börnin á Hliðarbóli með Steina Pé © mynd þorgeir Baldursson 2012
I morgun fóru 19 börn af leikskólanum Hliðarból við Skarðshlið ásamt foreldrum nokkurra þeirra  i stutta siglingu með Eikarbátnum Húna 2 börnin fengu að kasta fyrir fisk ásamt þvi að þau hentu Flöskuskeyti i sjóinn að sjóferðinni lokinni sungu þau Eyjafjarðarlagið fyrir fyrir áhöfnina 

27.06.2012 11:22

Costa Voyager á Akureyri i morgun

                       Costa Voyager á Akureyri i morgun © Mynd Þorgeir Baldursson 2012

             Farþegar Biðu eftir að komast i land © mynd þorgeir Baldursson 2012

      Og hafnarstarfsmenn að taka á móti Endum © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Skipverji kastar linu i land © mynd þorgeir Baldursson 2012

                Og hafnarstarfsmenn Taka á móti endum © mynd þorgeir Baldursson 2012

          Skipstjórinn ásamt Maron Björnssyni i brúnni © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Farþegar ganga frá borði © mynd Þorgeir Baldursson 2012

             Við undirleik Harmonikkuleikara © mynd þorgeir Baldursson 2012
Italska skemmtiferðaskipið Costa Voyager  kom til Akureyrar snemma i morgun það er tiunda skemmtiferðaskipið sem að kemur  i sumar með skipinu eru 716 farþegar flestir á miðjum aldri allflestir  fóru i skoðunnarferðir i morgun i kringum bæinn og næsta nágrenni 
Skipið er 30 metra breitt og 180 á lengd og mun skipið fara frá Akureyri um kl 20 i kvöld


27.06.2012 00:12

Árbakur Ea 5 Hélt til Makrilveiða að kvöldi 26 júni 2012

   Skipstjórinn á Árbak EA 5 Höskuldur Bragasson © Mynd þorgeir Baldursson 2012

        Árni R Jóhannesson Fyrsti stýrimaður og Höskuldur skipstjóri © mynd þorgeir 2012

                 Strákarnir að græja  © mynd þorgeir Baldursson 2012

                 Veiðarfærin á bryggjunni  biða eftir að komast um borð © mynd Þorgeir 2012

          Stefán Finnbogasson siður i hleralás © mynd þorgeir Baldursson 2012

     Hlerinn i gálga © Mynd þorgeir Baldursson 2012

                        Og svo var sleppt © mynd Þorgeir Baldursson 2012

                      Bakkað frá um kl 23/40 © mynd Þorgeir Baldursson 2012

                      Og siðan haldið til veiða © mynd þorgeir Baldursson 2012
Nú skömmu fyrir miðnætti i kvöld Hélt Árbakur EA 5  til veiða i fyrsta skipti undir merkjum 
útgerðarfélags Akureyringa eftir að Samherji H/F keypti hlut Brims H/F i landvinnslu félagsins á Akureyri skipið mun halda til makril veiða skipstjóri er Höskuldur Bragasson og fyrsti Styrimaður er Árni R Jóhannesson i áhöfn verða 10 menn 

26.06.2012 17:02

Smá pus við trolltöku um borð i Gnúp Gk

                            Á sjó i brælu © mynd Sigurjón Veigar Þórðarsson 

                          I pusi við trolltöku á sjó © mynd Sigurjón Veigar Þórðarsson
Svona er lifið á sjó ekki alltaf dans á rósum eins og sumir mundu orða það en smá pus gerir engum mein allra sýst allvöru sjómönnum myndir Sigurjón Veigar Þórðarsson 

26.06.2012 09:26

Svipmyndir úr Norðursjó júni 2012

                        Risabor við Grenaa © mynd þorgeir Baldursson 2012

      Á þessa gulu standa  eiga að koma 136 vindmyllur © mynd þorgeir Baldursson 2012
Þetta mun vera verkefni til næstu 2 ára eftir þvi sem að ég heyrði á ibúa i Grenaa og má gera ráð fyrir að talsvert fjölgi þar að minsta kosti á meðan framkvæmdir standa yfir

                 Oliuborpallar um allan sjó þarna © mynd þorgeir Baldursson 2012

                Norskir  Rækjubátar að veiðum © mynd þorgeir Baldursson 2012

                              Trönderbas Nt-500-V © mynd þorgeir Baldursson 2012
   
                              Plútó GG 505 mynd þorgeir Baldursson 2012

                            Norskur fiskibátur © mynd þorgeir Baldursson 2012
Þessi siðasti fannst mér likjast einum islenskum spurning hvort að þið lesendur góðir kannist við hann og þá undir hvaða nöfnum

25.06.2012 21:38

Veðurbliða i Húllinu við Reykjanes þann 22 júni

            Reykjanesviti skartaði sinu fegursta þann 22 júni © mynd Þorgeir Baldursson 2012

           Eldey i kvöldsólinni skömmu fyrir miðnættið © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Brimnes Re 27 við Eldey © mynd Þorgeir Baldursson 2012

            Og stefnan tekin á Makrilveiðar fyrir Austan land © mynd þorgeir Baldursson
Þessar myndir voru teknar við Reykjanes að kvöldi 22 júni skömmu fyrir miðnætti og sýna svo að ekki verður um villst veðurbliðuna i Húllinu þetta kvöld 

25.06.2012 16:02

Dráttarbáturinn Erlend Við Kirkwall

                Skoski dráttarbáturinn Erlend © mynd Þorgeir Baldursson 2012

24.06.2012 22:34

Vs Týr Dregur skip frá Canada til Danmerkur i Brotajárn

                 Hebron Sea Við bryggju i Canada © mynd þorgeir Baldursson 2012

                        Haldið af stað frá Pictou © mynd þorgeir Baldursson 2012

                                  Lagðir i hann © mynd þorgeir Baldursson 2012

                Gott veður fyrstu tvo dagana © mynd þorgeir Baldursson 2012

                   svo fór að þyngjast kvikan og þá © mynd Þorgeir Baldursson 2012

           Fór að taka meira i taugina á milli skipanna © mynd þorgeir Baldursson 2012

                      Svo að sumum þótt nóg um © mynd þorgeir Baldursson 2012

                  Og mikið dró úr hraða okkar © mynd þorgeir Baldursson 2012
Þann 11 mai siðastliðin lagði varðskipið Týr i langt ferðalag ætlunin var að sækja skip Hebron Sea til Pictou i Canada og draga það til Grenaa i Danmörkur þar sem að það átti að fara i niðurrif og gekk ferðin nokkuð vel þangað til að skipin voru komin útá Atlandshaf þá gerði norðaustan átt sem að blés á móti okkur langleiðina yfir hafið túrnum lauk svo i Grenaa þann 16 júni og var þá ákveðið að stoppa úti þann 17 Þjóðhátiðadaginn og halda svo heim um kvöldið heimsiglingin gekk eins og i sögu og vorum við komnir til Reykjavikur þann 22 júni og var þá búið að sigla um 6000 milur á 43 dögum að meðtöldum brottfarar og komudögum 


24.06.2012 14:48

Kristinn Benidiktsson Ljösmyndari Látinn

Kristinn Benidiktsson
Kristinn Benediktsson, ljósmyndari lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær. 

Börnum, foreldrum systkinum og öðrum ættingjum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur
Meiri umfjöllun um þennan frábæra Ljósmyndara er á siðu 
Emils Páls www.123.is/emilpall 

24.06.2012 12:51

Jónsmessusigling með Húna 2 siðastliðna nótt

     Jónsmessu sigling með Húna 2  © mynd þorgeir Baldursson 2012

                Hvalaskoðun i Eyjafirði siðastliða nótt © mynd þorgeir Baldursson 2012

                        Heitt Kakó og Bakkelsi © mynd Þorgeir Baldursson 2012
 Það var um kl 23 i gærkveldi fór Eikarbáturinn Húni 2 með 36 manns i Jónsmessu siglingu á Eyjafirði þar sem að skoða átti sólsetur og skima eftir Hvölum Litið var af sól en talvert af Hval i kringum Hjalteyri svo að gestir i þessari ferð urðu ekki fyrir vonbryggðum með ferðina sem að tók um 4 klst og var komið til hafar um kl 03 i nótt eftir skemmtilega ferð meðal annas var boðin uppá kakó og kleinur  kaffi sem að yljaði gestum sem að voru að vonum Þakklátir fyrir sopann 

13.06.2012 09:06

Gullhúðuð snekkja með grameðlubeini

                                      smekkja Gullhúðaða mynd af Vb.is

                                             Aðaldekkið mynd af Vb.is

                                              Borðstofan mynd af Vb.is

                                               Svefnsvitan mynd af Vb.is

Dýrasta snekkja heims kostar hvorki meira né minna en 4,8 milljarða dollara. Hún er gullhúðuð frá toppi til táar.

Það eru ekki margir sem sjá fram á að þéna 4,8 milljarða dollar á starfsferlinum. Í Malasíu er þó auðjöfur sem telur slíka upphæð ekki mikið tiltökumál. Sá á dýrustu snekkju heims og er kostar báturinn litla 4,8 milljarða dollara. Það þarf þó ekki að undra að snekkjan kosti sitt enda er hún húðuð gulli.

Snekkjan heitir History Supreme og er 100 fet á lengd. Hún er því engin smásmíði og er að auki skreytt 100.000 kílóum gulls og platínums. Snekkjan var framleidd af breska fyrirtækinu Starf Hughes and Company og tók meira en þrjú ár að ljúka smíðinni.

Svo verð snekkjunnar sé sett í samhengi má geta þess að hún er fimmfalt dýrari en næstdýrasta snekkja heims. Sú er 800 milljón bandaríkjadala virði og er í eigu rússneska milljarðamæringsins Roman Abramovich. Þetta kemur fram á vefsvæðinu celebritynetworth.com.

Hvað varðar stærð, tól og tæki er munurinn á þessum tveimur snekkjum ekki mikill, sé litið hjá gullhúð þeirrar fyrrnefndu. Gull er þó varla það merkilegasta sem finna má um borð í skipinu en meðal þess sem skreytir svefnherbergið er raunverulegt bein úr Grameðlu (Tyrannosaurus Rex). Sjón er sögu ríkari og eru meðfylgjandi myndir af snekkjunni rándýru.

09.06.2012 22:16

Langt sjúkraflug hjá TF Lif

Laugardagur 9. júní 2012

Landhelgisgæslunni barst um kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá rússneska togaranum Aleksey Anichkin sem staddur er á Reykjaneshrygg, um 228 sjómílur frá Reykjanestá. Kallað var á aðstoð túlks sem flutti boð milli þyrlulæknis og skipstjóra togarans. Að mati þyrlulæknis var talið nauðsynlegt að sækja skipverjann og fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF frá Reykjavík um kl. 13:00. Þar sem flogið var út fyrir 150 sjómílur var B þyrluvakt í viðbragðsstöðu á flugvelli auk þess sem flugvél Mýflugs var tilbúin til leitar og björgunar, þar sem TF-SIF er farin til tímabundinna verkefna erlendis.

Komið var að skipinu kl.14:13, um 205 sjml. frá Reykjavíkurflugvelli. Seig sigmaður niður og undirbjó manninn fyrir flutning á börum og var hann síðan hífður um borð í þyrluna. Flogið var beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 17:02.


                               Aleksey Anichkin© Mynd þorgeir Baldursson 2012  


 Sigið um borð i Togarann i dag © mynd Landhelgisgæslan



09.06.2012 00:46

Sjóslysaæfing á á Skjálfanda og Húsavik

                          Sylvia i eigu GG kemur til hafnar © Mynd Þorgeir Baldursson 

                     Hvalaskoðun Frá Húsavik © Mynd þorgeir Baldursson 2010

Sjóslysaæfing á Skjálfanda og Húsavík

          


08. jún. 2012

Almannavarnanefnd Þingeyinga og embætti Lögreglustjórans á Húsavík standa fyrir sjóslysaæfingu á Skjálfanda og á Húsavík laugardaginn 9. júní nk. í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæsluna.  

Æfð verða viðbrögð við bruna um borð í hvalaskoðunarskipi.  Markmið æfingarinnar eru einkum að prófa nýja viðbragðsáætlun sem ber yfirskriftina: "Sjóslys á Skjálfanda: Hópslys á Húsavík - hvalaskoðunarbátar og önnur farþegaskip".  Fjarskiptamál verða könnuð sérstaklega ásamt flæði þolenda frá slysstað á sjúkrahús.  Þá er það meginmarkmið að kanna hvort viðbragðsaðilar í umdæmi lögreglunnar á Húsavík hafi nægar bjargir til að takast á við hópslys á sjó.

Undirbúningur æfingarinnar hefur staðið yfir um nokkra hríð og byggir á skipulagi og fræðslu fyrir þátttakendur en það eru lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, deildir Rauða kross Íslands og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.  Samráðshópur áfallahjálpar í umdæminu mun einnig taka þátt í æfingunni.  Fræðslan er í höndum ráðgjafa frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Slökkviliði Akureyrar, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Lögreglunni á Akureyri, Rauða krossi Íslands og Slysavarnafélaginu Landsbjörg.  Neyðarlínan mun sjá um boðun viðbragðsaðila til æfingarinnar og verður boðunaræfing haldin fimmtudaginn 7. júní nk. 

Sjóslysaæfingin verður sett í íþróttahöllinni á Húsavík kl. 9.00 að morgni laugardagsins 9. júní og er gert ráð fyrir að rýnifundur vegna æfingarinnar hefjist að henni lokinni kl. 13.30 sama dag.  Söfnunarsvæði slasaðra verður í húsnæði Björgunarsveitarinnar Garðars en jafnframt verður fjöldahjálparstöð opnuð í Borgarhólsskóla.

Búast má við að umferð um hafnarsvæðið verði takmörkuð meðan á æfingu stendur.

Heimild www.lhg.is      © myndir Þorgeir Baldursson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2798
Gestir í dag: 175
Flettingar í gær: 1762
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 596995
Samtals gestir: 24912
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 21:35:36
www.mbl.is