Færslur: 2013 Ágúst

31.08.2013 17:41

Slippurinn i Gær

              Ljósafell Su 70 og Hvanney SF 51© þorgeir 2013

                               Frosti ÞH 229 © þorgeir 2013

                  Jökull þh 259 og Frosti ÞH 229 © þorgeir 2013

 

 

 

 

30.08.2013 21:02

Kaupfélag Fáskrúsfirðinga 80 ára

        Hoffell Su Ljósafell Su og Búðafell Su © Skyggna/myndverk Kristján Pétur

  Búðafell su Hoffell su og Ljósafell su ©Skyggna/myndverk Kristján Pétur 

                          2345- Hoffell SU 80 © Mynd þorgeir Baldursson  

                       1277- Ljósfell Su 70 © mynd þorgeir Baldursson 

 

 

Þann 6. ágúst 1933  var Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga stofnað. 

Í tilefni þess verður haldið uppá 80 ára afmælið næstkomandi laugardag kl 14:00 í Félagsheimilinu Skrúði, Fáskrúðsfirði. 

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er aðaleigandi Loðnuvinnslunnar hf sem rekur togarann Ljósafell SU 70 og uppsjávarskipið Hoffell SU 80.

 

Sjávarútvegur Kaupfélagsins hefur lengst af verið rekinn í dótturfélögum Allt frá árinu 1945 

eins og Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar, sem er forveri Loðnuvinnslunnar hf. 

Skip félagsins hafa ávallt verið með þessum nöfnum: Ljósafell SU 70,  Hoffell SU 80 og Búðafell SU 90.

 

 

30.08.2013 16:13

Frá Öngli til maga

   Börn i 6 bekk Siðuskóla ásamt Leiðbeinendum © mynd Þorgeir 2013

              Bjarni Eiriksson sýndi þeim Þorsk © mynd þorgeir 2013

                          Sáu Hnúfubak á firðinum © mynd Þorgeir 2013

       sem að veifaði sporðinum i átt til þeirra © mynd Þorgeir 2013

 

Þessa viku hefur áhöfnin á Húna II siglt tvær ferðir á dag með nemendur í sjötta bekk í grunnskólum Akureyrar.  Ferðirnar eru fræðslu og veiðiferðir og eru samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Grunnskóladeildar Akureyrarbæjar og Hollvina Húna II.  Ferðirnar sem taka þrjá tíma byggjast upp á fræðslu um öryggisatriði, sögu Húna II, fræðslu um lífríki sjávar, fiskveiðar, fiskurinn krufinn, flakaður og grillaður.  Þá er fræðsla um þau veiðarfæri sem notuð eru við handfæraveiðar.  Í þessum ferðum hefur aflast vel og í flestum ferðum hafa nemendur séð hvali.   Almenn ánægja er með ferðir þessar og þær taldar gott innlegg í skólastarfið.

29.08.2013 20:03

Meira af sigurði Ve 15

         Margir komu að kveðja Sigurð Ve © mynd Óskar P Friðriksson 2013

              Guðbjörg Mattiasdóttir © mynd Óskar P Friðriksson 2013

 Sigurjón Ingvarsson Skipst á tali við Sighvat Jónsson © mynd Óskar P Friðriksson

    Siðan sleppti Guðbjörg siðasta endanum © mynd Óskar P Friðriksson 2013

    Stóri Örn, Sigurður, og Herjólfur © mynd óskar P Friðriksson 2013

     Siðan hélt þessi gamli öldungur sina leið © mynd Óskar P Friðriksson 

 

28.08.2013 20:26

Sigurður ve 15 i pottinn i Danmörku

                          Sigurður ve 15 Mynd þorgeir Baldursson 2012

                                      á vertiðinni 2012  Mynd þorgeir

                  Löndun i Krossanesi 2005 Mynd þorgeir Baldursson 

        Með fullfermi á Eyjafirði á leið i Krossanes mynd þorgeir Baldursson

           Krisbjörn Árnasson Skipstjóri og Kristbjörn Jónsson jr mynd þorgeir 

Það var núna seinnibartinn i dag sem að 183 Sigurður ve 15 lagði i sina siðustu 

för undir islensku flaggi en skipið hefur verið selt til Esberg i Danmörku i niðurrif 

það var sigurjón Ingvarsson skipstjóri sem að sigldi skipinu utan ásamt fjórum öðrum 

og verður eflaust mikil eftirsjá i þvi en tilkynnt var i dag að von væri á öðru skipi i stað

tveggja sem að munu hverfa úr rekstri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

26.08.2013 17:04

Elding á leið i Hvalaskoðun

                                Elding © Mynd þorgeir Baldursson 2013

25.08.2013 13:12

Hvalaskoðunnarbátar Gentle Giants

            Hvalaskoðunnar bátar GG © mynd þorgeir Baldursson 2013

Það hefur verið allmikil traffik i Hvalaskoðun frá húsavik eins og myndin ber með sér 

þarna eru þrir bátar frá Gentle Giants fv Silvia, Faldur ,og Aþena á siglingu

fyrir utan höfnina i vikunni meira um þetta á heimasiðu þeirra

 

 

24.08.2013 00:45

Smá myndasyrpa frá Húsavik

                              972-Kristin ÞH 157 © mynd þorgeir 2013

 

                        1030- Páll Jónsson Gk 7 © Mynd þorgeir 2013

                      Kristin og Páll Jónsson i Húsavikurhöfn © mynd þorgeir 2013

                  1030- Páll Jónsson GK 7 á útleið © Mynd þorgeir 2013

Nú i vikunni komu tveir báta Visirs H/F til hafnar á Húsavik og voru þá þessar myndir

teknar úr stofuglugganum i Sólbrekkunni sem að sýnir svo ekki verður um villst hvað 

útsýnið er gott yfir bæinn útá flóann og upp til fjalla 

 

13.08.2013 17:50

Gullver Ns 12 á heimleið eftir slipp

                1661-Gullver NS 12  © mynd Þorgeir Baldursson 2013

 

Gullver NS á siglingu út Eyjafjörð um KL 15 i dag áleiðis til heimahafnar á Seyðisfirði

eftir slipp á Akureyri 

12.08.2013 12:20

Bobas N-30-BO nýr bátur frá Trefjum

                          Bobas N-30- BO    Mynd Högni Bergþórsson 2013

Ný Cleopatra 36 til Vesterålen

 

Bátsmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Bø í Vesterålen sem er í Nordlandsfylki í Noregi.

Kaupandi bátsins er Ansten Albrigtsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Bøbas.  Báturinn mælist 15brúttótonn.  Bøbas er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Simrad og Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til neta og handfæraveiða.

Búnaður til netaveiða kemur frá Lorentzen og Rapp í Noregi. 

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 

Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í ágúst.

www.trefjar.is

11.08.2013 23:22

Skipslikön i Borgarnesi 2013

Myndir af skipum i útgerðarsögu Borgnesinga 1934-1966

 

                               Akraborg

 

                             Akraborg Mynd þorgeir Baldursson 2013

 

                        Hafborg MB 76 

 

                     Hafborg MB 76 Mynd þorgeir Baldursson 2013

 

                     Hvitá MB 8  1946

 

                  Hvitá MB 8 Mynd Þorgeir Baldursson 2013

 

    Laxfoss um hann vantar upplýsinar ef að einhver þekkir mynd Þorgeir 2013

Sá þessi likön i skóla i Borgarnesi i sumar og smellti nokkur myndum af fyrir gesti siðunnar 

 

10.08.2013 16:24

Makrilveiðar um borð i Barða NK 120

          Björgúlfur Kristinn Bóasson © mynd þorgeir Baldursson  2013

 

 

10.08.2013 16:09

155 Lundey NS 14

                  Lundey NS 14  ©  Mynd þorgeir Baldursson 2013

 

Lundey NS á toginu i Hornafjarðardýpi i siðustu viku en skipið

er nú á landleið til Vopnafjarðar með góðan afla 

09.08.2013 15:25

Samherji H/f kaupir linuskip

                                         Carisma Star SF-10-V

 

                                             úr Brúnni  

 

                Borðsalur og Messinn eru glæsileg

 

                               Linurekkar á millidekkinu 

 

               Vélarúmið er hið glæsilegasta

                             Allar  myndir af Heimasiðu samherja 

                                     www.samherji.is

Nú í vikunni gekk Samherji frá kaupum á Carisma Star, 52 metra löngu og 11 metra breiðu línuveiðiskipi. Carisma Star var áður í eigu Carisma Star AS í Måløy Noregi. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og fór í gagngera yfirhalningu árið 2008 þar sem vinnsludekkið var meðal annars endurbyggt og vistarverur endurbættar. Skipið er mjög vel með farið og vel útbúið til línuveiða en skipið er með brunn í miðju skipinu, fremst í vélarrúmi þar sem línan er dregin í gegnum en fá skip í heiminum eru þannig útbúin. Aðbúnaður fyrir skipverja er allur til fyrirmyndar. Samherji hyggst gera skipið út á bolfisk á Íslandi á næstu mánuðum og mun skipið landa ferskum afla til vinnslu í landvinnslunum á Dalvík og Akureyri. Skipið er vel útbúið til vinnslu um borð, bæði fyrir flökun og heilfrystingu. Skipið er komið úr sinni síðustu veiðiferð í Noregi og landar á mánudaginn og fer síðan í slipp og verður í framhaldi af því afhent nýjum eigendum.

09.08.2013 00:45

Skipamyndir i Ágúst 2013

Flaggskipið Börkur Nk 122 á Makrilveiðum fyrir austan land © mynd Þorgeir 2013

 

                Hákon EA 148 á miðunum ©  mynd þorgeir 2013

 

  

                               Álsey Ve 2  © mynd þorgeir 2013  

 

                              Kristina EA 410 © mynd þorgeir 2013

 

              Ingunn AK 150 og Börkur NK 122 © mynd þorgeir 2013

 

Miklar annir eru hjá starfsmönnum frystigeymsla Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þessa dagana. Vinnsluskipin koma hvert á fætur öðru til löndunar og eru þau gjarnan með fullfermi af frystum makríl og síld. Barði NK landaði í gær 184 tonnum, Vilhelm Þorsteinsson EA er að landa 480 tonnum og á morgun er Hákon EA væntanlegur með um 700 tonn. Á laugardag er síðan stærsta fiskiskip Íslendinga, Kristina EA, væntanlegt með um eða yfir 2000 tonn. Á þessum fjórum dögum eru því vinnsluskip að landa tæplega 3400 tonnum af makríl í frystigeymslurnar og er það með mesta móti.

Fyrir utan makrílinn sem vinnsluskipin bera að landi er fiskiðjuver Síldarvinnslunnar að framleiða frystan makríl og með framleiðslu þess má áætla að frystigeymslurnar séu að taka á móti tæplega 5000 tonnum á þessum fjórum dögum.Heimild www.svn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 427
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 546
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 557159
Samtals gestir: 20904
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:56:40
www.mbl.is